Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 16
154 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Fig. 1A. Case 1. Complex partial status epilepticus. Fig- 1B. Case 1. EEG normalizes after the patient is given IV diazepam. The EEG montages in all the illustrations show left hemis- phere tracings in the top half and right hemisphere tracings in the lower half, starting with left “temporal” leads in the first four channels, followed by left “parasagittal”, right “para- sagittal" and right “temporal” leads in that order. Lýst er þremur fullorðnum einstaklingum sem greindust nýlega hér á landi, en tilgangur greinarinnar er að minna lækna á tilvist þessar- ar sjúkdómsmyndar. Sjúkratilfelli Sjúklingur 1: Áttatíu og þriggja ára gömul kona er lögð inn á sjúkrahús vegna skertrar meðvitundar sem staðið hefur samfleytt í nokkrar klukkustundir. Við komu er sjúkling- ur fjarrænn, svarar með einsatkvæðisorðum en fylgir lítið og illa fyrirmælum. Sjúklingur er ekki hnakkastífur. Engin merki finnast um lamanir við skoðun, sem er eðlileg. Sjúklingur hefur verið hraustur og býr með eiginmanni sínum en minni hefur heldur hrakað vikurnar á undan. Sjúklingur hefur enga fyrri sögu um flogaveiki en fjölskyldan upplýsir að vikurnar fyrir innlögn hafi konan fengið nokkur köst þar sem hún verður fjarræn og sljó á eftir. Tölvu- sneiðmynd sýnir drep í caput nuclei caudati vinstra megin. Vegna gruns um flog er sjúk- lingi gefið díazepam í bláæð og vakir hann þá í tvær til þrjár klukkustundir en sofnar síðan og að morgni næsta dags er sjúklingur aftur orð- inn fjarrænn. Heilarit er tekið þann dag og sýnir stanslausa flogavirkni yfir höfði beggja vegna (mynd 1A), á meðan er sjúklingur vak- andi, með opin augun en fjarrænn og fylgir ekki fyrirmælum. Sjúklingi eru gefin 2,5 mg af díazepam í bláæð og vaknar þá þegar, er vel áttaður og biður um vatn að drekka. Heilarit reynist þá eðlilegt (mynd 1B). Fáum mínútum síðar hefur meðvitund skerst aftur. Einkenni og heilarit eru dæmigerð fyrir complex partial (temporal lobe) status epilept- icus. Sjúklingur 2: Sextugur karlmaður með sögu um flogaveiki frá þriggja ára aldri. Sjúklingur býr einn og vitað er að hann fær lítil og stór flog, sem öll standa tiltölulega stutt, en sjúk- lingur missir alltaf meðvitund í flogunum og lýsing er ekki tiltæk að öðru leyti. Sjúklingur kom í heilaritarannsókn, en meðan á rann- sókninni stóð missti hann skyndilega og óvænt meðvitund. Höfuðið féll niður á bringu og sjúklingur fylgdi ekki fyrirmælum. Heilarit sýndi stöðuga 3 Hz broddbylgjuvirkni (genera- lized spike wave activity) yfir öllu höfði, og stóð hún í 22 mínútur (mynd 2A), en hætti síðan sjálfkrafa og sjúklingur komst strax til fullrar og eðlilegrar meðvitundar og heilarit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.