Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Síða 21

Læknablaðið - 15.03.1997, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 157 Þrásetin klórkolefnissambönd í íslenskri móðurmjólk Kristín Ólafsdóttir, Hildur Atladóttir, Þorkell Jóhannesson Ólafsdóttir K, Atladóttir H, Jóhannesson I> Persistent organochlorines in Icelandic breast milk Læknablaðið 1997; 83: 157-61 Persistent organochlorines are passed from a moth- er to her offspring and can affect his or her growth and development. The levels of persistent organo- chlorines in breast milk from 22 Icelandic women (18 primiparae and four bisparae) were investigated during the summer of 1993. The samples were col- lected at the Maternity Department of Landspítal- inn, the University Hospital in Reykjavík. Dichloro- diphenyl-dichlorethene (DDE), hexachloroben- zene (HCB) and polychlorinated biphenyls (PCBs), were found in all samples but not hexachlorocyclo- hexane (HCH). No statistical difference was found between primi- and bisparae mothers. The levels found were similar to what has been reported for breast milk in neighbouring countries in recent years and lower than was found in France, Germany, Italy and among Inuits of arctic Canada but higher than was found in mothers from South-Canada and Great Britain. The levels, however, were well below esti- mated risk levels for infants. Keywords: organochlorines, breastmilk, PCB, DDT, HCB. Frá Rannsóknastofu í lyfjafræði, Háskóla Islands. Fyrir- spurnir, bréfaskipti: Kristín Ólafsdóttir, Rannsóknastofu í lyfjafræði, Háskóla íslands, Ármúla 30,108 Reykjavík. Lykilorð: klórkolefnissambönd, móðurmjólk, PCB, DDT, HCB. Ágrip Þrásetin (persistent) klórkolefnissambönd berast frá móður til afkvæmis og geta haft áhrif á vöxt þess og þroska. Rannsakað var magn ýmissa klórkolefnissambanda í 22 sýnum af móðurmjólk (18 frumbyrjur og fjórar tvíbyrj- ur), sem safnað var á fæðingadeild Landspítal- ans í júni og júlí 1993. í sýnunum var nokkurt magn af díklór-dífenýl-díklóreten (DDE), hexaklórbensen (HCB) og pólíklórbífenýlsam- böndum (PCB), en ekkert hexaklórsýklóhex- an (HCH). Ekki var marktækur munur á magni þessara efna í mjólk frum- eða tvíbyrja. Magn efnanna var svipað og fundist hefur í móðurmjólk í nálægum löndum síðustu ár og minna en í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og meðal Inúíta í N-Kanada, en meira en í S- Kanada eða Bretlandi. Magn efnanna var talið vera langt undir hugsanlegum hættumörkum fyrir ungbörn. Inngangur Lengi hefur mönnum verið ljóst að mengun af völdum ýmissa þrásetinna (persistent) klór- kolefnissambanda er meðal alvarlegustu um- hverfisvandamála jarðarbúa. Efni þessi skipta hundruðum, en eru flest skyld að gerð. Þekktust þessara mengunarefna eru ýmis varnarefni eins og díklór-dífenýl-tríklóretan (DDT) og umbrotsefni þess (díklór-dífenýl- díklóreten (DDE) og díklór-dífenýl-díklóretan (DDD)), hexaklórsýklóhexan (HCH) og hexaklórbensen (HCB). Efni af skyldum upp- runa eru pólíklórbífenýlsambönd (PCB efni). Þau voru framleidd sem flókin blanda um 50- 60 afleiða (congeners) undir sérheitinu Aro-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.