Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Síða 19

Læknablaðið - 15.06.1998, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 469 (ileostomy), ásamt því að gerð var yfirsaumun á skeifugarnar- (duodenal) rofsári. Hjá þremur sjúklingum var gerð botnlangataka í sömu að- gerð og gert var við rofsár og hjá einum var losað um samvexti. Fjöldi aðgerða á ári var svipaður að undan- skildu árinu 1994, en langmest var gert af að- gerðum það ár eða 21. Meðalfjöldi aðgerða við rofsárum á maga og skeifugörn var 11,5 á ári. Fyrsta kviðsjáraðgerðin, í þessu tilviki við rofsári á skeifugörn, var gerð 1992. Byrjað var þá með kviðsjá og síðan breytt yfir í opna að- gerð. Tvær af sjö aðgerðum 1993 voru kvið- sjáraðgerðir, annarri þeirra var breytt yfir í opna aðgerð. Tuttugu og ein aðgerð var gerð 1994 og af þeim voru 16 kviðsjáraðgerðir og sex þeirra var breytt yfir í opna aðgerð. Arið 1995 voru gerðar sjö aðgerðir á sjúklingum með rofsár og var aðeins ein opin aðgerð, sex voru gerðar með kviðsjá, þar af þrjár sem breyta þurfti yfir í opna aðgerð (tafla IV). Tímalengd aðgerða, án tillits til aðferða, var allt frá 20 mínútum og upp í 339 mínútur, meðalaðgerðartími 70 mínútur. Einn sjúklingur var 339 mínútur í opinni aðgerð og var sú að- gerð langsamlega tímafrekust (umfangsmikil aðgerð í kjölfar briskirtilsbólgu), næstlengsta aðgerðin tók 178 mínútur. Ef aðgerðartími er skoðaður með tilliti til aðferðar þá kemur í ljós að aðgerðartími opinna aðgerða er heldur styttri en kviðsjáraðgerða. Meðalaðgerðartími kvið- sjáraðgerða var 103 mínútur. Ekki var munur á meðalaðgerðartíma milli kviðsjáraðgerða sem breytt var yfir í opna og hinna. Meðalaðgerðar- tími opinna aðgerða var 66 mínútur. Ef meðal- aðgerðartími kviðsjáraðgerða er borinn saman milli ára (tafla IV) má sjá að hann hefur styst frá því byrjað var fyrst að nota kviðsjáraðgerð til viðgerðar á rofsárum. Ekki var mikill munur á milli aðgerða hvað varðar brottnám magaslöngu eftir aðgerð. Þannig var magaslanga tekin 2,3 dögum eftir kviðsjáraðgerð og 2,7 dögum eftir aðgerð sem að hluta eða öllu leyti var gerð opin. Sjúklingar fengu fljótandi fæði að meðaltali 3,5 dögum eftir kviðsjáraðgerð, en 3,9 dögum eftir opna og 4,8 dögum eftir kviðsjáraðgerð sem breytt var í opna. Almennt fæði var gefið að meðaltali 5,3 dögum eftir kviðsjáraðgerð, 6,4 dögum eft- ir opna aðgerð og 7,5 dögum eftir kviðsjárað- gerð sem breytt var í opna aðgerð. Útskriftar- dagur var 7,4 dögum eftir kviðsjáraðgerð, 9,7 dögum eftir opna aðgerð og 12 dögum eftir Table IV. Peptic ulcer perforation, at University Hospital, Iceland, 1 January 1989 - 31 December 1995. Number of lapa- roscopic operations and number of conversions. Year 1992 1993 1994 1995 Operations 13 7 21 7 Laparoscopic 1 2 16 6 Conversion 1 1 6 3 (%) Mean operation (100) (50) (37) (50) time (minutes) 175 122 94 109 Table V. Concomitant diseases of patients with peptic ulcer perforation, at the University Hospital, lceland, 1 January 1989 - 31 December 1995. Condition n m Malignant Neoplasms 10 (14.5) Lung 2 Breast 2* Stomach 2* Colon 1 Uterus 1 Liver 1 Oral 1 Lymphoma 1 Alcoholism 7 (10) Arthritis 9 (13) Atherosclerosis 4 (6) COPD 4 (6) Post operative 2 (3) After pancreatitis 1 (1.5) Diabetes mellitus 1 (1-5) * One woman had both breast and stomach cancer with carcinosis of the peritoneum. kviðsjáraðgerð sem breytt hafði verið í opna aðgerð. Þegar almennt heilsufar sjúklinganna var skoðað, kom í ljós að 31 þeirra (45%) hafði aðra sjúkdóma (tafla V). Ekki var um að ræða marktæka aukningu á sjúklingum með aðra sjúkdóma á tímabilinu. Alls létust 10 (14,5%) sjúklinganna. Níu (13%) dauðsföll voru innan 30 daga frá aðgerð og flokkuðust því sem aðgerðardauði. Af þess- um níu voru fimm konur, þar af fjórar á aldrin- um 60-79 ára og ein yfir 80 ára. Karlarnir í þessum hópi voru fjórir, þar af tveir á aldrinum 60-79 ára og tveir yfir 80 ára. Meðalaldur við andlát var 74 ár (SD ± 8,2) Sjö þeirra sem létust voru með aðra sjúk- dóma. Fimm höfðu krabbamein, einn slæman lungnasjúkdóm og einn langt gengna sykursýki (tafla VI).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.