Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1999, Síða 33

Læknablaðið - 15.02.1999, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 127 milli vanlíðunar (distress/bother) vegna getu- leysisins og þess að hvaða marki getuleysið hafði áhrif á almenn lífsgæði (10). Þó að þetta hljómi ef til vill ekki eins og nein ný sannindi er athyglisvert að ekki hafa allar rannsóknar- niðurstöður verið samhljóða um þetta samband (11,12). Ein skýring sem bent hefur verið á til að útskýra þennan skort á sambandi milli van- líðunar og lífsgæða er að hefðbundnar aðferðir til að meta lífsgæði kunni að vera illa til þess fallnar að meta áhrif einstakra einkenna á al- menna vellíðan (12). I sænsku rannsóknunum var stuðst við nýja þriggja þrepa nálgun á lífs- gæðamati (3,13). I stað hefðbundinna lífsgæða- prófa sem byggja á útreikningum meðalgilda margra einkenna var hvert einkenni skoðað fyrir sig og athugað að hve miklu leyti það hrjáði sjúklinginn. Að lokum var sambandið milli vanlíðunar og almennra lífsgæða skoðað. Hvað á að greiða með skattpeningum? I dag stöndum við frammi fyrir nýju „vanda- máli“. Sífellt fleiri lyf og læknisaðgerðir koma á markaðinn sem geta verið afgerandi fyrir lífs- gæði tiltölulega þröngs hóps en geta aukið lífs- gæðin örlítið fyrir mjög marga. Dæmi um slíkt eru töflur sem auka limstífni (og hugsanlega lrka kynlífsnautn bæði hjá körlum og konum), megrunarlyf og lýtalækningar. Fáum dettur í hug að samfélaginu beri að greiða niður and- litslyftingar fyrir alla en flestir eru vonandi sammála því að rétt sé að greiða niður lýtaað- gerðir sem miða að því að reyna að lagfæra verulega útlitsgalla eða endurbyggja brjóst kvenna sem farið hafa í krabbameinsaðgerð. Eins kemur líklega fáum til hugar að krefja samfélagið um niðurgreidd lyf til að ná af sér þessum fimm aukakílóum, en flest ættum við að geta verið sammála um að greiða niður slfk lyf fyrir mann sem hefur í mörg ár barist við að reyna að ná af sér 50 aukakílóum. Að sama skapi er vafasamt að samfélagið greiði niður lyf á borð við Viagra fyrir karla eða konur sem vilja nota lyfið til að auka samfaranautn sína eða ná aftur þessari steinhörðu limstífni sem er aðeins farin að dala, þó ennþá sé ekkert því til fyrirstöðu að hafa samfarir. Hins vegar er það afar undarlegt ef samfélagið greiðir ekki niður lyf og hjálpartæki fyrir karla sem verða getu- lausir eftir krabbameinsaðgerðir, vegna sykur- sýki eða mænuskaða. Ekki er svo að skilja að allir getulausir karl- menn sem komnir eru yfir sextugt muni not- færa sér niðurgreidd lyf við getuleysi þó þau standi til boða. I sænsku rannsóknunum sem vitnað er til í þessari grein skiptust aldraðir getulausir karlmenn í tvo hópa. Annars vegar voru þeir sem virtist standa nokkuð á sama um getuleysi sitt og hins vegar hinir sem liðu vegna þess. Þessir hópar voru nokkurn veginn jafn stórir. Þær raddir heyrast gjarnan í umræðunni um niðurgreiðslu meðferða vegna getuleysis að hver sem er geti logið til um ástandið til að fá meðferðina niðurgreidda. Umfang vandans er þó ekki eins stórt og sumir ætla, því með þeirri greiningartækni sem nú er fyrir hendi og virkri samvinnu þeirra sem hafa sérhæft sig í grein- ingu getuleysis er hægt að greina hafrana frá sauðunum. Fáir ef nokkrir karlar sem ekki eru raunverulega getulausir koma til með að leggja sig undir smásjá sérfróðra aðila í þeim tilgangi einum að spara peninga, að því gefnu að lyfið sé öllum aðgengilegt á markaðsverði. Til þess er málið of viðkvæmt. En sé einhver vafi á ferðinni eru til leiðir til að úrskurða í málinu (5,7,8). Niðurstaða Ljóst er að varla er mögulegt að greiða niður dýr lyf eins og Viagra fyrir alla sem hugsanlega hefðu áhuga á að nota það til að auka kynlífs- nautn eða bæta aðeins frammistöðu sína í kyn- lífi. Hins vegar er Ijóst að hópur karla sem orð- inn er getulaus, meðal annars vegna sjúkdóma, meðferða eða slysfara, hlýtur að eiga rétt á nið- urgreiddri meðferð. Lausnin er fólgin í þróun skilvirkrar greiningartækni. Getuleysi sem or- sakast af skurðaðgerð gegn krabbameini í blöðruhálskirtli hefur líklega svipuð áhrif á sálræna líðan margar karla og brottnám brjósts vegna brjóstakrabbameinsaðgerðar hefur á lífs- gæði margra kvenna. Ef við erum sammála um að greiða niður lýtalæknismeðferð til að byggja upp brjóst er tæplega siðferðilega rökrétt að neita að greiða niður meðferð sem dregur úr neikvæðum áhrifum aukaverkana meðferðar við krabbameini í blöðruhálskirtli, eða eykur lífsgæði karla sem verða getulausir í kjölfar sjúkdóma eða slysa. HEIMILDIR 1. Helgason ÁR, Adolfsson J, Dickman P, Arver S, Fredrikson M, Göthberg M, Steineck G. Sexual desire, erection, orgasm and ejaculatory functions and their importance to
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.