Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 51

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 501 Úr framsöguræðu Össurar Skarp- héðinssonar formanns heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis f viðtalinu við Dögg Pálsdóttur vitnar hún í framsöguræðu sem Össur Skarphéð- insson formaður heilbrigðis- og trygginga- nefndar Alþingis hélt þegar frumvarp til laga um réttindi sjúklinga var til umfjöll- unar. A þingfundi 17. maí 1997 mælti þingmaðurinn fyrir þeim breytingum sem nefndin vildi gera á frumvarpinu og sagði svo um 14. og 15. grein þar sem kveðið er á um sjúkraskrár: „Þær breytingar helstar sem nefndin legg- ur til í ákvæðunum í 14. og 15. gr. eru í fyrsta lagi að í 14. gr. er lögð til sú breyting að hverfa frá því að skilgreina sjúkraskrá sem eign heilbrigðisstofnunar eða þeirra heil- brigðisstarfsmanna sem færa hana í eigin starfsstofum. Það er að vísu mælt svo fyrir í gildandi læknalögum, en við teljum að það sé ekki rétt að hafa þetta svo. í stað þess að skil- greina sjúkraskrá sem eign heilbrigðisstofn- unar þar sem hún er færð eða læknis eða ann- ars heilbrigðisstarfsmanns sem færir hans á sinni starfsstöð, þá leggjum við til að gert sé ráð fyrir því að sjúkraskrámar skuli varðveitt- ar hjá framangreindum aðilum. Tel ég með öðrum orðum að það sé siðferðilega ekki hægt að segja að sjúkraskrá sem felur í sér sjúkra- sögu einstaklings sé eign einhvers annars en viðkomandi sjúklings. Ég tek það fram, herra forseti, að þessi breyting okkar var borin undir Læknafélagið og ýmsa sem komu til fundar við nefndina eftir að hún ákvað að gera þetta að sinni til- lögu, og enginn mælti þessu í gegn.“ Síðar í framsöguræðunni segir Össur að nefndarmönnum hafi þótt rétt að það kæmi fram í lagatextanum „að upplýsingar í sjúkra- skrám séu viðkvæmar persónuupplýsingar. Þetta kann ekki að skipta miklu í fljótu bragði, en þama er um meginreglu að ræða sem við teljum að sé rétt að sé fest í lög.“ HEIMILD: Heimasíða Alþingis, slóð: http://www.althingi.is/altexl/121 /05/rl 6252817.sgml breytingin var gerð. Þar kemur skýrt fram að með breytingunni hafi löggjafinn viljað tryggja það að sjúklingurinn ætti upplýsingarnar. En um leið er lögð varðveisluskylda á sjúkrastofn- unina sem þýðir að sjúklingurinn getur ekki komið og krafist þess að fá skrána. Hann getur fengið afrit af henni en ekki fjarlægt hana eða krafist þess að henni sé eytt. Þetta tel ég einnig að þýði að hann geti haft áhrif á það hvernig með þessar upplýsingar er farið, það er að segja notkun sjúkraskráa í öðrum tilgangi en þeim sem tengist meðferð hans á stofnuninni.“ - Geta sjúklingar þá neitað því að gögn úr sjúkraskrám þeirra fari inn í gagnagrunninn? „Ég er þeirrar skoðunar að sjúklingar geti neitað því að upplýsingar um þá fari inn í gagnagrunn. Þessa skoðun byggi ég annars vegar á þeirri breytingu sem Alþingi gerði á lögunum um réttindi sjúklinga og hins vegar á almennum mannréttindasjónarmiðum. Ég tel nauðsynlegt að við endurskoðun frumvarpsins í sumar verði þess gætt að tryggt verði að sjúk- lingur geti neitað því að sjúkraskrá hans fari í slíkan gagnagrunn.“ Skárnar ber að umgangast með varúð - En hvernig taka þessi lög um réttindi sjúk- linga og læknalög á ábyrgðinni á því ef upplýs- ingar leka út úr sjúkraskrám til þeirra sem ekki eiga að fá þær? Og hver er bótaskyldur ef af því hlýst skaði? „í lögunum um réttindi sjúklinga er kveðið á um að sjúkraskrá skuli varðveitt á heilbrigðis- stofnun sem þýðir að varðveisluskyldan er lögð á stofnunina eða þann heilbrigðisstarfsmann sem færir skrána. Það er hnykkt á þessu með því að árétta að þess skuli gætt við aðgang að sjúkraskrám að þær hafi að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar og að þær séu trúnaðarmál. Ég tel því ljóst að ef upplýsingar úr sjúkraskrá verða opinberar án samþykkis sjúklings, þá hljóti bótaskyldan að vera hjá stofnuninni eða

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.