Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 62
502
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Ársskýrsla Öldungadeildar
Læknafélags íslands 1995
Aðalfundur Öldunga-
deildar LÍ 1995 var haldinn
23. maí. A fundinum flutti
formaður, Arni Björnsson,
ársskýrslu um starf deildar-
innar.
í upphafi minntist formaður
látinna félaga á árinu, þeirra
Björns Júlíussonar, Þórarins
Guðnasonar og Þóroddar Jón-
assonar.
Skýrsla formanns fer hér á
eftir:
„Nú er liðið rúmt ár síðan
Öldungadeild LÍ var stofnuð. Á
stofnfundinum kom þegar í ljós
mikill áhugi á félagsskapnum og
virðist að minnsta kosti talsvert
af áhuganum vera enn vakandi,
þó mæting á fundum hafi ekki
verið jafn góð á seinni hluta
starfsársins og í byrjun þess.
Á stofnfundi 5. maí 1994
mættu 62 læknar, auk formanns
og framkvæmdastjóra LI, nú
eru félagsmenn orðnir 89 tals-
ins.
Á árinu hafa verið haldnir
þrír almennir fundir, þar af einn
með fulltrúum frá Félagi ungra
lækna. Á fundunum hafa verið
rædd ýmis mál er sérlega varða
aldraða lækna, svo sem lífeyris-
mál og lánamál og á fundinum
með unglæknum voru rædd við-
horf þessara hópa lækna hvors
til annars. Unglæknar ráðgera
að boða aldraða lækna til fund-
ar á hausti komanda.
Einn skemmtifundur var
haldinn fyrir áramót á Lækjar-
brekku undir stjórn formanns
skemmtinefndar Sigurðar Þ.
Guðmundssonar. Sá fundur
þótti takast með ágætum og
bíða menn nú eftir fleiri slíkum.
Þá hefur fræðslunefndin undir
ötulli stjórn Tómasar Á. Jónas-
sonar staðið fyrir tveimur
fræðslufundum. Sá fyrri var í
boði Krabbameinsfélags Is-
lands og hinn síðari í boði Til-
raunastöðvarinnar að Keldum.
Fundirnir voru mjög skemmti-
legir og fróðlegir og fóru menn
heim margs vísari um starfsemi
þessara merku stofnana.
Áformað er að fræðslunefndin
skipuleggi fleiri slíka fundi á
komandi starfsári.
Haldnir hafa verið sex stjórn-
arfundir og hafa þar verið rædd
ýmis mál er varða félagið og fé-
lagsmenn. Lífeyrismálin hafa
verið ofarlega á baugi og þá sér-
lega möguleikar á að lagfæra
kjör þeirra, sem hafa fengið líf-
eyri á undanförnum árum og
verða lífeyrisþegar á næstu ár-
um. Mál þessi hafa verið rædd
óformlega við stjórn Lífeyris-
sjóðs lækna og stjórnarmenn
læknafélaganna. Áþreifanlegur
árangur hefur verið lítill, þó
voru lífeyrisgreiðslur hækkaðar
um 10 af 100 um síðustu áramót
vegna góðrar fjárhagsstöðu
sjóðsins. Á formannaráðstefnu
LÍ sem haldin var 19. maí var
samþykkt tillaga formanns Öld-
ungadeildarinnar þess efnis að
stjórn LÍ setti á stofn þriggja
manna starfshóp til að skoða líf-
eyrismál og á sá hópur að skila
áliti á aðalfundi LÍ á hausti
komanda.
Kjaranefnd undir forystu Ás-
mundar Brekkan gekkst ásamt
formanni fyrir viðræðum við
stjórn S.P.R.O.N. um sérstök
viðskiptakjör fyrir félaga í Öld-
ungadeildinni. Gengið var frá
samningum, sem sendir hafa
verið út til félagsmanna.
Þegar litið er yfir félagsstarfið
á þessu fyrsta ári, þá hefur það
verið bærilega líflegt. Eins og
bent var á í byrjun hefur þó
verulega dregið úr fundarsókn
frá fyrstu byrjun. Hugsanlega er
það eðlilegt, en það er líka
hugsanlegt, að stjórnin hafi ekki
haldið nógu vel á spöðunum við
að halda félagsstarfinu lifandi.
Því hafi væntingar, sem greina
mátti við fyrsta áhuga, dvínað.
Eina leiðin til að komast að
raun um það er að félagsmenn
tjái sig, en mér hefur fundist að
jafnvel þeir, sem að minnsta
kosti áður fyrr létu í sér heyra,
hafi verið óþarflega þögulir.
Hvað hefur þá tekist á þessu
fyrsta ári og hvað hefur ekki
tekist nógu vel?
Öldungadeildin er orðin við-
urkennd deild innan LÍ og hefur
þar með fengið fulltrúa á aðal-
fundi þess. Þannig hafa aldraðir
læknar, sem við starfslok hafa
nánast orðið „týnda kynslóðin“
komið fram í dagsljósið. Margir
þessara lækna, sumir háaldrað-
ir, eru enn starfandi við lækn-
ingar, vegna þess hve ellilífeyrir
þeirra er lítill. Það eru hags-
munir allra lækna að lagfæra
þetta og það er hluti af góðri
ímynd stéttarinnar að aldraðir
læknar geti hætt störfum með
fullri reisn.
Öldungadeildin hefur náð
nokkuð hagstæðum samningum
við virta lánastofnun fyrir þá
einstaklinga, sem kjósa að búa í
húsum sínum eftir starfslok.
Þessir samningar gefa mönnum