Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1999, Side 7

Læknablaðið - 15.02.1999, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85: 107-8 107 Ritstjórnargrein Vísindin og ákvarðanir í forvarnarmálum Fyrir nokkrum árum var vakin athygli á því í leiðara Læknablaðsins að í forvarnarlækning- um er ekki alltaf nóg að sýnt sé vísindalega fram á að ákveðinn lífsstíll, neysluvenjur eða umhverfismengun geti leitt til heilsutjóns (1). Til þess að forvörn nái árangri er einnig nauð- synlegt að læknar, aðar heilbrigðisstéttir, al- menningur og stjórnmálamenn séu ekki leidd í villu af einhverjum sem telur hagsmunum sín- um ógnað. Öflugir hagsmunaaðilar hafa varið stöðu sína á miskunnarlausan og ósvífinn hátt og hvorki eirt lífi né heilsu fólks sem málið hefur varðað. í leiðara Læknablaðsins var tekið dæmi af bandarískum tóbaksframleiðendum (1), en flett hafði verið ofan af óprúttnum vinnu- brögðum þeirra, meðal annars í JAMA, blaði bandaríska læknafélagsins (2). En tóbaksframleiðendur eru enn við sama heygarðshornið eins og nýleg dæmi frá Bret- landi bera vitni um. Þar hafa þeir höfðað mál til að reyna að fá breytt skýrslu um heilsufars- hættur tóbaks sem samin hefur verið af Vís- indanefnd um tóbak og heilsufar, en nefndin er ráðgjafi í tóbaksmálum fyrir stjórnvöld í Bretlandi (3). Fjórir stórir breskir tóbaksfram- leiðendur kvörtuðu meðal annars yfir því að fá ekki að njóta andmælaréttar þegar Vísindanefnd- in taldi sig geta sýnt fram á tengsl óbeinna reykinga við lungnakrabbamein og hjartasjúk- dóma og lagði því til að reykingabann yrði gert víðtækara en nú er á opinberum stöðum (3). Nú hefur leynd verið létt af enn fleiri skjölum sem varða breska tóbaksframleiðendur (4) og er hægt að kynna sér þau á vefsíðum tóbaksand- stæðinga (www.ash.org.uk). Ekki koma þar í ljós ný tíðindi. Vísindamenn á vegum tóbaks- iðnaðarins vissu þegar árið 1950 að reykingar valda krabbameini, en því hefur’alltaf verið neitað af talsmönnum tóbaksiðnaðarins. Tób- aksframleiðendum var líka kunnugt um að nikótín í sígarettureyk væri vanabindandi og væri þeim því trygging fyrir stöðugri neyslu tóbaks. Þá kemur einnig fram að ráðgjafar tóbaksiðnaðarins töldu að áhrifin af að skipta yfir í sígarettur með minna tjöruinnihaldi gæti aukið, ekki minnkað, heilsufarshættur reyk- inga. Af breska dæminu kemur fram að heilbrigð- isyfirvöld þar hafa sér til ráðgjafar vísinda- nefnd sem á að ráðleggja þeim um tóbaksmál. Það er vísindamanna að meta þekkingu um heilbrigðismál og koma með tillögur um við- brögð, en pólítískt kjörinna fulltrúa er að taka endanlega ákvarðanir um aðgerðir. Ráðlegg- ingar vísindamanna til stjórnvalda geta því ekki verið vísindi í sjálfu sér en eiga að vera í samræmi við niðurstöður vísindanna. I lýðræð- isríkjum eru það síðan kjósendur sem meta hvernig kjörnir fulltrúar þeirra bregðast við þekktum og augljósum heilsufarshættum og hvernig og hvort þeir hafa reynt að bægja slík- um hættum frá almenningi, ekki síst þeim sem minna mega sín og eiga erfitt með að verja sig, svo sem börn og ungmenni. Þetta samspil vísinda og stjórnvaldsákvarð- ana í forvarnarmálum á að sjálfsögðu við um fleira en tóbaksvandann. Fyrir skömmu kom út hjá Oxford University Press bókin Setting the limits eftir sænska heimspekinginn Sven Ove Flansson sem fjallar um hvernig tekist hefur að ákvarða mengunarmörk fyrir vinnustaði (5). Hann bendir jafnframt á leiðir til að bæta ákvarðanir um setningu markanna (5). Hansson leggur mikla áherslu á að opin umræða sé nauðsynleg um þau hagsmunaátök sem eiga sér stað þegar takmarka á mengun sem menn verða fyrir. Umfjöllun Hanssons gefur almenna leið- beiningu til þeirra sem fjalla um forvarnirnar en höfðar einnig til þeirra sem vinna við klín- ískar lækningar. Spurningar hafa verið settar fram um það, hvemig hægt sé að samræma að leitast annars vegar við að vemda heilsu fólks en ganga hins vegar út frá þeim fjárhagslegu, tæknilegu og stjórnmálalegu takmörkunum sem fyrir hendi eru. Hér er bent á hliðstæður í klínískri læknisfræði. Klínísk læknisfræði er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.