Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 72

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 72
520 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Lækna-golf 1998 Golfmót sumarsins 1. Delta-mótið Hvaleyrarvöllur föstudagur 5. júní kl. 16:00. Höggleikur, 18 holur með og án for- gjafar. Veitt verður full forgjöf (36). Leikið verður af gulum teigum, nema öldungar yfir 70 ára leika af rauðum teigum. Konur leika af rauðum teigum. 2. Lögmannaslagur Strandarvöllur Hellu sunnudaginn 12. júlí kl. 12:00. Leikinn verður betri bolti með forgjöf (3/4). Að minnsta kosti 10 tveggja manna lið verða frá hvorum hópi. Reynt verður að ræsa öll holl samtímis. 3. Stetho-mótið Golfvöllur Oddfellowa föstudaginn 24. júlí kl. 15:00. Höggleikur, 18 holur með og án forgjafar. Leikið verður af gulum teigum nema öldungar yfir 70 ára leika af rauðum. Veitt verður full forgjöf eins og í opnum mótum (24). Athygli skal vakin á nýjum styrktaraðila þessa móts sem er Roche. 4. Austurbakka-Ethicon mótið Leiruvöllur Keflavík mánudaginn 17. ágúst kl. 15:00 Höggleikur, 18 holur með og án forgjafar. Leikið verður af gulum teigum nema öldungar yfir 70 ára leika af rauðum. Veitt verður full forgjöf eins og í opnum mótum (24). Reynt verður að ræsa út af þremur teigum samtímis, en léttur kvöld- verður og verðlaunaafhending bíður í boði styrktaraðilans kl. 19:30. 5. Glaxo-mótið Nesvöllur föstudaginn 28. ágúst kl. 14:00. Punktakeppni með fullri forgjöf (hámark 24), 18 holur. Leikið verður af gulum teig- um, nema öldungar yfir 70 ára leika af rauðum. Golfklúbbur lækna er kominn á netið. Veffang: http://www.come.to/doctorgolf Framkvæmdastjórnin Ný stjórn Félags íslenskra lækna í Noregi, FÍLÍN Aðalfundur félagsins var haldinn hér í Björg- vin 26. mars síðastliðinn. Var kosin ný stjórn félagsins og er hún svo skipuð: Orri Einars- son formaður, Pétur B. Júlíusson ritari og Hörður Harðarson gjaldkeri. Eitt Læknablað í júlí og ágúst Útgáfa Læknablaðsins í júlí og ágúst, 7. og 8. tbl., verður sameinuð og komur út 1. júlí, en síðan mun ekki koma blað fyrr en 1. september. Skilafrestur í júlítölublað er 20. júní og í septemberhefti 20. ágúst. Sumarleyfislokun Skrifstofa læknafélaganna verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánu- deginum 20. júlí til og með föstudegin- um 7. ágúst. Spurningar til lækna um símenntun Vinsamlegast sendið spurningalistana sem fyrst. Fræðslustofnun lækna

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.