Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1997, Side 2

Læknablaðið - 15.03.1997, Side 2
Eiginlcikar: Lyfið er afbrigði af prednisólóni (sykursteri). U.þ.b. 20-40% af gefnum skammti kemst til lungna eftir innöndun. Af því magni, sem kyngt er, verður u.þ.b. 90% óvirkt eftir fyrstu umferð um lifur. Lyfið hefur því litlar almennar steraverkanir. Hámarksþéttni í plasma eftir innöndun á 1 mg af búdesóníði er u.þ.b. 3,5nmól/l og næst eftir um 20 mínútur. Ábendingar: Asthma bronchiale. Frábcndingan Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefni lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf: Forðast ber að gefa lyfið meðan á meðgöngu stendur nema brýna nauðsyn bcri til. í dýrum á meðgöngu hefur gjöf á búdesóníði valdið fósturgöllum. Óvíst er hvort það sama á við um menn. Ef ekki er hægt að komast hjá gjöf sykurstera á meðgöngu, er mælt með notkun innúðalyfs vegna lítilla almennra áhrifa þess miðað við sykurstera til inntöku. Engar upplýsingar liggja fýrír um dreifingu búdesóníðs í brjóstamjólk. Aukaverkanir: Þruskusýkingar í munni og koki. Við skammta stærri en 1600 míkróg er aukin hætta á almennum steraverkunum. Til að draga úr hættu á þruskusýkingum og almennum steraverkunum er ráðlagt að skola lyfið vel með vatni úr munni og koki strax eftir notkun. Hæsi getur komið fýrir. Húðbreytingar (urticaria, kláði, útbrot) hafa í einstaka tilvikum sést í tengslum við sterameðferð til innúðunar. Geðræn einkenni t.d. taugaveiklun, órói og þunglyndi hafa komiö fram við notkun á búdesóníði sem og öðrum sykursterum. Lyfið getur í einstaka tilvikum valdið berkjukrampa; verkunarmáti er óþekktur. Varúð: Varúð þegar sjúklingar með lungnaberkla og sveppa- og veirusýkingar í öndunarvegi eru meðhöndlaðar. Gæta þarf varúðar, þegar lyfið er notað til að venja sjúkling, sem er orðinn háður barksterum til inntöku, af slíkum lyfjum. Þá hafa nýrnahettur rýrnað og tekur langan tíma fyrir þær að ná upp fyrri starfsemi. Þessir sjúklingar þurfa að vera í tiltölulega góðu ástandi og óráðlegt er aö byrja að minnka steraskammta til inntöku fyrr en lyfið hefur verið gefið að minnsta kosti í 10 daga. Venjulega tekur nokkra mánuði að losa sjúklinginn við stera, sem teknir eru inn, og við skyndilega versnun er nauðsynlegt að gefa stutta sterakúra. Algengt er að þessir sjúklingar kvarti um þreytu, höfuðverk, vöðva- og liðverki í nokkrar vikur eftir að gjöf til inntöku hefur verið hætt. Skammtastærðir handa fullorðnum: í byrjun meðferðar á astma eða þegar verið er að reyna að ná astmasjúklingi af harksterum gefnum til inntöku, er skammtur 200-1.600 míkróg á sótahríng, skipt í 2-4 skammta. Viðhaldsskammtur er einstaklingsbundinn og reynt að finna þann skammt, sem hcldur einkennum alveg niðri. Oftast er þó nóg að gefa lyfið kvölds og morgna, en ef dagsskammtur er lágur (200-400míkrc')g) er mögulegt að gefa lyfið einu sinni á sólarhring. Ef astmi versnar má auka skammtatíðnina. Nokkrar vikur geta liðið þar til full verkun næst. Sé mikil slímsöfnun í berkjum kann að vera, að lyfið nái ekki til berkjuslímhúðar og er þá ráðlagt að gefa sterakúr til inntöku í stuttan tíma (ca. 2 vikur) samhliða notkun lyfsins. Athugið: Þar sem nýting búdesóníðs er betri með Turbuhaler-úðatæki en með þrýstingsinnúða, kann að vera unnt að lækka skammta, þegar skipt er um lyfjaform. Skammtastærðir handa bömum: Böm 6-12 ára: 200-800 míkróg daglega, skipt í 2-4 skammta. Lyfið er ekki ætlað Iximum yngri en 6 ára. Athugið: Lyfið úr Pulmicort Turbuhaler lx;rst til lungna, þegar sjúklingurinn andar að sér og þess vegna er mikilvægt að lciöbeina sjúklingnum að anda kröftuglcga og djúpt að sér í gegnum munnstykkið. Þegar Pulmicort Turliuhaler er gefið ungum bömum er nauðsynlegt að fullvíst sé, að þau geti fylgt leiðbeiningum um notkun. Þar sem lítiö magn af lyfinu er gefið í hverjum skammti, er mögulegt að sjúklingur finni hvorki bragð né verði á annan hátt var við lyfið við gjöf. Þessi sjálfvirki úðaskammtari tryggir, að skammtur losni á réttum tíma við innöndun og er því sérstaklega hentugur fyrir aldraða og böm, sem ella eiga erfitt með að samncma inncindun við úðun. Pakkningar og vcrð Oa*>úar 1997): Innúðaduft 100 míkróg/úðaskammt: 200 skammta úðastaukur - 5798 kr. (hluti sjúklings 1500 kr.), Innúðaduft 200 míkróg/úðaskammt: 200 skámmta úðastaukur - 8590 kr. (hluti sjúklings 1500 kr.), Innúðaduft 400 míkróg/úðaskammt: 50 skammta úðastaukur (sjúkrahússpakkning) - 4043 kr.; 200 skammta úðastaukur - 13612 kr. (hluti sjúklings 1500 kr.). Hverri pakkningu lyfsins skal fylgja leiðarvísir á íslcnsku mcð lciðbciningum um notkun úðatækisins og varnaðarorð. Grciðslufyrirkomulag B. Umboðsaöili á íslandi: Pharmaco h.f. tétta/' ASTIt A ■■■■ Astra Island ■■HHk

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.