Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 17

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 467 skeifugörn hefur fækkað á undanförnum árum vegna nýrri og betri lyfjameðferðar og betri skilnings á tilurð sára (H9- og prótónpumpu- blokkerar, Heliciobacter pylori). Tíðni bráða- aðgerða vegna rofsára (perforated peptic ulcer) og blæðinga í kjölfar sársjúkdóma hefur hins vegar staðið í stað. Bráðaaðgerðum í eldri ald- urshópum (>65 ára) hefur farið heldur fjölg- andi á móti fækkun hjá þeim yngri (1-4). Aðeins lítill hluti sjúklinga með blæðingu í kjölfar sársjúkdóms þarfnast skurðaðgerðar. Stærsti hlutinn er meðhöndlaður með lyfjagjöf, almennri stuðningsmeðferð, magaspeglun og meðhöndlun á blæðingarstað. í nýlegri rann- sókn voru 32% bráðaaðgerða vegna sársjúk- dóms í maga eða skeifugörn gerðar vegna blæðinga (4). Rofsár á maga eða skeifugörn leiða hins vegar nær undantekningarlaust til lífshættulegs ástands sem nauðsynlegt er að bregðast við með skurðaðgerð. Hér verður að- eins gerð grein fyrir meðferð er beinist gegn rofsárum vegna sársjúkdóms í maga og skeifu- görn. Aðgerðir gegn rofsárum í maga og skeifu- görn hafa beinst að því að leiðrétta bráðaástand sjúklings og um leið að minnka líkur á endur- tekningu. Fyrr skiptust skurðlæknar í tvær fylk- ingar varðandi aðferðir gegn rofsárum, annars vegar voru þeir sem auk þess að loka rofsárinu vildu strax gera varanlega aðgerð til minnkunar sýruframleiðslu í maga (definitive surgery) og svo hinir sem völdu einfalda yfirsaumun á rof- sári í byrjun (2,5-8). Sýnt hefur verið fram á að ef allir sjúklingar með rofsár gengjust undir varanlega aðgerð til sýruminnkunar þá væri um óþarfa aðgerð að ræða í 30-80% tilvika (5). Nú er vitað um tvo aðalþætti í myndun rofsára, annars vegar Helicobacter pylori, og hins vegar notkun bólgueyðandi lyfja. Aðgerð með einfaldri yfirsaumun hefur því orðið ráðandi ásamt viðeigandi ráðstöfunum gegn orsaka- völdum (9-14). Þó hefur víða verið haldið í stærri aðgerðirnar sem lausn við langvinnum sársjúkdómi og hjá sjúklingum sem ólíklegir eru til að koma í eftirmeðferð og taka lyf (5,7,15). Tilgangur þessarar rannsóknar, sem nær yfir sex ára tímabil, er að leitast við að skilgreina hvaða einstaklingar hafa fengið meðferð við rofsári á maga eða skeifugörn á Landspítalan- um. Gera grein fyrir fjölda aðgerða, dánartíðni og reynslu af þeim aðferðum sem beitt er. Efniviður og aðferðir Á tímabilinu frá 1. janúar 1989 til 31. des- ember 1995 voru 72 sjúklingar lagðir inn á Landspítalann vegna rofsárs á maga eða skeifu- görn. Þremur sjúklingum var sleppt úr rann- sókninni. Einn sjúklingur greindist í krufningu, tveir fóru í aðgerð annars staðar fyrir innlögn á Landspítalann. Heildarfjöldi sjúklinga í rann- sókninni varð því 69. Konur voru 36 en karlar 33. Meðalaldur var 59 ár (aldursbil 21-91 ár, staðalfrávik ± 18,5). Meðalaldur karlanna var 52 ár (staðalfrávik ± 18,8), en kvennanna 65 ár (staðalfrávik ± 16). Fyrsta kviðsjáraðgerðin á Landspítalanum vegna rofsárs var gerð 1992. Skráð var hvers konar aðgerð var framkvæmd. Tíma frá upp- hafi einkenna til komu var mjög erfitt að meta. Aðgerðartíminn var skráður frá því byrjað var að skera og þar til búið var að loka sárum. Tími eftir aðgerð var metinn með tilliti til framfara, alveg að heimferð. Þannig var sérstaklega leit- að eftir tímasetningu á fjórum þáttum eftir að- gerð: brottnámi magaslöngu, inntöku fljótandi fæðu, inntöku almenns fæðis og útskrift. Skoð- að var hvemig greining var staðfest fyrir að- gerð. I heilsufarssögu sjúklinganna var sérstaklega farið yfir notkun bólgueyðandi lyfja, steranotk- un, sögu um magasár og hvort sjúklingar hefðu haft rofsár áður. Einnig var almennt heilsufar skoðað. Skilgreindur aðgerðardauði var andlát innan 30 daga frá aðgerð eða dauðsfall í sömu legu. Niðurstöður Tuttugu sjúklingar (29%) höfðu fyrri sögu um sár í maga eða skeifugöm. Þrír (4%) höfðu áður fengið rofsár. Tuttugu og tveir sjúklingar (32%; átta karlar og 14 konur) voru á meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum við greiningu, þrír þeirra höfðu sögu um sár áður. Fjórir (6%; einn karl og þrjár konur) einstaklingar voru á sterameðferð við greiningu. Af þessum fjórum voru tveir sem einnig voru á meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum. Við greiningu var enginn af þessum 22 sjúklingum á verndandi meðferð gegn sársjúkdómi. Þrjátíu og sjö sjúklingar (54%) voru með rofsár á maga en 31 (45%) á skeifugörn. Magasárunum var síðan skipt nánar niður eftir staðsetningu: 1) portvörður (pylorus), 2) port- varðarmunni (prepylorus) og 3) magi (tafla I). Hjá einum sjúklingi var ekki hægt að finna rof-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.