Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 24
122 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Mynd 1. Fjöldi sjúklinga greindra með Kawasaki sjúkdóm eftir árum. mótefna, til að sjá hvernig staðið væri að greiningu hérlendis. Niðurstöður Á árunum 1979-1997 var staðfest greining Kawasaki sjúkdóms hjá 40 börnum. Öll börnin utan eitt voru lögð inn á sjúkrahús. Lágu 15 á Landakotsspítala, 23 á Landspítalanum og tvö á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Fimm börn fengu sjúkdómsgreininguna en stóðust ekki greiningarskilmerki og voru því ekki tekin með. Fjöldi og dreifing tilfella eftir mánuðum og árum: Verulegur breytileiki er á fjölda tilfella frá ári til árs (mynd 1). Á þriggja mánaða tíma- bili árið 1981, í ágúst, september og október, greindust sex börn með sjúkdóminn. Ekki finn- ast nein tengsl milli barna sem greinst hafa með sjúkdóminn. Dreifing virðist nokkuð jöfn eftir inánuðum og engin árstíðarsveifla er sjáanleg. Meðalnýgengi sjúkdómsins hjá börnum innan fimm ára aldurs reiknast 8,5 á 100.000 á ári. Aldur og kyn: Flest barnanna, eða 85%, voru yngri en fimm ára við greiningu. Yngsti sjúk- lingurinn var sex mánaða og sá elsti átta ára. Meðalaldur var 3,0 ár. Kynjahlutfall (dreng- ir:stúlkur) var 2:1. Fylgikvillar í hjarta og œðakerfi (tafla III): Alls voru 37 af 40 sjúklingum ómskoðaðir. Af þeim voru 30 skoðaðir með tvívíddarómun í sjúkdómslegunni en fimm fyrstu ómskoðanirnar voru gerðar með „M-mode“, sem greinir ekki breytingar í kransæðum. Tveir sjúklingar voru ómskoðaðir nokkrum árum eftir veikindin með tvívíddarómun og höfðu þá eðlilegar kransæðar. Fjórir af þeim 30 (13%) sem ómskoðaðir voru með tvívíddarómun í sjúkdómslegunni fengu gúla á kransæðar. Voru þeir 4-6 mm í þvermál. Hafa gúlarnir gengið til baka hjá öllum nema einum. Allt eru þetta drengir, tveir þeirra fengu i 1 1 2 3 1 I I I 1 1 4 5 6 7 8 9 10 Dagar Mynd 2. Tími frá upphafi einkenna til mótefnagjafar. Tafla III. Helstu fylgikvillar Kawasaki sjúkdóms*. Gúlar á kransæðar 4 (af 30 ómskoðuðum með tvívíddarómun (13%)) Gollurshússvökvi 13 (af 35 ómskoðuðum (37%)) Klínísk hjartabilun 3 (7,5%) Liðverkir/liðbólgur 8 (20%) Graftarmiga 20 (50%) Heilahimnubólga 1 (2,5%) Lithimnubólga 1 (af 11 augnskoðuðum (9%)) Brengluð lifrarpróf 23 (af 39 rannsóknum (59%)) Bjúgur í gallblöðu 1 (2,5%) " Sjá skýringar í texta. tvo gúla en hinir tveir einn gúl. Allir þessir sjúk- lingar voru meðhöndlaðir með mótefnum. Þnr sjúklingar (7,5%) fengu klíníska hjarta- bilun og lést einn þeirra af völdum hennar. Hann var 10 mánaða gamall og er eini sjúkling- urinn sem hefur látist af völdum sjúkdómsins hérlendis, en hann var jafnframt sá fyrsti sem var greindur með sjúkdóminn. Hann fékk ekki gúl á kransæðar en hinir tveir sjúklingarnir fengu gúla. Enginn sjúklingur hefur greinst með hjarta- drep. Meðferð: Frá 1987 hafa allir sjúklingar, að þremur undanskildum, fengið mótefni (27 af 30). Af þeim þremur sem ekki fengu mótefni var einn talinn hafa iktsýki og fékk meðhöndl- un með sterum, annar var sjúkdómsgreindur eftir á og sá þriðji hafði vægan sjúkdóm en allir uppfylltu þó skilmerki Kawasaki sjúkdóms. Framan af voru mótefnin gefin á fjórum dög- um, einu sinni daglega, 400mg/kg. Tíu sjúk- lingar fengu slíka meðferð. Árið 1991 var með- ferðinni breytt í 2g/kg, gefið í einum skammti, á 10-12 klukkustundum og fengu 17 sjúklingar slíka meðhöndlun. Fjögur börn fengu endur- tekna mótefnagjöf vegna viðvarandi einkenna. Þrjátíu og sjö (92,5%) voru meðhöndluð með aspiríni. Tuttugu og fjögur (60%) fengu eitt eða fleiri sýklalyf á sjúkdómstímanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.