Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 16
464 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 þeir sömu og við keðjukokkasýkingar af flokki A. Eins og áður segir er algengast að sýking- arnar séu á útlimum, í nárum eða skurðsárum. Oftast byrja sýkingarnar út frá smásárum en geta einnig komið á stöðum sem orðið hafa fyrir mjúkpartaáverka án þess að húð hafi rofnað (1,16). Fasciitis necroticans hefur einnig verið lýst án sannanlegs innkomustaðar og eftir einangrun á keðjukokkum af flokki A úr koki sjúklinga með eða án hálsbólgueinkenna (14,16,25). Flokkun mjúkvefjasýkinga er ófullkomin. Ymist er flokkað eftir sýkingavöldum eða útliti sýkinga. Fasciitis necroticans er oftast skipt í tvo flokka eftir sýkingavöldum. Flokkur I er með mörgum bakteríutegundum, að minnsta kosti einni tegund loftfæla (oftast Bacteroides og peptostreptococcus) og með einni eða fleiri tegundum valbundinna loftfæla svo sem keðju- kokkum (öðrum en keðjukokkum af flokki A) og enterobacteriaceae (til dæmis E. Coli, Prot- eus, Klebsiella, Enterobacter). Flokkur II eru sýkingar með keðjukokkum af flokki A einum sér eða með öðrum bakteríum (oftast S. aur- eus) (1). Skipting milli flokka er mismunandi eftir rannsóknum og sennilega skiptir aðferð við sýnatöku miklu (49-51,53). Með aukinni tíðni ífarandi keðjukokkasýkinga af flokki A er líklegt að fleiri tilheyri flokki II. Bólga og ígerð byrjar í vöðvafelli og fylgir síðan því og húðbeði undir húðinni. Pegar sýk- ingin hefur staðið í einhvern tíma koma fram drepbreytingar í húð með dökkbláum og síðan svörtum blettum. Blöðrur á húð eru einnig algengar. Drepið er alltaf viðameira en húð- breytingarnar gefa til kynna. Við smásjárskoð- un sjást drepbreytingar í mjúkvefjum og blóð- tappar í smáum æðum. Oftast er sýkingin bundin við vöðvafell, húð og húðbeð en getur farið inn í vöðva og aðra nærliggjandi vefi (14,54). Losteinkenni og fjölkerfabilun fylgja nær alltaf (1,14,49-52,54). Helstu einkenni eru mikill verkur þar sem sýkingin byrjar. Verkurinn kemur fram mjög snemma. Við skoðun eru oftast merki um sýk- ingu en það þarf ekki að vera. Stundum er loft í mjúkvefjum. Eitlastækkanir og sogæðabólga er sjaldgæf. Flestir eru með hita og blóðrann- sóknir sýna merki um sýkingu og fjölkerfabilun (1,14,49-52,54). Greining felst í því að opna húð þar sent grunsamlegar breytingar eru og taka sýni í ræktun. Einnig er hægt að taka sýni með ástungu og komi ekki út vökvi má sprauta lml af sæfðu vatni inn og reyna síðan að draga út. Náist enn ekkert er ómaksins vert að senda nálina í ræktun (51). Sýnataka og aðferðir við greiningu mjúkvefjasýkinga eru mjög umdeild- ar. Reynt hefur verið að nota segulómun til að greina og meta útbreiðslu fasciitis necroticans (55). Meðferð felst fyrst og fremst í að fjarlægja allan dauðan vef eins fljótt og auðið er. Mikil- vægt er að skera snemma í vefi þar sem grunur er um sýkingu eða þar sem verkir eru miklir, jafnvel þó að teikn um sýkingu séu ekki mikil eða graftrarígerð sé ekki til staðar. Við aðrar sýkingar er oftast nóg að opna inn á sýkt svæði til að hleypa út greftri. Við fasciitis necroticans er það ekki nóg heldur er hornsteinn meðferð- arinnar að fjarlægja allan dauðan vef til að draga úr framleiðslu exótoxína og dreifingu þeirra um líkamann. Graftrarígerðir eru ekki algengar við fasciitis necroticans. Algeng mis- tök eru að gera of litlar aðgerðir í fyrstu til að reyna að minnka örkuml vegna þeirra. Því lengur sem dregst að fjarlægja dauðan vef þeim mun hærri verður dánartíðnin. Sýklalyfjameð- ferð með breiðvirkum lyfjum í fyrstu, penis- illínasa þolnu penisillíni, amínóglýkósíði og metrónídasóli en síðan samkvæmt ræktunum og næmi. Sýklalyfjameðferð gerir ekki gagn nema dauður vefur sé fjarlægður (1,14,49- 52,54). Háþrýstingssúrefni hefur verið notað við meðhöndlun fasciitis necroticans en árang- urinn er umdeildur (56). Sjúkratilfelli Tvö tilfelli ífarandi keðjukokkasýkinga af flokki A. Karlmenn á svipuðum aldri, annar fékk „venjulega“ graftrarsýkingu en hinn fasci- itis necroticans og STSS. Tilfelli 1: Þrjátíu og fimm ára karlmaður sem áður hafði verið hraustur fyrir utan hjartslátt- aróreglu. Holterskráning hafði sýnt nokkur slegils og ofanslegils aukaslög og ómskoðun á hjarta hafði sýnt vægan leka og framfall á mít- urloku. Skjöldungspróf árið 1987 var óeðlilegt með vægri lækkun á TSH en eðlilegu T3 og T4. Sjúklingur vaknaði um miðja aðfaranótt inn- lagnardags með slæman verk í hægri holhönd og flensulík einkenni, 39°C hita og kastaði upp. Verkurinn versnaði við hreyfingar um öxlina en ekki við djúpa öndun eða hósta. Eng- in saga var um áverka eða óeðlilegt álag á öxlina. Börn á heimilinu höfðu verið veik með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.