Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1998, Qupperneq 10

Læknablaðið - 15.06.1998, Qupperneq 10
462 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 í 31 tilfelli farið beinl í opna aðgerð og var algengasta ástæða þess grunur um steina í gall- pípu, en einnig mikið bólgin gallblaðra eða bráðveikir sjúklingar með gallvegasýkingu. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga tíðni fylgikvilla, athuga hversu oft snúa þurfti gall- kögun í opna aðgerð, finna aðgerðar- og legu- tíma og hversu fljótt sjúklingar ná upp fyrri færni eftir aðgerð. Niðurstöður: Sjúkraskrár voru yfirfarnar og haft var samband við sjúklinga símleiðis. Karl- ar voru 121 og konur 263. Aldursdreifing var 3-91 ár en meðalaldur 53,2 ár. Meðalhlutfall bráðaaðgerða (aðgerð í kjölfar bráðainnlagnar) var 43,9% en jókst er leið á tímabilið. Snúið var yfir í opna aðgerð í 63 tilfellum (17,8%) af 353 sjúklingum sem gallkögun var reynd á. Or- sakir voru margvíslegar en algengastar voru samvextir (39,7%), óljós líffæraskipan (17%) og blæðing (15,9%). Tíðni opnunar var 13% við valaðgerðir (operation of choice) en 24% við bráðaaðgerðir. Enduraðgerðar þurfti við í 3,8% tilfella, sjö voru framkvæmdar í sömu legu og fjórar síðar. Orsakir voru blæðing (n=4), gallleki (n=3), steinn í gallpípu (n=2), sýking undir þind (n=l), og skaði á gallpípu (n=l). Eitt dauðsfall (83 ára karl) varð, en gallkögun hafði verið snúið í opna aðgerð. Sjúklingur lést vegna blóðtappa í lungum. Meðalaðgerðartími fyrir þá sem tókst að ljúka gallkögun hjá var 94,9 mínútur (30-210 mín.). Fyrir fyrstu 100 sjúklingana var aðgerðartími 99,3 mín en 85,5 mínútur hjá síðustu 100 að meðaltali. Meðallegutími var 3,1 dagur eftir gallkögun (frá fáeinum klukkustundum upp í 60 daga). Fyrir liggja svör um vinnutap hjá 257 manns eftir kögun. Meðallengd fjarveru var 17,6 dagar (2-187 dagar). Marktækur munur er á lengd fjarvista eftir því hvort um bráða- eða valaðgerð er að ræða (21,4 á móti 15 dögum). Alyktanir: Niðurstaða okkar er sú að gall- kaganir feli í sér litla hættu á stærri fylgikvill- um og með aukinni færni skurðlækna minnki líkur á alvarlegum fylgikvillum enn frekar. Okkar mat er að þessi aðgerðartækni eigi fullan rétt á sér hvort sem um bráðaaðgerð eða valað- gerð er að ræða. Einnig er vert að benda á að með styttri legutíma og styttri fjarveru frá vinnu og daglegum athöfnum sparast gífurlegir fjár- munir bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Inngangur Fyrsta gallblöðrutakan með hjálp kviðsjár (hér nefnt gallkögun) var framkvæmd í Frakk- landi árið 1987. Síðan hefur þessi aðferð breiðst hratt út og er nú talin valaðgerð (opera- tion of choice) við gallsteinum. Þó aðeins séu innan við 10 ár síðan fyrsta aðgerðin var fram- kvæmd er hún orðin mjög örugg og stendur op- inni aðgerð fyllilega á sporði með tilliti til ör- yggis og tíðni fylgikvilla (1,2). Auk þess er legutími að jafnaði styttri og fullri vinnufærni náð á skemmri tíma eftir gallkögun. Enn er um það deilt hvort kögun eigi rétt á sér við bráða- aðgerðir (3-5). Gallkaganir hafa nú verið fram- kvæmdar hérlendis frá því að fyrsta aðgerðin var gerð á Landakotsspítala í september 1991 og hefur reynslan almennt verið góð (6). Tilgangurinn með þessari rannsókn var að skoða þann árangur sem náðist í okkar höndum 1991-1994. Við litum á aðgerðartíma, legutíma og þann tíma sem tekur fólk að jafna sig. Einn- ig skoðuðum við hlutfall bráða- og valaðgerða, tíðni fylgikvilla og hversu oft þurfti að breyta yfir í opna aðgerð og hvers vegna. Efniviður og aðferðir Sjúkraskrár þeirra, sem gengust undir gall- blöðruaðgerð á Landspítalanum frá 17. nóvem- ber 1991 til 30. september 1994 voru yfirfarn- ar. Flaft var samband við þá sjúklinga sem náð- ist til símleiðis og spurt um vinnufærni og hugsanlega síðkomna fylgikvilla. Samtals var framkvæmd gallaðgerð á 384 sjúklingum. Sú stefna var tekin frá upphafi að reyna gallkögun án tillits til bráðleika eða fyrri aðgerða. Þó var í einstaka tilfellum valið að gera opna aðgerð strax þar sem kögun þótti ekki koma til greina sem valkostur. Þannig var 31 sjúklingur tekinn beint til opinnar aðgerðar og eru ástæður tíundaðar í töflu I. Hjá 353 sjúk- lingum var aðgerð hafin með kviðsjá. Verður hér einungis fjallað urn þann hóp. Karlar voru 103 (29,2%) og konur 250 (70,8%). Aldursbil var frá þremur árum til 91 árs, en meðalaldur Table I. Reasons for open surgery. (Laparoscopic cholecystec- tomy at Landspítalinn, the first 353 cases.) Number of patients <%) Common bile duct stone 13 (42.0) Sepsis 6 (19.3) Severe inflammation 3 (9.7) Surgeons choice 3 (9.7) Tumor in gallbladder 2 (6.5) Other 4 (12.8) Total 31 (100.0)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.