Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 52
494 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 líta á sig sem starfsmann tryggingafélags eða stofnun- ar við ástundun lækninga. 3. Hagsmunir sjúklings verða að ganga fyrir öllum öðrum hagsmunum. Aðrir hags- munir en sjúklingsins, það er eigin hagsmunir lækna, tryggingaaðila eða ríkisvalds mega ekki undir neinum kringumstæðum skerða rétt- mæta hagsmuni sjúklings. I því felst meðal annars að tryggja verður að fjárhags- legir hagsmunir trygginga- aðilans (á íslandi: ríkissjóðs) bitni ekki á hagsmunum sjúklings. Jafnframt felst í því að lækni ber að forðast að láta tryggingaaðilann setja sig í þá stöðu að leika tveimur skjöldum gagnvart hagsmunum sjúklings, fari hagsmunir tryggingafélags og læknis til dæmis saman, gegn hugsanlegum hags- rnunum sjúklings. 4. Það hlýtur að vera réttur sjúklings að hafa valfrelsi og auðvelt aðgengi að læknum af öllum gerðum. Um greiðslurétt úr trygginga- sjóðum má hins vegar deila. 5. Sé þörf á stýringu vegna tak- markaðra fjármuna eða ann- arra sjónarmiða ber að gæta jafnræðis milli lækna, hindra myndun einokunar- aðstöðu og hindra að hags- munaaðilum sé fengið stýr- ingarvald. Læknar eru ekki embættismenn Til þess að tryggja ofan- greinda þætti í starfi mega þeir læknar sem stunda lækningar aldrei líta á sig sem embættis- menn eða launþega stofnunar, þvf þá geta myndast hags- munaárekstrar sem ósamrým- anlegir eru læknisstarfi. Þetta kann ýmsum „vinnuveitend- um“ okkar að þykja óeðlileg af- staða, en grundvallarafstöðu til verndar hagsmunum sjúklings má læknir aldrei fórna. Með öðrum orðum verða læknar að vernda sjálfstæði starfs síns. Niðurstaða Þar sem sjúklingurinn á sig sjálfur og leitar sér sjálfur læknis er hann hinn raunverulegi vinnuveitandi (eða verkkaupi) lækna og getur hvorki ríkið, heilbrigðisráðuneytið né Trygg- ingastofnunin átt verk lækna. Þessir aðilar eiga engan kvóta til þess að útdeila eða bjóða út. Læknar eru ekki embættismenn eða launþegar þessara stofnana samanber niðurstöðu Sam- keppnisráðs 1994. Tryggingarn- ar eiga því ekki rétt á að setja hömlur á fjölda læknisverka eða fjölda verka einstakra lækna. Það eina sem sjúkratrygging- arnar eiga er það fé sem í sjóðn- um er hverju sinni. A Islandi er þetta fé því miður afgangsstærð síðan sjúkrasamlög voru aflögð. Sé vaxandi sjóðþurrð eiga tryggingarnar aðeins rétt á því að minnka hlutfallslega greiðsl- ur sínar fyrir læknisverk, en hlutur sumra eða allra sjúklinga hlýtur að hækka á móti. Eðlilegt væri þá einnig að auka greiðslur heilbrigðra og „minna veikra“ sjúklinga, en gæta umfram allt hagsmuna þeirra sem veikastir eru. En miðstýring á þjónustu við einstaklinga og kvótakerfi getur aldrei verið sjúklingum eða læknum til heilla. ítarlegri lesning; 1. Lögfræðiálit Hreins Lofts- sonar hrl. um reglugerð um til- vísanir nr. 82 1995. 2. Jarmolinsky A. Supporting the patient. N Engl J Med 1995; 332: 602-3. 3. Rodwin MA. Conflicts in managed care. N Engl J Med 1995; 332: 604-7. 4. Kassirer JP. Access to speci- ality care. N Engl J Med 1994; 331: 1151-3. Læknar athugið! Nú er Læknaneminn kominn út og í hendur áskrifenda. Muniö áskriftargjöldin. Tekið viö óskum um áskrift í bréfsíma F.L. 55 10 760 Helgi Hafsteinn Helgason, ritstjóri PEVARYL PEVARYL: D 01 A C 03 U E hlaup 1 g inniheldur: Econazolum INN10 mg, et al. Eiginleikar: Ekónazól er ímídazólafbrigöi, virkt gegn mörgum sveppategundum m.a. dermatop- hytum og candidategundum. Er auk þess virkt gegn ýmsum Gramjákveeðum bakterium. Frásog- ast litið við staðbundna notkun. Ábendingar: Sveppasýking i húð af völdum dermatophyta, candida albicans, malassezia furfur (Pityriasis versicolor). Frábendingar: Engar þekktar. Auka- verkanir: Erting i húð. Milliverkanir: Engar þekktar. Eiturverkanir: Engar þekktar. Skammt- astærðir handa fullorðnum: Berist á húð einu sinni á dag. Skammtastærðir handa börnum: Sömu skammtar og handa fullorðnum. Pakkningar og verð 1. febr. 1995: Hlaup 15 g - kr. 838, 30 g - kr. 1580 ___________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.