Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 503 Frá fræðslunefnd Öldungadeildar LÍ Á fyrsta starfsári Öldunga- deildar LI hafa verið haldnir tveir fræðslufundir. Hinn fyrri var í boði Krabbameinsfélags Islands, Skógarhlíð 8, laugar- daginn 11. febrúar 1995. Fund- armenn þáðu morgunkaffi og Jón Þ. Hallgrímsson formaður Krabbameinsfélagsins bauð gesti velkomna. Guðrún Agn- arsdóttir læknir, framkvæmda- stjóri félagsins, skýrði frá starf- semi Krabbameinsfélagsins og sagði frá helstu þáttum í marg- þáttuðu starfi. Valgerður Sig- urðardóttir krabbameinslæknir skýrði frá krabbameinsleit og Heimahlynningu. Pá tók til máls dr. Helga Ögmundsdóttir og talaði um hið merka starf sem unnið er á rannsóknarstofu félagsins og að lokum ræddi prófessor Hrafn Tulinius um Krabbameinsskrána. Nokkrar umræður urðu eftir framsöguer- indi og ræðumenn svöruðu fyrirspurnum. Að lokum skoðuðu fundar- menn húsakynni og sérstaklega hið nýja safn vefjasýna sem hlotið hefur nafnið Dungalsafn. Fundarmenn voru 17 og allir mjög ánægðir með fundinn og þakklátir ræðumönnum og stjórn fyrir vel undirbúinn og skipulagðan fund. Annar fræðslufundur var haldinn laugardaginn 22. apríl í boði Guðmundar Georgssonar prófessors, forstöðumanns Til- raunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum. Hófst hann kl. 10:00 með morgunkaffi og mættu rúmlega 20 manns. Guðmundur bauð gesti vel- komna en gaf síðan nafna sínum og fyrirrennara Péturssyni orð- ið en hann sagði frá sögu og til- urð stofnunarinnar, ræddi nokkuð um sögu sauðfjársjúk- dóma á íslandi og sagði frá pró- fessor Níels Dungal og Birni Sigurðssyni og fleiri frumkvöðl- um á þessu sviði. Þessu næst ræddi Guðmundur Georgsson um hin ýmsu viðfangsefni bæði í þjónustu og hreinum vísinda- rannsóknum sem stofnunin hef- ur með höndum. Dreift var yfir- liti yfir rannsóknarverkefni sem sýnir hversu fjölbreytileg og víðtæk starfsemin er orðin. Að lokum skoðuðu fundarmenn húsakynni stofnunarinnar og skýrði Guðmundur þá nánar ýmsa þætti starfsins. Fundar- menn rómuðu ágætan fund og voru þakklátir fyrir boðið. Ráðgert er að halda á næsta vetri nokkra fundi á laugardags- morgnum, hinn fyrsta væntan- lega í boði Hjartaverndar. Rétt er að geta þess að eldri læknar eru velkomnir á þessa fundi þótt þeir hafi ekki form- lega gengið í félagið og verða fundirnir auglýstir í Læknablað- inu. Tómas Árni Jónasson líka svigrúm til að ná áttum eftir þær breytingar sem verða á lífs- kjörum á þeim tímamótum. Öldungadeildin hefur fengið rúm í Læknablaðinu, þar sem félögum deildarinnar gefst kost- ur á að birta efni sem þeim kann að liggja á hjarta, hvort heldur er í gamni eða alvöru. I bréfinu sem við sendum út til að hvetja til stofnunar sam- taka aldraðra lækna, var allmik- il áhersla lögð á félagslega ein- angrun. Eftir þetta fyrsta félags- ár hef ég á tilfinningunni að okkur hafi ekki tekist nægilega vel að rjúfa hana. Ef til vill er hún ekki eins mikil og við héld- um, og þó. Á næsta starfsári þarf að leggja áherslu á fjöl- breyttara félagsstarf og gæti slík starfsemi farið fram í samvinnu við Nesstofu en þar er nú verið að innrétta fundarsal og aðra fé- lagslega aðstöðu. Lokaorð Öldungadeild LÍ hefur ekki ennþá slitið barnsskónum, en það er von mín að hún hafi þegar sýnt gildi sitt til að gæta hagsmuna og bæta félagsleg tengsl aldraðra lækna. Ég vona líka að félagsmenn láti til sín heyra, nú og við væntanlega stjórn, með hugmyndir sem lík- legar eru til að efla samtök okk- ar og gera þau skemmtilegri." Árni Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.