Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1997, Síða 37

Læknablaðið - 15.02.1997, Síða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 109 Holsjárröntgenmyndun af gallkerfi og brisgangi Yfirlit rannsókna og aðgerða á Landspítalanum í 10 ár Bergur Stefánsson1’, Ásbjörn Jónsson2’, Pétur Hannesson21, Hallgrímur Guðjónsson1’, Einar Oddsson11 Stefánsson B, Jónsson A, Hannesson P, Guðjónsson H, Oddsson E Endoscopic retrograde cholangio- pancreatography. An overview of procedures at the Natinal University Hospital in Reykjavík 1983-1992 Læknablaðið 1997; 83: 109-15 Introduction: In this retrospective study we analysed all ERCP procedures performed at the National University Hospital in Reykjavík, Iceland, for the period 1983-1992. Material: A total of 644 procedures were performed on 477 patients. Results: The main indication for a diagnostic ERCP was suspected choledocholithiasis in 58.8% of cases. Cannulation of the papilla of Vater was successfully achived in 94% of patients and in 82% the desired duct was visualised. Juxtapapillary diverticula were found in 14.5% of patients. The success at cannula- tion was significally less in that group. Choledocho- lithiasis was found in 19.4% more often in the pa- tients with diverticula, 29.5 vs. 18.8%. The number of therapeutic interventions was 158 performed on 84 patients (24.5% of all ERCP). The most common procedure was sphincterotomy, performed in 84% of cases. Stone extraction was successfully achived in 58% of all attempts. The overall complications rate was 7%, most frequently acute pancreatitis (4.7%) followed by cholangitis (1.9%) and bleeding (0.3%). The complications were mild in the major- ity of cases but serious ones did occur and were fatal in three (0.5%) patients related to severe pancreat- itis. Conclusion: The results of this retrospective study in Iceland are comparable to what others have report- ed previously. Frá 1,lyflækningadeild og 2,röntgendeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Einar Oddsson, lyflækningadeild Landspítalans. Ágrip Inngangur: í þessari rannsókn voru kannað- ar niðurstöður allra holsjárröntgenmynda af gallvegum og brisgangi (endoscopic retrograde cholangio- pancreatography, ERCP) sem framkvæmdar voru á Landspítalanum á árun- um 1983-1992. Efniviður: Framkvæmdar voru 644 rann- sóknir á 477 sjúklingum. Niðurstöður: Algengasta tilefnið var grein- ing og meðferð steina í gallpípu (ductus chol- edochus) eða í 55,9% tilfella. Þræðing á hring- vöðva í skeifugarnartotu (papilla Vateri) tókst í 93,5% tilrauna. í 82% tilfella tókst rannsókn- in fullkomlega, það er fylla tókst það ganga- kerfi sem sóst var eftir. Poki við skeifugarnar- totuna (juxtapapillary diverticulum) fannst hjá 14,5% sjúklinga og tókst þræðing síður hjá þeim. Steinar í gallgangi sáust í 19,4% rann- sókna gerðra í greiningarskyni og oftar hjá þeim er höfðu skeifugarnarpoka. I 24,5% rannsókna voru framkvæmdar aðgerðir, eða 158 aðgerðir á 84 sjúklingum. Oftast var fram- kvæmdur hringvöðvaskurður (papillotomia) eða í 84,2% aðgerða. Steinúrdráttur úr gall- gangi tókst með vissu í 66,2% aðgerða. Auka- verkanir komu fyrir í 7% allra rannsókna og var brisbólga algengust (4,7%). Langflestar aukaverkanir voru vægar, en sex sjúklingar (1%) veiktust alvarlega, í öllum tilfellum var um svæsna brisbólgu að ræða og má rekja dauða þriggja þeirra beint eða óbeint til rann- sóknarinnar. Ályktanir: Árangur holsjárröntgenmynda af gallvegum ög brisgangi á Landspítalanum 1983-1992 er sambærilegur við niðurstöður rannsókna annarra, bæði hvað varðar tækni-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.