Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 34
478 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 sóknum í Rangárvallasýslu. Þykir ljóst að meingen vægrar dreyrasýki A í þessum fjöl- skyldum hefur borist milli ættliða í að minnsta kosti tvær aldir og er jafnframt langalgengasta tegund dreyrasýki A hér á landi. Fimm sjúkdómstilfelli með væga dreyrasýki A koma fram í öðrum þremur ættum sem hver um sig ber í sér sérstaka stökkbreytingu í geni drejrasýki A. Astæða er til að kanna frekar tíðni þessa blæðingarsjúkdóms hérlendis með erfðatækni- rannsóknum. Inngangur A síðasta áratugi urðu straumhvörf í rann- sóknum á dreyrasýki A, þegar tveimur hópum vísindamanna í sameindaerfðafræði tókst árið 1984 að einangra genið á X kynlitningi, sem stýrir myndun á storkuþætti VIII (factor VIII) (1). Það er skortur á þessum storkuþætti, sem veldur mismunandi svæsnum tegundum af dreyrasýki A (1), sem er kunnasti og kostnað- arsamasti arfgengi blæðingarsjúkdómurinn hjá mönnum. Tíðni sjúkdómsins er oftast talin vera einn af hverjum fimm þúsund karlmönnum (2). Mat á tíðni dreyrasýki A hefur verið mjög háð því, hvernig til hefur tekist um greiningu á vægari tegundum sjúkdómsins. Svæsin dreyrasýki A er auðgreind, vegna mikilla sjúkdómsein- kenna, þegar virkni storkuþáttar VIII mælist innan við 1%. Nokkur vanhöld verða á grein- ingu og talningu þeirra sjúkdómstilfella, sem eru með miðlungssvæsna dreyrasýki A og mæl- ast með 1-4% af virkni þáttar VIII. Mest eru vanhöld á greiningu og talningu þeirra, sem eru með væga dreyrasýki A eða frá 5-25% af þætti VIII. Þessi tegund er þó algengari en hinar tvær samanlagt, þar sem vel hefur verið unnið að greiningu (3). Hér á landi hafa greinst dreyrasýki A gerðir, sem skipa má í þrjá ofan- greinda flokka. í þessu yfirliti verður gerð grein fyrir rann- sóknum á dreyrasýki í þremur fjölskyldum, sem staðið hafa yfir í nokkrum áföngum í rúm 25 ár. Fyrstu ítarlegu storkuþáttarrannsóknir árið 1970 þóttu benda til að dreyrasýkin í þess- um fjölskyldum væri von Willebrandssjúkdóm- ur (4,5). Storkuþáttarrannsóknir sem gerðar voru í Svíþjóð árið 1980 (6) og árið 1982 í Kaliforníu (7) gáfu hins vegar til kynna að um væga dreyrasýki A væri að ræða. Við storkurann- sóknir árið 1985 og 1987 í Danmörku á fjórum fjölskyldum með væga dreyrasýki reyndist ein vera með von Willebrandssjúkdóm, en hinar þrjár voru flokkaðar með væga dreyrasýki A (8) . í erfðafræðideild Blóðbankans hófst árið 1988 nýr áfangi í rannsóknum á ofangreindum þremur fjölskyldum með væga dreyrasýki A. Notuð var erfðatækni til að kanna skerðibúta- breytileika (RFLP) í sjálfu dreyrasýkigeninu og aðliggjandi svæðum þess (8). Samstarf, sem hófst árið 1991 milli erfða- fræðideildar Blóðbankans og rannsóknarstofu Dr. Jane Gitschiers við Howard Hughes lækn- isfræðistofnun Kaliforníuháskóla í San Francisco, hefur leitt til sameindagreiningar á stökkbreytingunni, sem lá til grundvallar dreyrasýkinni í þremur umræddum fjölskyld- um og þremur öðrum með væga dreyrasýki A (9) (tafla I). Með þær niðurstöður, sem nú hafa fengist og verið birtar (8, 9), er tímabært að gefa yfirlit um þessar rannsóknir í Læknablaðinu. Með því er hægt að leiðrétta fyrri sjúkdómsgreining- ar og gefa skýra mynd af algengustu tegund af dreyrasýki A í landinu, sem hefur haldist við í að minnsta kosti tvær aldir samkvæmt ættar- rannsóknum (myndir 1-3). Blæðingareinkenni og ættarrannsóknir í þremur fjölskyldum A, B og C (myndir 1-3) voru 49 ættmenni, 22 karlmenn og 27 Table I. Mutarions causing mild hemophilia A in Icelandic families (9). Family Factor VIII activity (%) Exon Nucleotide change Amino acid change A 11-26 23 CGC -► TGC Arg -► Cys B 9-12 23 CGC -> TGC Arg -» Cys C 11-19 23 CGCTGC Arg -> Cys D 6 23 ACT -* ATT Thr lle E 4-7 16 CGT -> TGT Arg Cys F 6 23 CGT CAT Arg -h> His
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.