Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1998, Side 14

Læknablaðið - 15.06.1998, Side 14
Það er til lausn Góðkynja blöðruhálskirtilsstækku.n getu.r verið harðsnúin. Nú leysir lyfjameðferð hnútinn. Finol (Omega Farma), 960199 TÖFLUR; G 04 B X 04 R E. Hver tafla inniheldur: Finasteridum INN 5 mg. Eiginleikar: Fínasteríð er 4-azasteróíð, sem keppir við 5-alfa-redúktasa, en það enzym breytir testósteróni í virkara form, díhydrótestósterón (DHT). Vöxtur blöðruhálskirtilsvefs er háður þessu formi hormónsins. Lyfið hefur enga sækni í andrógenviðtæki. Eftir gjöf á einum skammti verður hröð lækkun á DHT í blóði. Þótt blóðgildi fínasteríðs séu breytileg í 24 klst., helst DHT lágt þennan tíma. Við lengri gjöf (12 mánuði) lækkuðu DHT-gildi um ca. 70% og rúmmál blöðruhálskirtilsins dróst saman um 20% á þessum tíma. Aðgengi er u.þ.b. 80%. Hámarksblóðþéttni næst að meðaltali eftir 6 klst. (4-12 klst.), en 8 klst. hjá körlum eldri en 70 ára. Próteinbinding er um 93%. Dreifingarrúmmál er 76 lítrar. Lyfið er umbrotið í lifur, en hefur ekki marktæk áhrif á cytókróm P-450 kerfið. U.þ.b. 40% útskiljast í þvagi sem umbrotsefni en um 60% í saur. Ábcndingar: Til meðhöndlunar á góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun með þvagtregðu. Frábendingar: Ofnæmi fyrir fínasteríði eða öðrum innihaldsefnum. Varúð: Gæta skal varúðar við gjöf lyfsins hjá sjúklingum með mikla þvagtregðu. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir eru minnkuð kyngeta og kynhvöt (3-4%). Algengar (>1%): Almennar: Minnkuð kyngeta. Annað: Minnkuð kynhvöt og minnkuð sæðismyndun. Rannsóknaniðurstöður: PSA (prostata sérhæft antigen) - gildi í blóði lækkar. Sjaldgæfar (0,1-1%): Eymsli í brjóstum, brjóstastækkun. Húð: Útbrot og ofnæmisbjúgur. Mjög sjaldgæfar (<0,1%): Húð: Hárvöxtur á höfði getur aukist, en skeggvöxtur minnkað. Athugið: Meðhöndlun með lyfinu skal stjórnað af þvagfæraskurðlækni. Fylgjast þarf með blöðruhálskirtlinum reglulega á meðan 'i á meðferð stendur. Skammtastærðir handa fullorðnum: 5 mg daglega og á að gleypa töflurnar heilar. Meðferðarlengd a.m.k. 6 mánuðir. æ Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Útlit: Bláar, kringlóttar og kúptar, 8 mm. Pakkningar og verð: Töflur 5 mg: 28 stk. 4.491 kr., 98 stk. 13.128 kr. FINOL (Finasteríö) - nýtt, áhrifarikt islenskt þvagfæralyf Q Omega Farma

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.