Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1997, Side 22

Læknablaðið - 15.03.1997, Side 22
158 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 clor eða Clophen og voru aðallega notuð til einangrunar í stór rafkerfi. Klórkolefnissambönd þessi eru flest afar fituleysin og stöðug bæði í umhverfinu og í lífverum. Þau safnast því fyrir í fituvef dýra, og geta náð háum styrk efst í fæðukeðjunni. Þau valda yfirleitt ekki bráðri eitrun, en vegna hins langa viðverutíma í líkama dýra er talið, að þeim geti fylgt síðkomin eituráhrif eins og krabbameinsmyndun (1). Þekktast þessara efna er DDT (klófenótan) og áhrif þess á þykkt skurnar í ránfuglseggjum varð þess valdandi að athygli manna beindist fyrst að skaðsemi klór- kolefnissambanda í náttúrunni (2). í mönnum geta PCB sambönd valdið alvarlegu klórexemi og lifrarskaða og er líklegt að sum efnanna séu krabbameinsvaldandi og er talið að um krabbameinshvetjandi áhrif sé að ræða (3-5). Þá hefur minni fæðingarþyngd og óeðlilegur þroski nýbura verið rakinn til PCB efna (6). Dýratilraunir hafa einnig sýnt að PCB efni hamla ónæmissvörun og frjósemi, sem rakið er til áhrifa efnanna á estrógenviðtaka frumna (7). Skaðlegust eru talin PCB efni sem geta verið flöt að lögun (coplanar), það er hafa ekkert, eitt eða tvö klóratóm í ortóstöðum bíf- enýlhringjanna (8). Bent er á að efni þessi eru ísóstereómerar 2,3,7,8-tetraklórdíbensó-p- díoxíns, sem er einn magnaðasti krabbameins- valdur sem borist hefur í náttúruna af manna- völdum (9). Lítið hefur verið notað af varnarefnum hér miðað við víða annars staðar, en y-HCH (lind- an) var þó talsvert notað við böðun á sauðfé fram á síðustu ár. Ljóst er hins vegar að víða hafa klórkolefnissambönd fundist langt frá notkunarstað meðal annars á heimsskauta- svæðunum (10,11) og virðast efnin því berast langar leiðir með lofti og legi. Nokkrar rann- sóknir fóru fram í Rannsóknastofu í lyfjafræði, HÍ á árunum 1970-1985 (12-16) á smjöri, sil- ungi, laxaseiðum svo og nautafitu, hreindýra- og kindafitu, sem leiddu í ljós litla en mælan- lega aðkomna, loftborna mengun af völdum klórkolefnissambanda svo og nokkra stað- bundna mengun. Nýrri rannsóknir á íslenskum fálkum (17) benda til að um þó nokkra mengun sé að ræða á efri þrepum fæðukeðjunnar. Er því afar mikilvægt, að fyllri rannsóknir af þessu tagi verði gerðar til að leiða í ljós í hve miklum mæli klórkolefnissambönd koma fyrir í ís- lensku lífríki. Klórkolefnissambönd hafa langan helming- unartíma og umbrotna lítið í flestum lífverum. Kvendýr spendýra geta losnað við klórkolefn- issambönd með móðurmjólk, en í karldýrum eykst þéttni þeirra með aldri (18). Erlendis hafa rannsóknir á mönnum einkum beinst að tilvist klórkolefnissambanda í móðurmjólk vegna þeirrar hættu sem nýburum kann að stafa af efnunum (6). Við höfum nú gert frum- rannsókn á tilvist klórkolefnissambanda í ís- lenskri móðurmjólk. Efniviður og aðferðir Efnisstaðlar voru allir frá Promochem, Þýskalandi og lífræn leysiefni voru öll pro ana- lysi frá Merck. Mjósúlur voru frá Hewlett Packard (HP-1) og JW-Scientific (DB-5). Mjólkursýnum frá 18 frumbyrjum og fjórum tvíbyrjum var safnað á fæðingadeild Landspít- alans í júlí og ágúst 1993, í samvinnu við lækna og ljósmæður deildarinnar. Safnað var 2x20 ml frá hverri konu á þriðja til 15. degi eftir fæðingu í 30 ml skilvinduglös úr gleri sem áður höfðu verið skoluð með asetóni. Sýnin voru geymd í kæli strax eftir söfnun í allt að 24 klukkustundir, en voru þá fryst við —20°C fram að úrhlutun og greiningu. Mjólkin var úrhlutuð í aðalatriðum sam- kvæmt aðferð Orbæk (19). Nákvæmlega 20 g af mjólk voru vegin og blönduð með 50 ml af etanóli og 6 ml af 8% kalíumoxalati og heimtu- staðli (PCB# 53). Þá voru 10 ml af díetýletra hristir vel saman við blönduna og loks var 10 ml af hexani bætt við. Vatnsfasinn var þá skilinn frá og þveginn tvisvar með 10 ml af dietýletra: hexani (1:1). Lífrænir fasar voru sameinaðir og þvegnir með 2% NaCl-lausn. Sýnin voru þurrkuð við 62°C og var þá hægt að ákvarða magn fitu í sýnunum. Fitan var leyst í ísooktani með innri staðli (tækjastaðli) og hreinsuð með mettaðri brennisteinssýru. Loks var sýnið inn- gufað með N2 að 100 ul og var sýnið þá tilbúið til greiningar. Einstök klórkolefnissambönd voru greind með gasgreini (HP5890) tengdum massaskynj- ara (HP5970) eins og lýst hefur verið (17). Notaðar voru tvær mismunandi mjósúlur, HP- ultra 1, 25 m, 0,25 mm i.d., 0,32 pm filma og DB-5, 60 m, 0,25 mm i.d., 0,25 pm filma. Reynt var að greina eftirfarandi klórkolefn- issambönd: p,p’-DDT; p,p’-DDE; p,p’-DDD; a-HCH; þ-HCH; y-HCH; HCB og 10 afleiður PCB efna eða # 28, 31, 52, 101, 105, 118, 138, 153, 156 og 180 (númerað samkvæmt heimild

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.