Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Síða 52

Læknablaðið - 15.06.1995, Síða 52
494 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 líta á sig sem starfsmann tryggingafélags eða stofnun- ar við ástundun lækninga. 3. Hagsmunir sjúklings verða að ganga fyrir öllum öðrum hagsmunum. Aðrir hags- munir en sjúklingsins, það er eigin hagsmunir lækna, tryggingaaðila eða ríkisvalds mega ekki undir neinum kringumstæðum skerða rétt- mæta hagsmuni sjúklings. I því felst meðal annars að tryggja verður að fjárhags- legir hagsmunir trygginga- aðilans (á íslandi: ríkissjóðs) bitni ekki á hagsmunum sjúklings. Jafnframt felst í því að lækni ber að forðast að láta tryggingaaðilann setja sig í þá stöðu að leika tveimur skjöldum gagnvart hagsmunum sjúklings, fari hagsmunir tryggingafélags og læknis til dæmis saman, gegn hugsanlegum hags- rnunum sjúklings. 4. Það hlýtur að vera réttur sjúklings að hafa valfrelsi og auðvelt aðgengi að læknum af öllum gerðum. Um greiðslurétt úr trygginga- sjóðum má hins vegar deila. 5. Sé þörf á stýringu vegna tak- markaðra fjármuna eða ann- arra sjónarmiða ber að gæta jafnræðis milli lækna, hindra myndun einokunar- aðstöðu og hindra að hags- munaaðilum sé fengið stýr- ingarvald. Læknar eru ekki embættismenn Til þess að tryggja ofan- greinda þætti í starfi mega þeir læknar sem stunda lækningar aldrei líta á sig sem embættis- menn eða launþega stofnunar, þvf þá geta myndast hags- munaárekstrar sem ósamrým- anlegir eru læknisstarfi. Þetta kann ýmsum „vinnuveitend- um“ okkar að þykja óeðlileg af- staða, en grundvallarafstöðu til verndar hagsmunum sjúklings má læknir aldrei fórna. Með öðrum orðum verða læknar að vernda sjálfstæði starfs síns. Niðurstaða Þar sem sjúklingurinn á sig sjálfur og leitar sér sjálfur læknis er hann hinn raunverulegi vinnuveitandi (eða verkkaupi) lækna og getur hvorki ríkið, heilbrigðisráðuneytið né Trygg- ingastofnunin átt verk lækna. Þessir aðilar eiga engan kvóta til þess að útdeila eða bjóða út. Læknar eru ekki embættismenn eða launþegar þessara stofnana samanber niðurstöðu Sam- keppnisráðs 1994. Tryggingarn- ar eiga því ekki rétt á að setja hömlur á fjölda læknisverka eða fjölda verka einstakra lækna. Það eina sem sjúkratrygging- arnar eiga er það fé sem í sjóðn- um er hverju sinni. A Islandi er þetta fé því miður afgangsstærð síðan sjúkrasamlög voru aflögð. Sé vaxandi sjóðþurrð eiga tryggingarnar aðeins rétt á því að minnka hlutfallslega greiðsl- ur sínar fyrir læknisverk, en hlutur sumra eða allra sjúklinga hlýtur að hækka á móti. Eðlilegt væri þá einnig að auka greiðslur heilbrigðra og „minna veikra“ sjúklinga, en gæta umfram allt hagsmuna þeirra sem veikastir eru. En miðstýring á þjónustu við einstaklinga og kvótakerfi getur aldrei verið sjúklingum eða læknum til heilla. ítarlegri lesning; 1. Lögfræðiálit Hreins Lofts- sonar hrl. um reglugerð um til- vísanir nr. 82 1995. 2. Jarmolinsky A. Supporting the patient. N Engl J Med 1995; 332: 602-3. 3. Rodwin MA. Conflicts in managed care. N Engl J Med 1995; 332: 604-7. 4. Kassirer JP. Access to speci- ality care. N Engl J Med 1994; 331: 1151-3. Læknar athugið! Nú er Læknaneminn kominn út og í hendur áskrifenda. Muniö áskriftargjöldin. Tekið viö óskum um áskrift í bréfsíma F.L. 55 10 760 Helgi Hafsteinn Helgason, ritstjóri PEVARYL PEVARYL: D 01 A C 03 U E hlaup 1 g inniheldur: Econazolum INN10 mg, et al. Eiginleikar: Ekónazól er ímídazólafbrigöi, virkt gegn mörgum sveppategundum m.a. dermatop- hytum og candidategundum. Er auk þess virkt gegn ýmsum Gramjákveeðum bakterium. Frásog- ast litið við staðbundna notkun. Ábendingar: Sveppasýking i húð af völdum dermatophyta, candida albicans, malassezia furfur (Pityriasis versicolor). Frábendingar: Engar þekktar. Auka- verkanir: Erting i húð. Milliverkanir: Engar þekktar. Eiturverkanir: Engar þekktar. Skammt- astærðir handa fullorðnum: Berist á húð einu sinni á dag. Skammtastærðir handa börnum: Sömu skammtar og handa fullorðnum. Pakkningar og verð 1. febr. 1995: Hlaup 15 g - kr. 838, 30 g - kr. 1580 ___________________________

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.