Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Síða 3

Læknablaðið - 15.06.1995, Síða 3
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 451 LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL 6. tbl. 81. árg. Júní 1995 Útgefandi: Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Aðsetur og afgrciðsla: Hlíðasmári 8 - 200 Kópavogur Símar: Skiptiborð: 564 4100 Lífeyrissjóður: 564 4102 Læknablaðið: 564 4104 Bréfsími (fax): 564 4106 Ritstjórn: Einar Stefánsson Guðrún Pétursdóttir Gunnar Sigurðsson Jóhann Ágúst Sigurðsson Jónas Magnússon Sigurður Guðmundsson Vilhjálmur Rafnsson ábm. Ritstjórnarfulltrúi: Birna Þórðardóttir Auglvsingar: Margrét Aðalsteinsdóttir Ritari: Ásta Jensdóttir Uppiag: 1.500 Áskrift: 6.840,- m/vsk. Lausasala: 684,- m/vsk. © Læknablaðið, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogur, sími 564 4104. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun og bókband: G. Ben. - Edda prentstofa hf. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Pökkun: Plastpökkun, Skemmuvegi 8, 200 Kópavogur. Fræðigreinar Ritstjórnargrein: Staða Læknablaðsins meðal annarra fjölmiðla: Vilhjálmur Rafnsson......................... 454 Breytingar á keðjukokkasýkingum af flokki A. Sjúkratilfelli: Undirhúðar- og vöðvafellisbólga með drepi og “streptococcal toxic schock syndr- ome”: Gunnar Þór Gunnarsson, Jón Þór Sverrisson... 457 Á síðustu árum hefur alvarlegum sýkingum vegna keðjukokka af flokki A fjölgað. Ein þeirra er undirhúðar- og vöðvafellisbólga með drepi (fasciitis necroticans). Þessar alvarlegu sýkingar verða oftast hjá ungu og hraustu fólki sem veikist með flensulík- um einkennum og fer síðan snögglega i lost og fjölkerfabilun. Gefið er sögulegt yfirlit yfir sýkingar vegna keðjukokka af flokki A og lýst aukinni meinvirkni þeirra. Skýrt er frá tveimur tilfellum sýkinga af völdum þessara keðjukokka hér á landi. Belgæxli í brisi. Þrjú sjúkratilfelli og yfirlit Steinar Guðmundson, Bjarni A. Agnarsson, Gunnar Gunnlaugsson, Jónas Magnússon .......... 469 Belgaexli í brisi skiptast í stórbelgjaaæxli og smábelgjaæxli. Fyrr- nefnda tegundin veröur iðulega illkynja en sú síðarnefnda er fullkomlega góðkynja. Nokkuð jöfn skipting er milli tegunda. Stórbelgjaæxli er einkum að finna hjá konum á miðjum aldri. Hér á landi hafa þrjú tilfelli belgæxla greinst frá 1972 og er þeim lýst í greininni auk þess sem gefið er yfirlit yfir sjúkdóminn. Væg dreyrasýki A á íslandi: Ólafur Jensson, Sif Jónsdóttir ................ 477 Síðustu 25 árin hefur staðið yfir rannsókn á sex fjölskyldum með væga dreyrasýki. Þar greinast nú 27 dreyrasjúkir karlar. Þykir Ijóst að meingen vægrar dreyrasýki í þessum fjölskyldum hefur borist milli ættliða í að minnsta kosti tvær aldir. Gild ástæða er til að kanna tíðni þessa blæðingarsjúkdóms hérlendis með erfða- tæknirannsóknum. Mikilvægt er að hafa upplýsingar um tilvist þessa meingens hjá foreldrum og börnum þannig að hægt sé að forðast ýmsar hættur sem valdið geta alvarlegri blæðingu. Áhrif kaffis og tes á neðri vélinda hringvöðva: Hallgrímur Guðjónsson, Timothy L. McAuliffe, Michael D. Kaye ............................... 484 Sjúklingar með bólgu í vélinda vegna sýrubakflæðis tengja ein- kenni sín oft kaffi, þótt ástæður fyrir því séu óljósar. Rannsóknin náði til 12 heilbrigðra einstaklinga. Beitt var þrýstingsmælingum í neðri vélinda hringvöðva og samhliða sýrumælingum í vélinda. Áhrif koffínríks kaffis, koffínsnauðs kaffis og tes voru borin saman við áhrif vatns. Rannsóknin var blint víxluð. Sú ályktun er dregin að sjúklingar með bólgu í vélinda vegna bakflæðis skuli tak- marka neyslu á koffínríku kaffi og ef til vill te. Koffínsnautt kaffi virðist henta þessum sjúklingahópi betur.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.