Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 48
490 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Umræða og fréttir Samþykkt stjórnar Sérfræðingafélags íslenskra lækna frá 21. maí 1995 „í baráttu Sérfræðingafélags íslenskra lækna (SÍL) gegn til- vísanskyldu Sighvats Björgvins- sonar var tekist á við heilbrigð- isráðuneytið um grundvallar- atriði í þjónustu lækna og um rétt sjúklinga. Tilvísanareglu- gerðin var fjárhagslegt stjórn- tæki, sem beitt var af heilbrigð- isráðuneytinu til þess að koma á kerfisbreytingu í heilbrigðis- kerfi íslendinga án þess að gætt væri jafnræðis eða samkeppnis- sjónarmiða. Með reglugerðinni stóð til að setja ákveðna lækna í starf fjárhirsluvarða ríkissjóðs, sem hefðu jafnvel persónulegan ábata af því að takmarka að- gang sjúklinga að öðrum lækn- um. Slíkt myndi skapa óásætt- anlegan hagsmunaárekstur í störfum lækna, sem undir öllum kringumstæðum ber að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, sjúklinga, fyrst og fremst, en ekki hagsmuna annarra aðila. Stjórn SÍL beitti ýmsum að- ferðum í baráttunni, sem varð að vinnast með hraði og að loknum löngum vinnudegi lækna. Nauðsynlegt var að ná eyrum stjórnmálamanna, því ráðuneytið reyndi einhliða að koma á veigamikilli grundvall- arkerfisbreytingu án þess að þingmönnum, læknafélögunum eða fólkinu í landinu gæfist kostur á andsvörum. Því leitaði SIL til virts lögmanns til þess að lagalegur réttur lækna og sjúk- linga kæmi fram á skilmerkileg- an hátt. í öðru lagi var nauðsyn- legt, að svokallaðar hagfræði- legar forsendur væru skoðaðar af fagmanni og leitaði félagið því álits virts þjóðhagfræðings. í þriðja lagi virtist stjórn SÍL sem sjúkratryggðir íslendingar hefðu framan af lítinn skilning á eðli tilvísanaskyldu og þeirri réttsviptingu og kostnaðarauka sem hún fæli í sér á íslandi. Því síður virtust sjúklingar átta sig á því hvað myndi gerast eftir 1. maí þegar nær allir sérfræðingar hugðust hætta að innheimta hluta sjúkratrygginga af greiðslu fyrir læknisverk, sem þýddi með öðrum orðum að sjúklingarnir yrðu að greiða all- an kostnað sjálfir. Þess vegna samdi stjórnin við almanna- tengslafyrirtæki um að upp- fræða stjórnmálamenn og kjós- endur á þann hátt að þeir áttuðu sig fyrir Alþingiskosningar á eðli vandans og gætu tjáð sig ekki síðar en á kjördag. Stjórn SÍL ber fulla ábyrgð á efni og texta auglýsinganna. Það var síður en svo ætlun SÍL að kasta rýrð á störf heilsu- gæslulækna með auglýsingum þessum. Því miður virðist þó sem texti einnar auglýsingarinn- ar og ef til vill annarrar hafi haft tvíræða merkingu sem hafi sært suma kollega okkar í stétt heilsugæslulækna, sem lesið hafi út úr auglýsingunni „að þeim væri ekki treystandi“. Slík orð eru ekki makleg góðum Læknablaðinu hafa borist tvær samþykktir frá Félagi íslenskra heimilislækna og ein frá Sérfræðingafélagi íslenskra lækna er snerta tilvísanamálið. Fyrri samþykkt Félags íslenskra heimilis- lækna er samþykkt stjórnar félagsins frá 28. mars síðastliðnum, síðari samþykktin er frá almennum fundi í félaginu þann 20. maí. Samþykkt stjórnar Sérfræðingafélags ís- lenskra lækna er frá 21. maí síðastliðnum. kollegum okkar og eru þeir beðnir afsökunar á tvíræðu orðalagi auglýsingarinnar þótt óviljaverk hafi verið. Stjórn SÍL telur hins vegar árásir forystu Félags íslenskra heimilislækna á formann Læknafélags Islands ómakleg- ar. Hann hafi unnið að niður- fellingu tilvísanaskyldunnar í krafti ályktunar stjórnar LÍ gegn tilvísanaskyldunni, sam- kvæmt áður mótaðri stefnu læknasamtakanna og í samræmi við skoðanir meginþorra lækna- stéttarinnar, þar á meðal margra heilsugæslulækna. Það var skylda formannsins að standa vörð um meirihlutaskoð- un félagsmanna í allsherjarað- för ráðuneytismanna að lögleg- um réttindum sjúklinga, rétt- indum lækna og starfsum- hverfi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.