Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1997, Side 11

Læknablaðið - 15.03.1997, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 151 Svör við spurningum um svefnþörf voru svipuð hjá báðum hópunum, 62% töldu meðal- svefnþörf á hverri nóttu sjö til átta tíma, 13% meira en átta tíma. Spurt var hve margar nætur einstaklingur geti verið án svefns áður en það verði hættulegt andlegu eða líkamlegu heil- brigði, þriðjungur tók ekki afstöðu, 12% töldu einstakling ekki þola svefnlausa nótt og 18% aðeins eina svefnlausa nótt. Umræða Notkun róandi lyfja: Flestir eiga við langvar- andi vandamál að stríða áður en gripið er til róandi lyfja og um helmingur notar lyfin síðan tilfallandi. Hver kannast ekki við sjúkling sem vill eiga lyf ef á þarf að halda. Notkunin virðist ekki mikil og er það í samræmi við aðrar rann- sóknir um notkun róandi lyfja í heilsugæslu (9). Eðlileg notkun róandi lyfja er óljós og fer eftir um hvaða hóp er að ræða. í þessari rann- sókn reyndist fimmti hver (17 einstaklingar) taka lyfin tvisvar til þrisvar á dag og telja höf- undar það ekki mikið. Niðurstöður þess hluta rannsóknarinnar sem fjallaði um stórnotendur róandi lyfja og svefnlyfja eru einnig á sömu lund en þar kom í ljós að 20% notenda tók 80% lyfjanna (8). Athyglisvert er að tæpur helmingur hefur ekki reynt að hætta notkun lyfjanna Þetta bendir til að fyrsti lyfseðillinn sé oft ávísun á langtímanotkun. Áríðandi er því fyrir lækna að gefa góð ráð og skrifa fyrsta lyfseðil á róandi lyf 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% Avoid drinking cotfee tea/coca cola in the evening Take a warm bath before going to bed Drink warm milk & cocoa before going to bed Take an evening walk Do physical exercise or training Drink alcohol (beer, sherry or similar) before going go bed Relax Read Fig. 3. Household remedies used against insomnia, percenta- ges of “yes" answers. (More than one answer could be chos- en.) að vel athuguðu máli. Meirihluti reynist taka róandi lyf eingöngu að kvöldi og þá sem svefn- lyf. Við undirbúning rannsóknarinnar kom einnig fram að læknar ávísuðu róandi lyfjum til að auðvelda svefn. Þetta kemur nokkuð á óvart og skýring er ekki augljós. Telja læknar minni ávanahættu af róandi lyfjum? Þessi notk- un róandi lyfja sem svefnlyfja hefur áhrif á niðurstöðurnar þannig að skipting milli lyfja- flokkanna verður ekki glögg. Notkun svefnlyfja: Notkun svefnlyfja reynist nokkuð ólík notkun róandi lyfja. Langtíma- notkun svefnlyfja er algengari en langtíma- notkun róandi lyfja. Fyrsti lyfseðillinn á svefn- lyf skiptir greinilega miklu máli eins og með róandi lyf en athyglisvert er að fjórðungur þátt- takenda byrjaði að taka svefnlyf eftir svefn- vandamál skemur en einn mánuð. Sambærileg sænsk rannsókn (7) sýnir nokk- uð aðra notkun svefnlyfja. í þeirri rannsókn var hópurinn eldri og munur á svörum að nokkru í samræmi við það. í sænsku rannsókn- inni voru fleiri langtímanotendur og meira um reglubundna notkun. Húsráð voru meira reynd af Svíum. íslendingar hefja notkun svefnlyfja eftir svefnerfiðleika í styttri tíma en Svíar, en á móti kemur að Svíar taka lyfin frekar án þess að reyna að sofna þegar þeir eru byrjaðir að taka svefnlyf á annað borð. Athyglisvert er að skoða svör þátttakenda með tilliti til hvaða afstaða eykur svefnlyfja- notkun og einnig hvernig læknar geta gripið inn í með fræðslu og upplýsingum. Hluti þátt- takenda kveðst alls ekki geta sofnað án lyfja. Sú spurning hlýtur að vakna hvort hér sé um að ræða svefnleysi fyrir áhrif svefnlyfjanotkunar (rebound insomnia), sem notendum er ekki kunngt um. Margir sem taka svefnlyf eru hætt- ir að reyna að sofna án þeirra og fimmti hver þátttakandi gerir ráð fyrir daglegri notkun svefnlyfja næsta árið. Eru læknar búnir að ræða svefnlyfjanotkun og samþykkja til fram- búðar eða er endurnýjun lyfseðla orðin sjálf- virk? Endurnýjun ávísana á þessi lyf í síma gefur læknum líklega minni tíma til að endur- skoða notkunina og ræða við sjúklinginn eins og ákjósanlegt væri. Þekking: Áhrif lækna eru mikil á töku róandi lyfja og svefnlyfja. Flestir byrja notkun lyfjanna eftir lyfseðil frá lækni og læknar eru helsta uppspretta upplýsinga um lyfin og verk- un þeirra. Svör við spurningum um ávanabind- ingu lyfjanna og áhrif svefnlyfja daginn eftir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.