Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 465 hita og magapest nokkrum dögum áður. Hann leitaði á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri seinnipart dags. Hafði verið slæmur af verk allan daginn, slappur og lítið borðað. Við skoðun fundust tveir vægt stækkaðir eitlar í hægri holhönd og væg þreifieymsli þar. Virkar hreyfingar um öxlina voru sársaukafull- ar en ekki hlutlausar hreyfingar. Enginn roði, hiti, bólga eða önnur fyrirferðaraukning fannst í holhöndinni og var hún jafndjúp þeirri vinstri. Engin bólga var á hægri handlegg eða merki um hindrun á flæði um bláæðar eða slagæðar. Lítið (5mm) þurrt sár var á hægri löngutöng án sýkingarmerkja. Vægt stækkaðir eitlar í nár- um. Vægur roði á gómbogum. Við hjartahlust- un heyrðist lágt slagbilsóhljóð. Blóðþrýstingur var 95/60 og púls 78. Líkamsskoðun annars eðlileg og verkjakvartanir í ósamræmi við eymsli og annað sem fannst við skoðun. Hiti var 37,4°C. Blóðrannsóknir teknar kl. 17.30 sýndu hvít- blóðkorn 5,4, hemóglóbín 164, blóðflögur 129, CRP 99. Kreatínín var 121, Na 136, K 3,4 og sökk 1 en þær mælingar bárust daginn eftir (tafla IV). Deilitalning framkvæmd daginn eft- ir sýndi 95,4% hlutleysiskyrninga (neutro- phils) en enga stafi. Sjúklingur fékk verkjastíla sem slógu að hluta á verkinn. Hann var sendur heim og beðinn að hafa samband ef einkenni versnuðu aftur. Hann kom aftur um miðnætti með slæma verki eins og áður. Hann var hita- laus og skoðun eins og fyrr um kvöldið. Svaf slitrótt um nóttina með hjálp verkjalyfja. Klukkan sjö morguninn eftir var hann hitalaus og engar breytingar fundust frá fyrri skoðunum en kvartanir voru eins. Við skoðun kl. 8.30 kom í ljós aukin fylling í hægri holhönd og ofan við hægra viðbein. Tekin var tölvusneiðmynd Mynd2. Tölvusneiðmyndaf holhöndum. Gerð skömmu eftir að fyrstu sýkingarteikn komu fram. örin bendir á bólgu í fitunni í hœgri holhönd. Engin merki um graftrarígerð. sem sýndi stækkaða eitla í hægri holhönd og bólgu þar (mynd 2). Bláæðamynd með skugga- efni og ómskoðun af slagæðum í holhönd sýndu ekki merki um flæðishindrun. Blóðpruf- ur teknar þá sýndu hvítblóðkorn 2,2, blóðflög- ur 90 og CRP 314. Skömmu eftir hádegi var sjúklingur orðinn illa áttaður og lækkaði í súr- efnismettun. Hann fluttist á gjörgæslu þar sem strax var hafin full stuðningsmeðferð og með- ferð með breiðvirkum sýklalyfjum. Við ísetn- ingu á barkarennu sást mikill roði og bólga á gómbogum og í munnkoki. Um miðjan dag var hann kominn í fjölkerfabilun með dreifðri blóðstorku sem ekki varð snúið við með stuðn- ingsmeðferð. Sólarhring eftir innlögn kom fram lítill dökkur blettur í hægri holhönd. Á næstu tveimur sólarhringum breiddust húð- breytingar niður hægri síðu (mynd 3). Hann fékk dreifð rauðleit útbrot og mikinn bjúg um allan líkamann. Tveimur sólarhringum eftir Tafla IV. Helstu rannsóknarniðurstöður tilfellis 1. Fyrsti dagur Annar dagur Annar dagur 17:30 11:45 16:00 HBK þús/l 6,2 2,2 1,4 Hgb g/1 166 179 166 Blóöflögur þús/l 129 96 91 Sökk mm/klst 1 1 Na mmól/l 136* 131 K mmól/l 6,4* 3,7 Kreatínín nmól/l 121* CRP Annað mg/l 99 314 Öndunarbilun Lifrarbilun DIC * Mælt daginn eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.