Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1997, Side 27

Læknablaðið - 15.03.1997, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 163 Akonitín, eiturefni í bláhjálmi Yfirlitsgrein Kristín Ingólfsdóttir, Kjartan Ólafsson Ingólfsdóttir K, Ólafsson K Toxicity of monkshood. Review Læknablaðið 1997; 83: 163-8 Monkshood, Aconitum napellus L. (Ranuncula- ceae), is considered one of the most poisonous plants growing in Europe. Monkshood and other Aconitum species are still used in Oriental and homeopathic medicine as analgesics, febrifuges and hypotensives. The neurotoxin aconitine is the prin- cipal alkaioid in most subspecies of monkshood. A review is presented, which includes historical as- pects of monkshood as a poisonous and medicinal plant, the mode of action of aconitine, symptoms of toxicity, treatment and reports of recent poisoning incidents. In addition, results of quantitative HPLC examination of hypogeous and epigeous organs from a population of A. napellus ssp. vulgare culti- vated in Iceland are discussed. The fact that children in Iceland have commonly been known to eat the sweet tasting nectaries in monkshood prompted an investigation of the alka- loidal content of these organs specifically. The low aconitine content found in the nectaries as well as in whole flowers accords with the absence of reported toxicity arising from the handling of flowers and consumption of nectaries from A. napellus in this country. Key words: aconitine, Aconitum napellus, monkshood, toxicity. Frá lyfjafræði lyfsala, Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskriftir: Kristín Ingólfsdóttir, lyfjafræði lyfsala, Há- skóla fslands, Haga við Hofsvallagötu, 107 Reykjavík. Lykilorð: akonitín, bláhjálmur, venusvagn, Aconitum nap- ellus, eitruð náttúruefni. Ágrip Bláhjálmur (Aconitum napellus), öðru nafni venusvagn, er álitin ein eitraðasta planta sem vex í Evrópu. Virkasta eiturefnið í bláhjálmi er akonitín, sem flokkast efnafræðilega sem dí- terpen alkalóíð. Bláhjálmur á sér langa sögu sem eitur- og lækningajurt. Nú er notkun plöntunnar til lækninga einkum bundin við smáskammtalækningar (homeopathy) og aust- urlenskar alþýðulækningar. Eitrunartilfelli síð- ari ára á Vesturlöndum hefur mátt rekja til innfluttra kínverskra náttúrumeðala, neyslu barna af bláhjálmi sem vex í görðum, sjálfs- morðstilrauna og til mistaka við söfnun og greiningu jurta til sjálfslækninga. Greint er frá sögu bláhjálms sem eitur- og lækningajurtar, verkunarhætti akonitíns, eitrunareinkennum, eitrunum sem vart hefur orðið erlendis síðustu ár og meðferð við eitrunum. Bláhjálmur hefur lengi verið ræktaður sem skrautjurt í görðum hér á landi. í ljósi þess að bláhjálmur er ein eitraðasta planta Evrópu og erlendum börnum almennt kennt að forðast hana, vakti það athygli að börn á íslandi hafa haft þann sið að sjúga sætan safa úr hunangs- sporum (nectaries) plöntunnar. Niðurstöður mælinga á akonitíni ræktuðum á íslandi sýna að akonitínstyrkur í fræjum og fræbelgjum er svipaður og mælst hefur erlendis en akonitín- innihald í rótarhnýðum, og þó einkum í blóm- um og blöðum, er lágt miðað við erlend gildi. Mælingar staðfestu að akonitínstyrkur í hun- angssporum er hverfandi lítill. Það skýrir vænt- anlega hvers vegna íslenskum börnum hefur ekki orðið meint af neyslu þessara plöntulíf- færa.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.