Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1997, Side 46

Læknablaðið - 15.03.1997, Side 46
178 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 af hálfu háskólans eða mennta- málaráðherra. Rannsóknir: Við mat á rann- sóknum skal leggja megin- áherslu á vísindagildi þeirra. Við það mat reynir á frumleika rannsóknar og sjálfstæði gagn- vart öðrum rannsóknum og rit- verkum, meðferð heimilda og vísindaleg vinnubrögð, fræði- legar nýjungar og eftir atvikum notagildi rannsóknar. Kennslu- rit geta haft vísindagildi að því marki sem þau uppfylla þessar kröfur. Fyrst og fremst skulu metin útgefin rit og ritgerðir í viðurkenndum tímaritum, inn- lendum og erlendum. Heimilt er að leggja til grundvallar við matið óútgefin ritverk, álits- gerðir, ritgerðir og áfanga- skýrslur. Kennsla: Meta skal það öðru fremur við kennsluframlag, hversu mikla alúð umsækjandi hefur lagt við kennslustörf sín svo sem með samningu kennslu- gagna og leiðbeininga, fjöl- breytni og nýjungum í kennslu- aðferðum, frumkvæði í upp- byggingu og endurbótum á kennslu og viðleitni til að vekja nemendur til sjálfstæðra og fræðilegra vinnubragða, sér- stakri leiðsögn eða til sam- vinnu. Einnig eru nefnd atriði eins og forstaða kennslugrein- ar, þróun og nýjungar í kennslu- grein og samstarf við erlendar stofnanir, umsjón með sérnámi stúdenta og liðsinni. Þá skal meta kennslumagn og hversu miklar fræðilegar kröfur kennslan gerir og við mat á kennsluþættinum má leggja til grundvallar umsögn deildar, skorar, námsbrautar eða náms- nefndar svo og könnun á kennsluárangri, einnig má taka tillit til náms umsækjanda í kennslufræðum. Stjórnun: Meta skal for- mennsku í skor, starfsnefnd há- skólaráðs eða deildar, forstöðu- starf í rannsóknarstofnun, störf í dómnefndum og önnur viða- mikil og vandasöm nefndar- og stjórnunarstörf, þátttöku í al- mennri skipulagningu náms og starfs á deild, þátttöku í alþjóð- legum nefndum á vegum deild- ar eða háskólans. Önnur störf: Þá skal meta verkefni fyrir ráðuneyti og aðr- ar opinberar stofnanir og er- lendar vísindastofnanir, samn- ingu álitsgerða, námskeiðahald fyrir fólk með háskólapróf í við- komandi fræðigrein, stjórnar- störf í vísinda- og fræðafélög- um, ritstjórn fagtímarita, nám- skeið fyrir háskólafólk í öðrum fræðigreinum og almenning og almenna sérfræðiþjónustu. Tímaritsgreinar: Við mat á ritsmíðum í fagritum eða tíma- ritum má meta óprentuð rit á sama hátt og prentuð séu þau lögð fram í því formi sem tilbúið er til prentunar. Ritverk eru flokkuð og metin og gefa þau annars vegar 15 stig og hins veg- ar 30 stig. Til ritverka er gefa 15 stig eru taldar vísindalegar greinar byggðar á eigin athug- unum, svo sem vísindaleg vinna þar sem farið er inn á nýjar brautir aðferða og/eða hugtaka og niðurstöður sanna mikilvægi nýjunganna; vísindaleg vinna þar sem beitt er þekktum að- ferðum og/eða hugtökum og rannsóknin leiðir til marktækr- ar niðurstöðu sem ekki var áður kunn eða þar sem rennt er frek- ari stoðum undir tiltekin atriði og í þriðja lagi vísindalegar frumrannsóknir eða tilgátur þar sem víðtækari rannsóknir í sömu átt gætu leitt til breytinga á skoðunum eða vinnuaðferð- um. Ritverk sem gefa 30 stig eru sérstakir kaflar í læknatímarit- um, handbókum eða heilar handbækur, aðþjóðlegar og einkum skrifaðar fyrir sérfræð- inga. Þyrfti efnið í þessum til- vikum ekki að vera grundvallað á eigin rannsóknum heldur gæti það verið byggt á reynslu og þekkingu á fræðasviðinu. í framangreindum tilvikum öllum verður höfundur að vera aðalhöfundur eða að geta gert grein fyrir meginþætti sínum í ritsmíðinni og þeirri vinnu sem hún lýsir. Sé höfundur annars staðar í röðinni lækkar stiga- gjöfin um fimm stig óháð frekari röðun. Þá fá einnig fimm stig frá- sagnir af einstökum eða fáum sjúkratilfellum og rannsóknum sem eru veigaminni en svo að þær teljist vísindaleg vinna. Hér er átt við vísindalegar athuganir sem birtar eru sem bréf til rit- stjóra í vísinda- eða fagtímariti svo og ritsmíðar í ritverki eða tímariti þar sem ritdómarakerfi er ekki beitt. Fyrir fræðigreinar fyrir almenning, samantekt á vísindavinnu sem birtist í fylgi- ritum eða þingum (ágrip) fást þrjú stig. Við umsókn um lektorsstöðu verða menn að hafa 30 stig hið minnsta og byggjast þau þá yfir- leitt á rannsóknum og/eða rit- smíðum. Sambærileg stigagjöf fer síðan fram fyrir kennslu og stjórnun við stöðuveitingar og stöðuhækkanir. - jt - Rannsóknir Kennsla Stjórnun Annað Heildarfjöldi Lektor 1 30 30 Lektor 2 45 10 55 Dósent 1 120 30 150 Dósent 2 150 40 190 Prófessor 240 80 320

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.