Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 24
470 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 ingurinn eru slímmyndandi æxli, annað hvort stórbelgjaæxli sem hefur góðkynja vefjafræði- legt útlit, eða belgjakrabbamein sem hefur ill- kynja útlit. Æxli þessi finnast fyrst og fremst hjá miðaldra konum og eru kviðverkir og megrun oftast fyrstu einkenni. Við skoðun á þessum sjúklinpum má oft þreifa fyrirferð í efri hluta kviðar. I dag eru ómskoðun og tölvu- sneiðmyndir af kviðarholi þær rannsóknir sem mestar upplýsingar gefa um belgmein í brisi. Einnig er tölvusneiðmynd oft hjálpleg við að greina á milli smábelgja- og stórbelgjaæxla. Nú er einnig farið að gera óm- eða sneiðmynda- stýrða ástungu á þessum fyrirferðum til að greina hvers eðlis þau eru. Þannig er mögulegt að fá vefjasýni úr æxlinu og einnig er hægt að mæla amýlasa og æxlisvísa í vökvanum sem dreginn er úr belgnum. Oft fæst þó nákvæm greining ekki fyrr en í aðgerð þar sem tekið er sýni úr fyrirferðinni. Helstu mismunagreining- ar eru svokallaðir gervibelgir, tilkomnir vegna áverka eða bólgu, meðfæddir belgir, kirtil- gangakrabbamein eða innkirtlaæxli. Sumir telja að smábelgjaæxlin þurfi ekki meðhöndlun ef greining hefur verið staðfest með ástungu á æxlinu. Aðrir leggja sérstaka áherslu á að öll belgæxli í brisi geti verið illkynja og því beri að fjarlægja þau með aðgerð. Alltaf ætti að líta á stórbelgjaæxli í brisi sem illkynja og er aðgerð þar sem æxlið er fjarlægt, kjörmeðferð. Bæði stórbelgjaæxli og belgkirtilkrabbamein í brisi eru hægt vaxandi og er oftast hægt að fjarlægja þau þrátt fyrir að þau hafi greinst seint. Þrjú tilfelli belgæxla í brisi hafa greinst hér á landi frá 1972 og er þeim lýst í þessari grein ásamt yfirliti yfir sjúkdóminn. Inngangur Belgkirtilæxli eða belgæxli í brisi eru sjald- gæf. Oftast eru belgmein í brisi gervibelgir (pseudocysts) sem eru bandvefsbelgir fylltir brissafa og án þekju. Slíkir gervibelgir stafa annað hvort af bólgu eða áverka og hverfa oft af sjálfu sér (1). Öðru máli gegnir um belgæxli sem eru 10-15% belgmeina í brisi (2). Þeim hefur aðallega verið skipt í tvær tegundir: Slím- rík stórbelgjaæxli annars vegar, sem geta breyst í belgkirtilkrabbamein (macrocystic adenocarcinoma), og hins vegar fjölsykrunga- rík smábelgjaæxli (3-6). Hvergi hefur verið lýst að gervibelgir geti verið eða orðið illkynja en öll slímrík kirtilæxli geta orðið það með tíman- um (4). Mikilvægt er því að greina á milli belg- æxla og gervibelgja en mörg dæmi eru um að stungið hafi verið á slíkum æxlum þegar talið var að um gervibelg væri að ræða (1,7). Slík misgreining getur tafið fyrir réttri meðferð og aukið hættu á útsæði en yfirleitt hafa sjúklingar með belgæxli góðar lífshorfur (8). Á handlækningadeild Landspítalans greind- ust nýlega tveir sjúklingar með belgæxli í brisi. Þrátt fyrir talsverða leit fannst einungis eitt tilfelli til viðbótar sem greinst hafði hér á landi. Sá sjúklingur var skorinn upp á Borgarspítal- anum árið 1972. Lítið hefur verið fjallað um þessi æxli hér- lendis. Það er mikilvægt að hafa í huga að þau eru skurðtæk og mögulegt er að lækna þau en mikill meirihluti æxla í brisi eru illviðráðanleg krabbamein. Því þykir okkur rétt að kynna tilfellin og einnig yfirlit um þessa sjúkdóma. Tilfelli 1 Fjörtíu og eins árs gömul kona leitaði til heimilislæknis vegna almennrar vanlíðunar, þreytu og úthaldsleysis en einnig vegna verkja undir hægri rifjaboga. Verkurinn var stöðugur og leiddi aftur í bak. Ómskoðun af gallvegum, lifur og brisi sýndi eðlilega gallblöðru með 1,5 cm stórum steini, eðlilega lifur og milta en í uppmagálssvæði (epigastrium) hægra megin við miðlínu sást 9 cm fjölbelgjamein (multicyst- ic adenoma). Ekki var hægt að meta uppruna- stað þess og ekki varð bris heldur metið vegna fyrirferðarinnar. Tölvusneiðmynd af kviðar- holi sýndi vel afmarkað 8x8 cm stórt fjölbelgja- mein sem virtist útgengið frá brisi. í fyrirferð- inni sást kölkun og einnig Iítil skilrúm (septa). Hún þrýsti mjög á skeifugörn og ýtti henni og neðri hluta magans niður á við. Auk þessa sást lítill belgur í vinstra nýra. Við innlögn höfðu einkenni sjúklings lítið breyst, en við skoðun komu fram þreifieymsli um efri hluta kviðar og undir vinstri rifjaboga þreifaðist fyrirferð. Konan hafði sögu um brjóstsviða sem var verstur eftir máltíðir. Hún hafði verið í eftirliti hjá meltingarfærasérfræð- ingi en hann hafði magaspeglað hana tvisvar og greint hjá henni magabólgur. Þvag og hægðir höfðu verið eðlilegar og hún hafði ekki lést. Hjartalínurit og lungnamynd voru eðlileg og endurtekin ómskoðun og tölvusneiðmynd sýndu óbreytt ástand frá fyrri skoðun. Ekki sáust merki um meinvörp. Fjarhluti briss var tekinn (distal pancreatectomia) ásamt milta og gallblöðru auk þess sem hægri eggjaleiðari var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.