Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 491 Samþykkt stjórnar Félags íslenskra heimilislækna frá 28. mars 1995 „Undanfarnar vikur hefur verið háð hatrammt áróðurs- stríð af hálfu Sérfræðingafélags íslenskra lækna gegn tilvísana- kerfi því, sem heilbrigðismála- ráðherra hefur ákveðið að koma á laggirnar. Áróðri sínum hefur Sérfræðingafélagið beint til almennings, en snúið honum gegn heilbrigðismálaráðherra og einnig starfssystkinum sín- um, heimilislæknum og starfs- vettvangi þeirra á sviði heilsu- gæslu. Miklu hefur verið til kostað bæði með auglýsingum í fjölmiðlum og útgáfu flugu- miða. Auk þess hafa talsmenn Sérfræðingafélagsins verið iðnir sem einstaklingar í blöðum og á ljósvakanum og verið tíðir gest- ir fjölmiðlunga með einhliða málflutning sinn gegn tilvísana- kerfinu. Við þetta væri ekkert að at- huga, ef rétt væri farið með staðreyndir og Sérfræðingafé- lagið gætti hófs og virðingar sinnar og annarra í málflutningi sínum. Itrekað er farið rangt með kostnað við læknishjálp heimilislækna og þann kostnað- arauka, sem kann að hljótast af tilvísanakerfinu í heilsugæsl- unni. Einnig er veist að störfum heimilislækna og meðal annars fullyrt í auglýsingum, að sjúk- lingar beri ekki traust til heimil- islækna sinna og að þeir njóti ekki læknishjálpar hjá þeim læknum, sem gefa út tilvísanir fyrir þá. Sérfræðingafélagið hefur gengið svo langt að leggja til, að uppbyggingu í heilsu- gæslu í Reykjavík verði hætt og að sérfræðingar taki að sér þá þjónustu, sem á vantar. Stjórn Félags íslenskra heim- ilislækna fordæmir málflutning af þessu tagi og telur, að hann sé einungis til þess fallinn að drepa á dreif málefnalegri umræðu um tilvísanakerfið og sá ótta og tor- tryggni í brjóst sjúklinga, sem læknar ættu með réttu að hlífa. Stjórn Félags íslenskra heim- ilislækna telur, að Sérfræðinga- félag íslenskra lækna hafi með framgöngu sinni orðið sér til minnkunar og skaðað heiður og virðingu íslenskra lækna með þeim hætti, að seint verði úr bætt. Lýsir stjórn íslenskra heimilislækna fullri ábyrgð á hendur þeim læknum, sem leiða þessa baráttu, vegna þeirra af- leiðinga, sem af henni kunna að hljótast." Samþykkt félagsfundar Félags íslenskra heimilislækna 20. maí 1995 „Almennur félagsfundur í Félagi íslenskra heimilislækna (FÍH) haldinn í Reykjavík 20. maí 1995, fordæmir það, hvernig Sérfræðingafélag ís- lenskra lækna beindi áróðri sín- um gegn tilvísanaskyldu að heimilislæknum og heilsugæsl- unni. Farið var rangt með stað- reyndir og alið á tortryggni í garð heimilislækna. Fundurinn telur að áróðurinn hafi verið öfgafullur og skaðað heiður og virðingu íslenskra lækna. Fundurinn harmar, að for- maður Læknafélags íslands hef- ur tekið þátt í þessum áróðri með yfirlýsingum í fjölmiðlum, bréfaskrifum til alþingismanna, þar sem rangfærslur eru ítrekaðar og með þátttöku í auglýsingaherferð. Hegðun formanns Læknafé- lags íslands og meirihluta stjórnar LI er ósamrýmanleg því, að LÍ er hagsmunafélag heimilislækna jafnt og annarra lækna. Fundurinn felur stjórn FÍH að vinna að því, að heimilis- læknar fái fullt og óskorað sjálfsforræði yfir hagsmunamál- um sínum, árgjöldum og fram- kvæmdastjórn eigin mála.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.