Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Síða 45

Læknablaðið - 15.03.1997, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 177 læra að skipuleggja þessi verk- efni ekki síður en annað sem þeir fást við í læknisstarfinu. Læknar komast aldrei hjá að sinna einhverjum stjórnunar- störfum hvort sem þeir starfa við kennslu, rannsóknir eða lækningar. Fagleg þróun Jóhann segir faglega þróun eitt starfssviða læknadeildar og hann er spurður hvernig henni sé háttað í deildinni: — Læknar sem starfa við kennslu eru flestir eða allar tengdir annarri stofnun þar sem þeir starfa í faginu, lækningum eða rannsóknum. Þegar menn eru þannig í beinum tengslum við fagið þurfa þeir alltaf að vera vakandi fyrir því sem er að gerast, lesa sér til, sækja ráð- stefnur og tileinka sér nýjungar á sínu sviði. Læknar vilja líka stöðugt bæta þjónustu sína, en það gera þeir ekki ef þeir fylgj- ast ekki með faglega. Kennslan heldur mönnum kannski enn betur við efnið hvað þetta varð- ar og oft spyrja læknastúdentar mjög gagnrýnið og vilja fá skýr svör og eiga rétt á því. Jóhann Ágúst gerir að lokum að umtalsefni sérstöðu íslenskr- ar læknastéttar sem hann segir að sé bæði kostur og galli: — íslensk læknastétt býr við þau forréttindi að hafa menntað sig víða um lönd, í Bandaríkjun- um, hjá Norðurlandaþjóðun- um, Bretlandi og meginlandi Evrópu og læknar flytja því á hverjum tíma með sér heim þekkingu og ólíka reynslu frá þessum löndum. Gallarnir eru kannski þeir að menn eru þá oft ósammála um stefnuna, um að- ferðafræði og geta verið ósam- stiga og ósveigjanlegir og vilja halda sér við eitthvert kerfi eða einhvern skóla sem þeir hafa lært í. En árangurinn er í það minnsta sá að við búum yfir víð- tækri og góðri þekkingu og gæði í heilbrigðisþjónustu okkar og þar með læknakennslunni eru að mínu viti góð þótt við megum aldrei slaka neitt á kröfunum. - jt - Fjölmargar kröfur gerðar til háskólakennara Læknadeild Háskóla íslands hefur gefið út reglur og leiðbein- ingar fyrir dómnefndir og fram- gangsnefndir um stöðuveiting- ar, stöðuhækkanir og þrepa- hækkanir í læknadeildinni. Reglurnar gefa góða mynd af þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra er hyggja á störf í deild- inni og fara hér á eftir heistu atriði þeirra Iágmarkskrafna sem gerðar eru við stöðuveiting- ar, stöðuhækkanir og þrepa- hækkanir. Lágmarkskröfur við stöðuveitingar Lektor (sérfræðingur); Um- sækjandi um lektorsstöðu skal hafa lokið háskólaprófi, sem felur í sér minnst tveggja ára vís- indalega þjálfun. Hann skal einnig hafa sannað hæfni sína til sjálfstæðra vísindalegra rann- sóknarstarfa með framlögðum ritverkum og sýnt það með námsferli sínum, rannsóknum og öðrum störfum að hann sé hæfur til að gegna stöðunni. Dómnefnd metur hæfið. Dósent (fræðimaður); Dós- ent skal að jafnaði hafa doktors- próf eða sambærilega prófgráðu frá viðurkenndri innlendri eða erlendri menntastofnun eða hafa með rannsóknum og rit- störfum sýnt jafngilda hæfni að mati dómnefndar. Prófessor: Prófessor skal hafa doktorspróf eða sambærilega prófgráðu frá viðurkenndri inn- lendri eða erlendri mennta- stofnun eða hafa með rann- sóknum og ritstörfum sýnt jafn- gilda hæfni að mati dómnefnd- ar. Dómnefndum ber að gera meiri kröfur til prófessora en annarra háskólakennara um rannsóknarstörf. Umsækjendur um prófessorsembætti þurfa að vera vel virkir í rannsóknum og hafa sýnt verulega hæfni og frumkvæði í vísindastörfum, samanber reglur um mat á ein- stökum starfsþáttum. Reglur um mat á einstök- um starfsþáttum Mat skal byggt á eftirfarandi starfsþáttum íþessari röð: rann- sóknir, kennsla, stjórnun, önn- ur störf. Þetta er einungis al- menn viðmiðun því að einstakir þættir kunna að skarast nokkuð í forgangsröðun. Gott kennslu- framlag kann að vera meira virði en rannsóknir þótt þær séu forsenda háskólakennslu. Hafa ber einnig í huga, að þrír fyrstu starfsþættirnir, rannsóknir, kennsla og stjórnun teljast allir til starfsskyldna háskólakenn- ara, nema önnur skipan sé gerð

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.