Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1997, Side 30

Læknablaðið - 15.02.1997, Side 30
102 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Bréf til ritstjórnar í tilefni greinarinnar Skurðaðgerdir vegna meðfœddra hjartagalla hjá íslendingum fœddum 1969-1993 (Læknablaðið 1996; 82:761-5). Virðulega ritstjórn! Ég las með áhuga grein um „Skurðaðgerðir vegna meðfæddra hjartagalla hjá íslendingum fæddum 1969-1993“, sem birtist í nóvember- hefti Læknablaðsins 1996 (11. tbl.) Höfundar eru: Guðrún Inga Benediktsdóttir, Hróðmar Helgason og Árni Kristinsson. Ég verð því miður að gera eina athugasemd við það sem þar kemur fram. í greininni er staðhæft að á tímabilinu 1969-1973 hafi einung- is verið gerð ein aðgerð á íslandi vegna opinnar fósturæðar (Duct.art.persist.) En orðrétt segir í grein Guðrúnar og fleiri á bls. 763 kafli 3. Aðgerðarlönd: „Á fyrsta fimm ára tímabilinu var ein aðgerð framkvœmd hér á landi". Þetta stangast á við fyrri kannanir og vísa ég þá til greinar sem birtist í Læknablaðinu, 3.-4. tbl. mars-apríl 1976, undir fyrirsögninni „Ductus Arteriosus Persistens“ eftir Björn heit- inn Júlíusson og fleiri en þar kemur fram að frá 1969 til 1972 að báðum árum meðtöldum voru gerðar 11 slíkar aðgerðir á Landspítalanum. Nú er rétt að benda á að aldur þeirra sjúk- linga, sem talin eru börn er ekki sá sami í greinunum. í grein Guðrúnar og fleiri er hann eins dags til 19 ára, en í grein Björns og fleiri er hann 11 mánaða til 24 ára. Það er ekki vísað til greinar Björns og fleiri í heimildaskrá, og birtist hún þó í sama blaði, að vísu fyrir 20 árum. Grein Björns virðist því hafa farið framhjá höfundum og einnig þeim trúnaðarmanni, sem ritstjórnin væntanlega fól að fara yfir grein Guðrúnar og fleiri og gera athugasemdir. Ég hef bent þeim Árna Kristinssyni og Hróðmari Helgasyni á þetta í bréfi dagsettu 14. nóvember síðastliðinn en ekki Guðrúnu Ingu Benedikts- dóttur þar sem ég veit ekki hvar hana er að finna. Ef ritstjórnin sér ástæðu til, væri rétt að kanna þetta nánar og ef til vill færa á réttari veg því annars verður staðhæfingin í þessari grein í Læknablaðinu 1996 um að við höfum einungis gert eina aðgerð vegna opinnar fósturæðar á Landspítalanum 1969 til 1973 heimild um ókomin ár. Grein Björns og félaga frá 1976 verður þá væntanlega dæmd dauð og ómerk. Með vinsemd og virðingu Grétar Ólafsson yfirlæknir hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans Svar við bréfi Ég sé í fyrsta lagi ástæðu til að benda Grétari á titil greinar okkar Guðrúnar og Árna: Skurðaðgerðir vegna meðfæddra hjarta- galla hjá íslendingum fœddum 1969-1993 (let- urbreyting mín). Grétar virðist misskilja hver efniviðurinn í okkar rannsókn er. Við vorum ekki að taka saman yfirlit yfir þær aðgerðir sem gerðar voru á landinu eða á Landspítalanum á þessum tíma heldur þær aðgerðir sem gerðar voru á sjúk- lingum sem fæddir eru á árunum 1969-1993 eins og reyndar kemur fram í titli greinar okk- ar. Af grein þeirra Björns og Grétars kemur fram að 11 ductus aðgerðir hafi verið gerðar á landinu á árunum 1969-1972. Ég efast ekki um að það sé rétt þótt trúlega hafi þar verið um að ræða sjúklinga sem fæddir eru utan þess árabils sem titill greinarinnar segir til um. Björn og félagar segja hvergi í sinni grein á hvaða árum sjúklingarnir eru fæddir sem gengust undir að- gerðirnar. Fjórtán af 24 sjúklingum í þeirra rannsókn voru sjúklingar fimm ára og eldri og hefðu þess vegna ekki þurft að koma inn í okkar uppgjör en um þetta atriði er ekki hægt að dæma, þar sem fæðingarár kemur hvergi fram í greininni. Þess vegna völdum við þann kost að vitna ekki í greinina. Við teljum að niðurstöður beggja greinanna standist fylli- lega. Þannig er algjör óþarfi að halda því fram að grein Björns og félaga væri dauð og ómerk. Það er einfaldlega verið að gera upp aðra hluti. Ég vona að þetta svari athugasemdum Grét- ars í þessu efni. Með bestu kveðju Hróðmar Helgason læknir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.