Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
485
ingur hans lækki (4). Síðasttalda kenningin
hefur verið allnokkuð könnuð, en niðurstöður
eru misvísandi þar sem LESP er ýmist sagður
hækka (5-7), lækka (4) eða haldast óbreyttur
(8) eftir kaffineyslu.
Kaffi er efnafræðilega flókið. Það inniheldur
mörg virk efni, ýmis næringarefni, ilmefni og
beiskjuefni (alkaloid) eins og xantín (9).
Helsta metýlxantínið er koffín sem í hreinu
formi er sagt annað hvort auka (7) eða hafa
óveruleg áhrif á LESP (5,10). Á hinn bóginn er
talið að koffínsnautt kaffi, sem inniheldur
metýlxantín önnur en koffín, auki (5) eða hafi
engin áhrif á LESP (7). Ennfremur er sagt að
súkkulaði, sem inniheldur koffín og teófylla-
mín (sem einnig er í litlu magni í kaffi) lækki
LESP (11-13).
Þessar misvísandi og ólíku niðurstöður gætu
að stórum hluta verið vegna aðferðarfræði-
legra vandamála (14). Pær gætu líka tengst mis-
munandi efnafræðilegri samsetningu kaffi-
drykkjarins. Kaffibaunir eru mismunandi eftir
því hvaðan þær koma, frá hvaða landi eða
jafnvel landsvæði, auk þess sem brennsla
þeirra og allur framleiðslumáti kaffis er breyti-
legur (9).
Markmið rannsóknarinnar var að athuga á
ný áhrif algengra kaffi- og tedrykkja á starf-
semi LES. LESP var mældur með ílöngum
belg eða svokölluðum slíðurþrýstingsnema
sem hefur ákveðna kosti ef mæla á LESP stöð-
ugt (15). Slíkri aðferð hefur ekki verið beitt
áður í rannsóknum á þessum drykkjum. Öfugt
við fyrri rannsóknir mældum við samhliða
sýrustig, pH, í neðsta hluta vélinda. Þessari
viðurkenndu rannsóknaraðferð hefur lítt verið
beitt á þessu sviði þó hún sé mjög næm og
sértæk til greiningar á bakflæði (8,16). Við at-
huguðum einnig áhrif tedrykkju, sem ekki hef-
ur áður verið gert, en klínísk reynsla bendir til
þess að te valdi síður bakflæðiseinkennum en
kaffi.
Aðferðir
Þátttakendur: Tólf heilbrigðir sjálfboðaliðar
(sjö konur, fimm karlar), 19-41 árs (meðalald-
ur 29 ár) voru rannsakaðir. Þeir reyktu ekki,
tóku engin lyf og höfðu ekki sögu um neina
meltingarsjúkdóma. Rannsóknaráætlunin var
samþykkt af siðanefnd Vermont háskóla.
Skriflegt samþykki allra þátttakenda lá fyrir.
Þrýstings- og pH mœling: Þátttakendur
sneyddu hjá kaffi, tei, kakói, súkkulaði, kóla-
drykkjum með koffíni og alkóhóli í 24 stundir
og voru fastandi í að minnsta kosti fimm stund-
ir fyrir hverja tilraun. Allir voru rannsakaðir
fjórum sinnum með að minnsta kosti 48 stunda
hvíld milli rannsókna. Til að mæla þrýsting var
notuð grönn slanga með áföstum 6 cm löngum
þrýstingsnema, svokölluðu Dent slíðri eða belg
(þvermál 4,5 mm, Arndorfer Medical Special-
ities Co., Greenfield, WI, USA). Slöngunni
var rennt niður kokið og staðsett þannig, að op
við efri brún slíðursins nam þrýsting í vélinda
en op við neðri brún þrýsting í maga. Þannig
var öruggt að slíðrið væri inni í LES. PH elekt-
róða (þvermál 1,4 mm, Microelectrodes Inc.,
Londonderry, NH, USA) var fest við þrýst-
ingsmælingarslönguna þannig að endinn var
3,5 cm ofan við slíðrið. Stöðugt vatnsrennsli
var um þrýstingsnemann meðan á mælingum
stóð, um það bil 0,6 ml/mín, stjórnað af sér-
stakri dælu (Pneumo-hydraulic capillary infu-
sion system, Arndorfer Medical Specialities
Co.).
LESP var numinn af ytri skynjara (P327-I;
Bell and Howell, Pasadena, Ca, USA) og
skráður stöðugt með fjölrása tæki (Gilson
Medical Electronics Inc., Middleton, WI,
USA). Samtímis og stöðugt var pH skráð af
pH mæli (Beckman Instruments, Inc., Irvine,
Ca, USA). Eftir 20 mínútna grunnmælingu var
tilraunarlausninni dælt beint um slönguna inn í
magann og síðan mælt stöðugt næstu 90 mínút-
ur. Þrýstingur í maga var mældur í byrjun og í
lok hverrar meðferðar. Tilraunarlausnirnar
voru gefnar tilviljunarkennt samkvæmt a bal-
anced latin design (17). Þátttakendur vissu
aldrei hvaða blöndu þeir fengu hverju sinni.
Heildarrúmmál tilraunarlausnanna var 350
ml. Helmingur þeirra var síaður appelsínu-
drykkur (Minute Maid, Coca Cola Foods,
Houston, TX, USA) en hinn helmingurinn
einhver eftirtalinna lausna: 1) Vatn sem við-
miðun (water=W), 2) venjulegt koffínríkt
duftkaffi (instant), 5,0 gr. kyrnis (coffee=C),
(Classic Nescafé, White Plains, NY, USA), 3)
koffínsnautt duftkaffi, 5,0 gr. kyrnis (decaf-
feinated coffee= D) (Decaf, Nescafé) og 4)
venjulegt te, fjórir tepokar (tea=T) (T.J. Lipt-
on Inc., Englewood Cliffs, NJ, USA). Teið var
lagað þannig að það hafði svipað magn koffíns
og venjulegt kaffi (C), 160 mg. Koffínmagnið
var talið samsvara þremur kaffibollum. Lausn-
irnar voru við stofuhita. Appelsínusafinn var