Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 8

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 8
460 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 gefin til græðslu á sárum og til að fyrirbyggja þau. Árið 1991 var fyrst beitt meðferð gegn Hp og eru það merkilegustu tímamótin í þessari sögu. Nú er reynt að uppræta Hp hjá öllum sjúklingum með Hp tengd sár og sársjúkdóm- urinn virðist læknast varanlega (6,7) þegar uppræting tekst. Könnun á notkum magalyfja meðal Islend- inga leiddi í ljós að á tímabilinu 1980-1990 varð hröð aukning og notkunin um tvöfalt hærri en meðal nágrannaþjóða (8). Ástæður eru ekki að fullu ljósar en einungis þriðjungur lyfjanna var notaður gegn sársjúkdómum. Vonir stóðu til að lyfjanotkun myndi dragast saman eftir að al- mennt var farið að útrýma Hp hjá sársjúkling- um. Þetta hefur ekki gengið eftir en hins vegar hefur notkun magalyfja staðið í stað eftir 1990 en aukning varð á notkun nánast allra annarra lyfjaflokka á þessum tíma (9). I meðfylgjandi mynd (óútgefið Bjarni Þjóð- leifsson) er sýnd dánartíðni af völdum ætisára hjá þremur aldursflokkum fyrir tímabilið 1950- 1990. Þessi mynd sýnir glögglega hvílíkan toll ætisár tóku framan af öldinni en þá dó fjöldi fólks á besta aldri árlega af völdum þeirra. Myndin sýnir þó aðeins toppinn af ísjakanum því ætisár ollu ómældum óþægindum, vinnu- tapi og fylgikvillum sem ekki leiddu til dauða. Dauðsföll af völdum ætisára hverfa alveg hjá fólki undir sjötugu en þau aukast hins vegar eftir árið 1970 hjá eldri en 70 ára. Tvær ástæður eru taldar valda þessari aukn- ingu. í fyrsta lagi þau kynslóðaáhrif sem að framan eru nefnd en aldurshópurinn sem fædd- ur er á bilinu 1900-1910 bar þennan sjúkdóm í sér langt umfram aðra árganga og hefur því veruleg áhrif á dánartíðnina eftir 1970. I öðru lagi hefur neysla á gigtarlyfjum aukist mjög á þessu tímabili en vitað er að þau ein og sér geta valdið sárum og þá sérstaklega í maga. Það kemur fram í grein Kristins Eiríkssonar og félaga í þessu blaði að þriðjungur þeirra sem lagðir voru inn á Landspítalann með rofsár höfðu tekið gigtarlyf. Gera má ráð fyrir að jafnvel enn fleiri hafi tekið þessi lyf vegna þess að oft er erfitt að fá skýra sögu um lyfjanotkun hjá þess- um aldurshópi. Hvað er þá til ráða? Þær framfarir í skurð- lækningum sem lýst er í grein Kristins Eiríks- sonar og félaga með beitingu holsjártækni er verulegur áfangi við að fást við þennan fylgi- kvilla sára en það er engu að síður brýn nauð- syn á fyrirbyggjandi aðgerðum. Fyrst og fremst þarf betri gigtarlyf en nánast öll núverandi gigtarlyf valda sárum, blæðingum og rofsárum. Ný lyf eru í sjónmáli svokallaðir COX 2 blokkar sem vekja vonir um betri gigtarlyf en það geta liðið tvö til fjögur ár þangað til Ijóst verður hvort þau standast væntingar. Á meðan er nauðsynlegt að nota gigtarlyf varlega hjá gömlu fólki, í eins litlum skömmtum og hægt er að komast af með og gefa sýrulækkandi lyf fyrirbyggjandi hjá þeim sem hafa áhættuþætti. Vandinn er að fylgikvillarnir koma oft án þess að gera boð á undan sér og enginn er ör- uggur sem tekur þessi lyf eftir sjötugt. Til við- bótar bætist það að algengt er að gefa acetýl- salicýlsýru sem storkuvörn í æðasjúkdómum, sem hefur í för með sér sömu fylgikvilla og gigtarlyfin. Bjarni Þjóðleifsson lyflækningadeild Landspítalans HEIMILDIR 1. Hansen H. Sprungin maga- og skeifugarnarsár í St. Jósefs- spítala í Reykjavík til ársloka 1948. Læknablaðið 1949; 33:101-18. 2. Hansen H, Dungal N. Peptic ulcers in Iceland. Schweitz Z Allg Pathol Bacteriol 1958: 21,2: 225-8. 3. Thors H, Sigurðsson H, Oddsson E, Þjóðleifsson B. Að- gerðir vegna sársjúkdóms í maga og skeifugörn. Lækna- blaðið 1994; 80: 179-84. 4. Kristinsson KG, Sigvaldadóttir E, Þjóðleifsson B. Algengi mótefna gegn Helicobacter pylori á íslandi. Læknablaðið 1996; 82: 366-70. 5. Thors H, Swane C, Þjóðleifsson B. Tíðni bráð- og valað- gerða og dánartíðni vegna ætisárs (ulcus pepticum) á Islandi. Læknablaðið 1996; 82/Fylgirit 31: 66-7. 6. Guðjónsson H, Ástráðsdóttir H, Þjóðleifsson B. Árangur þriggja lyfja meðferðar gegn Helicobacterpylori hjá sjúk- lingum með skeifugarnarsár. Læknablaðið 1995; 81: 303-7. 7. Óskarsson K, Theódórs Á, Örvar K, Ólafsdóttir I. Melt- ingarsár og Helicobacler pylori. Læknablaðið 1994; 80: 317-25. 8. Thors H, Sigurðsson H, Oddsson E, Þjóðleifsson B. Könn- un á notkun magasárslyfja meðal fslendinga. Læknablaðið 1994; 80: 3-11. 9. Notkun lyfja á íslandi 1990-1996. Reykjavík: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti október 1997.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.