Læknablaðið - 15.06.1998, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 459-60
Ritstjórnargrein
459
Ætisár
Ný viðhorf
í þessu tölublaði Læknablaðsins er grein um
rofsár (perforated ulcer) í maga og skeifugörn
eftir Kristin Eiríksson og félaga. Greinin fjallar
um ákveðin tímamót í skurðlæknismeðferð
sjúkdómsins en sýnir jafnframt að hann getur
enn verið banvænn þó bestu meðferð sé beitt.
Af þessu tilefni er vert að rifja upp sögu ætisára
(ulcus pepticum) á öldinni en merkilegar
breytingar hafa átt sér stað. Það er nú viðtekin
skoðun að um 90% skeifugarnarsára og 75%
magasára orsakist af sýkingu með Helicobacter
pylori (Hp)zn önnur sár verða að mestu leyti til
vegna notkunar gigtarlyfja eða acetýlsalicýl-
sýru.
Sögulegt yfirlit
Fyrstu heimildir um maga- og skeifugarnar-
sár á Islandi eru í greinum þeirra Halldórs Han-
sen og Níelsar Dungal (1,2). Þar kemur fram
að magasár voru sjö sinnum algengari en
skeifugarnarsár framan af öldinni og hlutfallið
breytist ekki fyrr en eftir 1940 (3). Nú við ald-
arlok eru maga- og skeifugarnarsár álíka al-
geng. Svipaðar breytingar urðu í faraldsfræði
þessara sjúkdóma í nágrannalöndunum nema
þær urðu 20-30 árum fyrr.
Breytingarnar voru mönnum ráðgáta þar til
H. pylori sýkillinn fannst og þáttur hans í tilurð
ætisára varð ljós. Nú er vitað að sýking með Hp
er ævilöng eða þar til slímhúðin er útbrunnin
vegna þrálátrar bólgu. Allir sem sýkjast hafa
magabólgu og um 15% fá annað hvort ætisár í
maga- eða skeifugörn. Rannsókn á algengi
mótefna gegn Hp á Islandi gefur nokkra sýn í
fortíðina (4). Margt bendir til að framan af öld-
inni hafi um 80-90% allra íslendinga smitast af
Hp á barnsaldri. Af þeim sem fæddir eru eftir
1970 hafa hins vegar einungis 10% smitast. At-
hyglisvert er að þeir sem fæddir eru á árunum
1900-1909 hafa hæsta tíðni ætisára mælt eftir
dánar- og aðgerðartíðni og fylgir það þeim út
ævina. Tíðnin er minni í aldurshópnum á undan
og eftir og fer stöðugt minnkandi með yngri
aldurshópum (5). Nú er nokkuð ljóst hvaða
þættir valda því hvort einstaklingur fær skeifu-
garnarsár eða magasár þegar hann sýkist af Hp.
Verði sýking á unga aldri og sé heilbrigðis- og
næringarástand einstaklingsins slæmt þá veldur
sýkillinn bólgu í allri magaslímhúðinni, sem
leiðir til sýruleysis og magasára. Þetta leiðir
einnig saman flesta áhættuþætti magakrabba-
meins. Verði sýking hins vegar síðar á ævinni
og/eða heilbrigðis- og næringarástand sé gott
þá er líklegra að sýkingin takmarkist eingöngu
við magaport og þannig sýking veldur súrum
maga vegna þess að sýruhluti magans er ekki
bólginn. Súr magi er vörn gegn maga-
krabbameini en leiðir hins vegar til skeifu-
garnarsárs. Breytingar á högum þjóðarinnar
virðast valda því að Hp sýking veldur mismun-
andi sjúkdómum á mismunandi tímum en
hugsanlegt er einnig að sýkillinn sjálfur hafi
breyst. Utbreiðslan náði sennilega hámarki upp
úr aldamótum vegna flutninga úr sveitum í
þéttbýli og vandamálum sem fylgdu svo sem
neyslu á menguðu vatni. Næringar- og heil-
brigðisástand þjóðarinnar var einnig slæmt á
þessum tíma. Það má segja að Hp sýking og
þeir sjúkdómar sem í kjölfarið fylgdu hafi ver-
ið vegna fátæktar og óþrifnaðar. Eftir miðja
öldina batnar ástandið og sýkingum fækkar og
raunar má leiða rök að því að með áframhald-
andi góðu heilbrigðis- og hreinlætisástandi þá
muni Hp sýking verða fátíð í framtíðinni.
Arið 1990 höfðu einungis 10% þeirra sem
voru tvítugir sýkst af Hp og sýkingartíðni eftir
tvítugt í vestrænum löndum er talin vera 0,5-
1% á ári og fer ntinnkandi. Það standa því von-
ir til að sár í maga og skeifugörn af völdum Hp
ntuni smám saman heyra sögunni til.
Meðferð á ætisárum
Fram til ársins 1976 var engin virk lyfjameð-
ferð til við ætisárum og var þá skurðaðgerðum
beitt bæði við fylgikvillum og einnig til að fyr-
irbyggja þau. Arið 1976 kom fyrsti H^ blokk-
erinn á markað og 1989 fyrsti prótónpumpu-
hemlarinn. A áratugnum 1980-90 var lyfja-
meðferð ríkjandi en skurðaðgerðir lögðust nær
af (3). Lyfjameðferð á þessum tíma var þá bæði