Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Síða 53

Læknablaðið - 15.06.1998, Síða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 503 Meira um skottulækningar Nýlega las ég í Læknablaðinu grein eftir Árna Bjömsson (fyrir- lestur fluttur á vegum Hollvina- félags læknadeildar Háskóla ís- lands) um skottulækningar. Árni bendir réttilega á, að okkur, sem nú lifum, er ekki ljóst: „Hvers vegna lækningar sem ekki eru byggðar á fræðilegum grundvelli fengu þetta nafn“ (1). Hann kem- ur þó jafnframt með þá frumlegu skýringu á forskeytinu skottu-, að það sé skylt enska orðinu short. Orðið short á ensku á sér hlið- stæðu í kortur á íslensku, en það er nú tæpast mælt mál og myndi væntanlega þykja dönskusletta, ef notað væri. Á ensku er enn fremur til curt í sömu eða svip- aðri merkingu, er svarar til curt- us á latínu, sem samkvæmt orða- bók Cassels um enskt mál (2) gæti hafa verið notað til þess að lýsa stuttum hala eða skotti, sem stýft hefur verið af (samanber einnig frummerkinguna í to cur- tail). Skottulækningar ættu því samkvæmt þessum orðaskýring- um og hugmyndum Áma Björns- sonar að hafa jafngilt „stutthala- lækningum" eða „halaklipptum lækningum" - og það er engan veginn út í hött. Enda þótt fyrrnefnd skýring á forskeytingu skottu- sé frumleg, verður þó að öðru jöfnu að ætla, að það sé fremur sótt í skottu- heitið í íslenskri þjóðtrú eða jafnvel sögnina að skotta (skott- ast). I orðabók Sigfúsar Blöndal segir svo um skottu: „(Navn paa et) kvindeligt Sppgelse (saal. paa Grund af Hovedtöjet)“, - som förste Sammensætningsled i Bet. falsk, humbugslæg, ufaglært: skottulœknir,- prjedikun“ (3). Sigfús Blöndal vísar jafnframt í þjóðsögur Jóns Árnasonar um skottur. Jón Árnason lýsir nokk- uð tveimur skottum, sem aug- ljóslega eru kvendraugar, en segir, að miklu fleiri skottur hafi verið til „sem ég hef ekki enn náð í sögur af‘(4). Árbæjarskotta eða Nýjabæjarskotta hét sú skotta, sem Jón Árnason lýsir mest og um hana segir hann, að „stundum hefur hún sézt á skinn- peysu - eða fötum og með skúf- lausa skotthúfu mórauða" (4). - Þannig fer víst ekki milli mála, að þessir kvendraugar fengu skottunafnið af því, að þær sáust með skotthúfu. Merkingin í skottuforskeytinu: falskur eða óraunverulegur, svik- samlegur eða ófagmannlegur, hlýtur því að vera að minnsta kosti öðrum þræði til þess að rekja, að draugar eru flestum óraunverulegir og svo óviss fyrirbæri að vel má telja þá svik- ula og óáreiðanlega. En af hverju er drauganafnið skotta notað í þessum samsetningum en ekki móraheitið, svo að dæmi sé tekið (Jón Árnason kann margar sögur um draugana móra)? Ásgeir Blöndal Magnússon segir í orðsifjabók sinni (5), að forskeytið skotta- virðist helst merkja eitthvað flýtiskennt og skammvinnt. Hann nefnir sam- setningarnar skottuferð, skottu- lœkning og skotturóður. Hann telur, að forskeytið megi ef til vill tengja við sögnina að skotta: flækjast um, hlaupa fram og aft- ur. Sögnin er einnig til aftur- beygð, skottast. Ef tekið er tillit til allra fyrr- nefndra atriða, sýnist mér því sem skottulækningar geti merkt einkum þrennt: 1) lækningar, sem ná of skammt; 2) lækningar, sem unnar eru á hlaupum eða í flýti eða 3) lækningar, sem eru hverfular og brigðular og ráðast mest af tilviljunum líkt og skott- ur (eða aðrir draugar) hefðu haft þær í frammi. Gaman væri að vita, hvenær skottulækningar komust inn í ís- lenskt mál. Samkvæmt upplýs- ingum Orðabókar Háskólans er elsta dæmið um skottulækningar í rituðu máli frá því um miðja 19. öld og er eignað Jónasi Hall- grímssyni (6). Textadæmið er svona: „Það á nú að fara að hýða hann fyrir skottulækningar“. - Einhvern veginn finnst mér sem merking orðsins hafi verið af hálfu höfundar ótvíræð, þegar hann skrifaði þetta. Á hitt ber þó að líta, að Jónas Hallgrímsson var slunginn orðasmiður og samdi stundum nýyrði með skáldlegu gliti (samanber ljós- vaki). Smíðaði hann kannski orðið skottulækningar? I læknalögum frá 1932: Lög- um um lækningaleyfi, um rétt- indi og skyldur lækna og ann-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.