Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Síða 26

Læknablaðið - 15.06.1998, Síða 26
476 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 ig var athugaður aldur, kyn, staðsetning og þroskunargráða æxlis. Greining mesóþelíóma er oft vandasöm og fæst stundum fyrst með ör- smásjárskoðun eða við krufningu þegar hægt er að meta vöxt og útbreiðslu. Aður hafa verið leidd að því rök að greining mesóþelíóma hafi fyrst orðið áreiðanleg hér á landi, sem annars staðar, um og upp úr 1960 (26). Tveimur tilfell- um var hafnað þar sem þau uppfylltu ekki skil- yrði vefjagreiningar. Upplýsingum um dánardægur og dánarmein var aflað af dánarvottorðum með leyfi Hag- stofu íslands. Gróft árlegt nýgengi mesóþel- íóma var reiknað út frá fjölda tilfella og meðal- mannfjölda karla og kvenna, 15 ára og eldri. Ur skýrslum Hagstofu Islands, Verslunar- skýrslum (28) og Utanríkisverslun (29), feng- ust upplýsingar um innflutning á vörum eftir tollflokkum sem meðal annars innihalda as- best. Fram til ársins 1987 voru þetta flokkarnir 68.12.01 til 68.14.00, en frá árinu 1988, með breyttri skráningu, flokkarnir 6811 til 6813. Með nýju skráningunni eftir 1988 vekur toll- flokkur 6812 sérstaka athygli, en vörur í hon- um eru skilgreindar á eftirfarandi hátt: Unnar asbesttrefjar; blöndur að meginstofni úr asbesti eða að meginstofni úr asbesti og magnesíum- karbónati; vörur úr slíkum blöndum eða asbesti (t.d. þræðir, dúkur, fatnaður, höfuðfatnaður, skófatnaður, þéttingar), einnig styrktar, þó ekki vörur í nr. 6811 eða 6813. Ekki er flutt inn mik- ið magn af vörum í þessum flokki og verður magninu því best lýst með því að segja frá cif- verðmæti vörunnar. Verðvísitala Þjóðhags- stofnunar var notuð til að færa cif-verð til sam- ræmis við verðlag ársins 1995. Niðurstöður Alls fundust 20 sjúklingar með vefjagrein- inguna illkynja mesóþelíóma, sjö konur og 13 karlar. Af þessum æxlum voru flest í fleiðru eða 16, 12 í körlum og fjögur í konum, en fjög- ur í lífhimnu, þrjú í konum og eitt í karli. Öll fjögur æxlin í lífhimnu voru af þekjugerð, en af æxlunum 16 í fleiðru voru níu af þekjugerð, fimm af bandvefsgerð og tvö af blandaðri gerð. Ekkert æxlanna var óflokkanlegt. Æxli af þekjugerð voru 13, fleiri í körlum og flest í fleiðru eða níu, æxli af bandvefsgerð voru fimm, en af blandaðri gerð voru tvö, bæði Pmvothol TOFLUR; C 10 AA 03 R 0. Hver tafla inniheldur: Pravastatinum INN, natríumsalt, 20 mg. Abendingar: Hækkun kólesteróls í blóði, kransæðasjúkdómar og fyrirbyggjandi við kransæðasjúkdómum hjó óhættuhópum með hækkað kólesteról, þegar sérstakt mataræði hefur ekki borið tilætlaðan órangur. Fróbendingar: Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf. Lyfið ætti ekki að gefa konum ó barneignaraldri nema þær noti örugga getnaðarvörn. Virkir lifrarsjúkdómar eða óskýrð langtíma hækkun ó prófunum ó lifrarstarfsemi. Varúð: Pravachol ó ekki að nota ef kólesterólhækkun er vegna hækkunar ó HDL-C eða hjó sjúklingum með kólesterólhækkun vegna fjölskylduerfða. Lifrarstarfsemi: Gera skal prófanir ó lifrarstarfsemi. Sérstakrar varúðar skal gæta hjó sjúklingum þar sem transamínasaþéttni hækkar. Hætta skal meðferð ef viðvarandi verður þreföld hækkun ó alanín aminótransferasa (ALT) og aspartat aminótransferasa (AST) miðað við venjulega þéttni. I klínískri rannsókn fengu 0,5% sjúklinga ó pravastatín meðferð viðvarandi hækkun (meira en þreföld eðlileg efri mörk) ó transamínasa í sermi. Þessi hækkun var ekki tengd klínískum einkennum og einkennum lifrarsjúkdóma og lækkuðu venjulega í fyrri gildi, þegar meðferð var hætt. Gæta skal varúðar þegar pravastatín er gefið sjúklingum með sögu um lifrarsjúkdóma eða mikla ófengisneyslu. Beinagrindarvöðvar: Eins og hjó öðrum HMG-CoA redúktasa blokkurum hefur einstaka sinnum komið fram hækkun ó kreatínfosfókínasaþéttni (CK). Ef um verulega hækkun CK í sermi er að ræða (meira en tíföld eðlileg mörk), eða ef grunur leikur ó vöðvakvilla, er róðlegt að hætta pravastatín meðferð. Örfó tilvik rókvöðvasundrunar (rhabdomyolysis) sem valdið hefur skertri nýrnastarfsemi vegna mikils vöðvarauða í þvagi (myoglobinuria), hafa komið fram. Aukin tíðni vöðvaþrota (myositis) og vöðvakvilla (myopathy) hefur sést hjó sjúklingum sem taka HMG-CoA redkúktasa blokkara, sérstaklega hjó þeim sem hafa fengið ciklosporín (sjó milliverkanir), fibrínsýruafleiður eða nikótínsýru samtímis. Samsett meðferð pravastatíns og fíbrínsýru getur verið gagnleg hjó völdum sjúklingum sem þurfa enn frekari lækkun blóðfitu. En þar sem ekki er hægt að útiloka vöðvakvilla, skal forðast samsetta meðferð pravastatíns og fíbrínsýruafleiða. Meðganga og brjóstagjöf: í dýrarannsóknum hefur ekki komið fram vansköpun ó fóstri. Ekki hefur verið sýnt fram ó öryggi lyfsins ó meðgöngu. Konur ó bameignaraldri eiga að nota örugga getnaðarvörn ó Pravachol meðferð, þar sem kólesteról og önnur efni kólesterólmyndunar eru nauðsynleg fyrir þroska fóstursins. Ekki mó taka HMG-CoA redúktasa blokkara ó meðgöngu. Litið magn pravastatíns skilst út í brjóstamjólk. Brjóstagjöf ætti að hætta meðan ó pravastatín meðferð stendur. Aukaverkanir: Pravachol þolist venjulega vel. Aukaverkanir bæði klínískar og þær sem koma fram í rannsóknarprófunum, eru venjulega vægar og ganga til baka. Pravastatín var ekki tengt drermyndun hjó sjúklingum sem voru í klínískri rannsókn í allt að 1 ór eða lengur og ekki í langtíma dýrarannsóknum. Algengar (>!%): Húð: Utbrot. Sjaldgæfar (0,1-1%): Miðtaugakerfí: Höfuðverkur, þreyta. Meltingarfæri: Ógleði, uppköst, niðurgangur. Stoðvefir: Vöðvaverkir, brjóstverkir. Mjög sjaldgæfar (<0,1%): Lifur: Aukið magn lifrarenzýma í blóði. Stoðvefir: Vöðvabólgur. Pravastatín hefur verið gefið með kólestýramíni, kólestípóli, nikótínsýru og próbukóli. Milliverkanir: Engin klínísk óhrif hafa komið fram í rannsóknum ó milliverkunum. Kólestýramín/kólestípól: Engin veruleg lækkun varð ó aðgengi eða verkun þegar pravastatín var gefið 1 klst. fyrir eða 4 klst. eftir kólestýramín gjöf eða 1 klst. fyrir kólestipól gjöf og venjulega móltíð. Samtímis gjöf leiddi hinsvegar til um það bil 40-50% lækkunar ó aðgengi pravastatíns. Ciklosporín: í nokkrum rannsóknum hefur ciklosporín í plasma verið mælt hjó sjúklingum sem fengu pravastatín og ciklosporín samtímis. Niðurstöður þessara mælinga benda ekki til hækkunar ciklosporíns þéttni sem hefur klínísk óhrif. I einni rannsókn, hækkaði plasmaþéttni pravastatínssjúklingum sem gengist höfðu undir hjartaígræðslu og voru ó ciklosporíni. Ofskömmtun: Meðhöndla skal einkenni, ef of stór skammtur er tekinn inn. Skammtastærðir handa fullorðnum: Aður en Pravachol meðferð hefst, þarf að útiloka aðrar óstæður kólesterólhækkunar og sjúklingar eiga að vera ó kólesteróllitlu mataræði meðan ó meðferð stendur. Að auki, eru læknar hvattir til að kynna sér meðferðaróbendingar sem gefnar hafa verið út hér ó landi. Venjulegir skammtar eru 10-40 mg einu sinni ó dag, að kvöldi fyrir svefn. Hómarksverkun af gefnum skammti næst innan 4 vikna. Þess vegna skal mæla blóðfitu reglulega og ókveða skammta út fró niðurstöðum. Aldraðir og sjúklingar með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi: Klínísk reynsla af notkun lyfsins bendir ekki til þess að breyta þurfi skömmtum fyrir þessa sjúklinga. Eins og við aðra lyfjameðferðir skal byrja ó lógum skömmtum. Blönduð meðferð: Ahrif Pravachol ó heildar- og LDL-kólesteról lækkun eykst þegar þoð er gefið með gallsýrubindandi resíni. Þegar gallsýrubindandi resín er gefið (t.d. kólestýramín, kólestípól) skal gefa Pravachol annaðhvort 1 klst. eða meira fyrir eða a.m.k. 4 klst. eftir resín gjöfina. Aðgengi pravastatíns breytist ekki ef nikótínsýra, próbukól eða gemfibrózíl er gefið samtímis (sjó varnaðarorð, beinagrindarvöðvar). Sjúklingar sem taka ónæmishindrandi lyf eins og cícklosporín (sjó varnaðarorð, beinagrindarvöðvar) samtímis pravastatíni, skulu hefja meðferðina með 10 mg af pravastatíni ó dag. Skammtinn skal síðan hækka varlega smóm saman. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Pakkningar og verð í mars 1998: Töflur 20 mg: 28 stk. (þynnupakkað) - kr. 3.967-. Framleiðandi: Bristol-Myers Squibb. Umboðsaðili ó íslandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabær.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.