Læknablaðið - 15.02.1997, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
123
fðorðasafn lækna 86
Augnlok, augnalok
í síðasta pistli voru tilgreind-
ar orðmyndirnar augnlok og
augnalok og er undirrituðum
ekki kunnugt um það hvor er
eldri. Víst er að Orðanefnd
lækna valdi á sínum tíma þá
fyrri, augnlok, til skráningar í
íðorðasafnið, þrátt fyrir að í ís-
lenskum líffæraheitum Jóns
Steffensen frá 1956 hafi sú síðari
orðið fyrir valinu. Hvorug er
meðal uppflettiorða í Orðasifja-
bókinni, en ef betur er að gáð
finnast þar þó báðar, augnlok í
skýringum við hvarmur og
augnalok í skýringum við brá.
Þetta skemmtilega ósamræmi
bendir til þess að þessar orð-
myndir séu jafngildar, þó að
hugsanlega sé ekki nema önnur
upprunaleg. Islensk orðabók
Máls og menningar birtir ein-
ungis augnalok: brá, húðfelling
sem liryggdýr geta dregið fyrir
augað því til hlífðar.
Hvarmur, brá
Haraldur Sigurðsson, augn-
læknir, kom fram með þá hug-
mynd að augnlok skyldi nefnast
brá. Benti hann á hagræðið af
þessu stutta og lipra heiti þegar
um samsetningar væri að ræða,
svo sem útbrá, ectropion, og
innbrá, entropion. Orðanefnd-
in bar þó ekki gæfu til að sam-
sinna þessu. Það byggðist á
þeirri ákvörðun að augnhárin,
cilia, skyldu heita brár. Latn-
eska heitið cilium var upphaf-
lega ýmist notað um augnlok
eða augnhár, en er nú eingöngu
notað um augnhár eða um löng
bifhár tiltekinna frumna.
I Orðsifjabókinni má finna
heitið brá og skýringarnar:
augnhár, augnalok, yfirbragð;
brák á vatni eða vökva. Orða-
bók Máls og menningar tekur í
sama streng: augnhár; augna-
lok; yfirbragð; auga. í íslensk-
danskri orðabók Sigfúsar
Blöndal frá 1924 er einnig að
finna skýringar þess eðlis að brá
hafi ýmist verið notað um augn-
hár eða augnlok. Orðsifjabókin
rekur upprunann til germönsku
orðstofnanna breh- og breg-,
sem táknuðu bœði blik og
snögga hreyfingu. Vafalítið vís-
ar heitið brá því til hraðra hreyf-
inga augnlokanna.
Heitið hvarmur finnst í Orð-
sifjabókinni með skýringunum:
augnlok, brúnir eða barmar á
umgjörð augans, húðin um-
hverfis augun. Og í Orðabók
Máls og menningar með líkum
skýringum: augnalok; húð-
barmarnir umhverfis augun,
svœðið kringum augun. Upp-
runi orðsins er óviss. Þó vafa-
samt sé ætíð að treysta barns-
minni, þá þykist undirritaður
muna það rétt að í hans um-
hverfi hafi heitið hvarmar frem-
ur verið notað um brúnir augn-
lokanna en um augnlokin í
heild. Hitt er svo annað mál að
kröfur orðanefnda um ná-
kvæmni í notkun fræðilegra
heita mega ekki svipta okkur
ánægjunni af blæbrigðum hins
daglega máls eða auðgi hins
skáldlega. Haukur Morthens
söng um „brúnaljósin brúnu“ og
hjá Agli Skallagrímssyni hétu
augun „hvarma stjörnur",
augnhárin „hvarmaskógur" og
augnlokin „hvarma skildir".
Meira um augnorð
Slímhúð augnanna, tunica
conjunctiva, hefur nú fengið
heitið tára sem aðalheiti, en má
einnig nefnast augnslímhúð eða
augnslíma. Conjunctivitis verð-
ur þá tárubólga eða augnslímu-
bólga og glandulae conjunctiva-
les verða tárukirtlar. Bilið eða
rifan milli augnlokanna, rima
palpebrarum, heitir nú hvarma-
rifa, þó í daglegu máli sé gjarn-
an talað um augnrifu, en hét
augnlokaglufa eða hvarmagátt í
líffæraheitum Jóns Steffensen.
Hið formlega samheiti á þeim
líffærum sem tengjast augun-
um, organa oculi accessoria, er
aukalíffæri auga, og þar hefur
latínan ráðið of miklu. Auka-
líffæri er stirðlegt heiti, ekki
gagnsætt og getur jafnvel valdið
misskilningi, þeim að líffærum
sé ofaukið, svo sem aukafingri
og aukatá. Misskilnings mundi
tæpast gæta þó rætt væri um
augnlíffæri eða jafnvel augn-
færi.
Meira um stent
í síðasta pistli var rætt um út-
búnað sem viðheldur opi eða
holi sem ekki má lokast. Undir-
ritaður setti fram þá skoðun að
heitin: ræsi, rör, lögn og hólkur
kæmu öll til greina sem almenn
heiti. Árni Kristinsson hafði
síðan samband og sagði hjarta-
lækna á Landspítala hafa tekið
upp heitið stoðnet. Á það við
um útbúnað sem þeir koma fyrir
í æðum, hólk, sem þeir þenja út
með loftbelg, til að fóðra holið
sem ekki lokast má. Við þensl-
una tognar á veggjum hólksins
og hann verður eins og örsmátt
fiskinet.
Jóhann Heiðar Jóhannsson
(netfang: johannhj@rsp.is)