Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Síða 12

Læknablaðið - 15.03.1997, Síða 12
152 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 benda til að betur megi fræða sjúklinga. Vert er að staldra við tölur um fyrstu notkun lyfja á sjúkrahúsi (15-20%). Hvernig eru venjur eða reglur um notkun svefnlyfja hér á sjúkrahús- um? Þarf fyrirmæli frá lækni eða geta hjúkrun- arfræðingar deilt út svefnlyfjum? Rannsókn frá Ástralíu (10) sýnir að með fræðslu til starfs- fólks og sjúklinga má verulega minnka líkur á að fyrsta notkun svefnlyfja á sjúkrahúsi leiði til langtímanotkunar. Hér þarf þó að sjálfsögðu að taka tillit til hvers sjúklings fyrir sig, alvar- leika sjúkdómsins og annarra aðstæðna. Sektarkennd og slærn samviska vegna notk- unar róandi lyfja og svefnlyfja er ekki algeng, kemur það nokkuð á óvart vegna umræðu í fjölmiðlum um skaðsemi róandi lyfja og svefn- lyfja. Svefnþörf: Kunnátta um svefn og svefnþörf virðist góð. Það ýtir væntanlega undir svefn- lyfjanotkun að 30% telja manninn aðeins þola eina svefnlausa nótt eða alls ekki þola svefn- leysi áður en það verður skaðlegt. Húsráð: Húsráð eru reynd í stað lyfja en í mismunandi mæli. Vel þekkt er að forðast koffíndrykki (kaffi, te eða kók) á kvöldin. Áfengisnotkun fyrir svefn er lítil samkvæmt rannsókninni, áfengi er aðeins meira notað í stað róandi lyfja. Til slökunar er margt reynt. Leitað er til vina og kunningja, það er gamalt ráð og þekkt frá fornu fari samanber Hávamál „Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir ...“ Margt annað er reynt til slökunar og virðast lítil takmörk fyrir hugmyndaauðgi fólks en lítið er getið um árangur. Hér geta læknar án efa frætt betur um ýmis svefnbætandi og slakandi ráð. Svíar eru mun duglegri við húsráðin, nær allir nota húsráð. Eitt vinsælasta sænska hús- ráðið er notkun hálfrar parasetamóltöflu eða hálfrar magnýltöflu fyrir svefn en þetta húsráð virðist óþekkt á íslandi (7). Rannsóknin gefur gagnlegar upplýsingar um notkun svefnlyfja og róandi lyfja. Dagleg notk- un lyfjanna er algeng og er reglubundin notkun svefnlyfja algengari en róandi lyfja. Rannsókn- in var framkvæmd í læknishéraði úti á landi þar sem nær allir leita til heilsugæslulækna um þjónustu og lyf. í Reykjavík þar sem notkun lyfjanna er meiri (5,6) og fleiri læknar skrifa lyfseðla er mögulegt að svörin yrðu önnur. Niðurstöður þessar gefa til kynna að leggja megi meiri áherslu á að fræða sjúklinga al- mennt um þau lyf sem þeir eru að taka, sér- staklega þó þau lyf sem þeir muni hugsanlega taka um langan tíma. Einnig er líklegt að aukin áhersla á einföld húsráð eða sjálfumönnun geti komið í stað lyfja. Ávísun á lyf er ákvörðun tveggja; læknis og sjúklings. Niðurstöður þessarar rannsóknar eiga að geta aðstoðað lækna við að veita þeim sem leita eftir róandi lyfjum eða svefnlyfjum sem besta þjónustu. Hvort það felur í sér að skrifa lyfseðil eða ekki skal ósagt látið. HEIMILDIR 1. Sigfússon E. Magnússon E. Notkun lyfja 1989-1993. Reykjavík: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 1993: 17-8. 2. Nordiska Lakemedelsnámnden. Nordic statistics on Medicines 1990-1992. Stockholm: Nordiska Lakeme- delsnámnden, 1993; 34: 75-81. 3. Matalon A, Yinnon AM, Hurwitz A. Chronic use of hypnotics in a family practice- patients’ reluctance to stop treatmement. Family Practice 1990; 7: 258-60. 4. Holm M. Intervention against long-term use of hyp- notics/sedatives in general practice. Scand J Prim Health Care 1990; 8: 113-7. 5. Sigurðsson EL, Magnússon G, Sigurðsson JÁ. Ávísanir á lyf III. Könnun á ávísanavenjum lækna á Suðurnesjum og í Hafnarfirði á róandi lyf og svefnlyf, 1.-15. apríl 1986. Læknablaðið 1989; 75: 173-8. 6. Zoega T, Björnsson J, Helgason T. Samanburður á geð- lyfjaávísunum utan sjúkrahúsa í Reykjavík í mars 1989 og mars 1984. Læknablaðið 1992; 89: 23-31. 7. Magnúsdóttir SD, Ribacke M. Patients’ knowledge and attitudes regarding sleep and hypnotics. Scand J Prim Health Care 1996; 14: 106-10. 8. Karlsson G, Sigurðsson JÁ, Þórarinsson S, Stefánsson G, Sverrisson G, Magnúsdóttir SD. Notkun róandi lyfja og svefnlyfja. Klínisk faraldsfræðileg rannsókn á notkun róandi lyfja og svefnlyfja í Egilsstaðalæknishéraði 1986j- 1993. Reykjavík: Heimilislæknisfræði, læknadeild HÍ, 1994: 1-52. 9. Tellnes G, Björndal A, Fugelli P. Psychotropic drug prescribing in general practice. Scand J Prim Health Care 1986; 4: 137-41. 10. Carey DL, O Day R, Cairns DR, Pearce GA, Wodak AD, Lauchlan RL. An attempt to influence hypnotic and sedative drug use. Med J Aust 1992; 156: 389-96.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.