Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1999, Síða 72

Læknablaðið - 15.02.1999, Síða 72
162 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði Mannvernd Samtök um persónuvernd og rannsóknarfrelsi Samtökin Mannvernd voru stofnuð síðastliðið haust af einstaklingum víðs vegar að úr þjóðfélaginu, sem áttu það sameiginlegt að vilja aðrar og betri leiðir til persónuverndar og vísindastarfs en þær sem fólust í gagnagrunnsfrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Hér voru samankomnir menn úr ýmiss konar félagasamtökum, stéttarfélögum, neytendasam- tökum, læknar, háskólapró- fessorar og aðrir vísindamenn. Sennilega er óvenjulegt að svona fjölbreyttur hópur komi saman til að vinna að ákveðnu málefni. Menn höfðu velt fyr- ir sér kostum og göllum við að vinna að málinu hver frá sín- um vígstöðvum og hins vegar að mynda samtök um þetta sameiginlega áhugamál. Nið- urstaðan varð að Mannvernd var stofnuð. Meðan frumvarpið var til umræðu á Alþingi stóðu sam- tökin fyrir ýmiss konar upp- lýsingastarfi sem beindist að almenningi, sjúklingum, læknum og ekki síst þing- mönnum. Þótt niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar á Alþingi hafi orðið önnur en helst varð á kosið, var þessi kafli í starfi samtakanna lærdómsríkur. Þeir sem tóku þátt í baráttunni urðu margs vísari um innviði samfélagsins og hvernig ákvarðanir eru í raun teknar í stjórnsýslustofnunum okkar og hvað stjórnar skoðunum ráðamanna. Mannvernd eru ekki fjársterk samtök, en það kostar stórfé að koma skoðun- um á framfæri og enn hærri upphæðir þarf til að leiðrétta upplýsingar sem þegar hefur verið komið á framfæri. Samt sem áður varð okkur ágengt og athyglisvert var að fylgjast með því hvernig augu manna opnuðust smám saman fyrir hættunum sem fólust í frum- varpinu og göllunum á hug- myndinni að baki því. Fylgi við frumvarpið í skoðana- könnunum dvínaði og and- staða gegn því jókst á þingi. Andstöðu innan stjórnarflokk- anna var þó haldið niðri með harðri hendi. Þessi aukna andstaða var ef til vill ein af skýringunum á því mikla fáti og flýti sem ein- kenndi Iokaafgreiðslu frum- varpsins. Nokkrar afdrifaríkar breytingar voru gerðar á frum- varpinu á síðustu dögum fyrir samþykkt þess, breytingar sem orsökuðu að Rannís breytti umsögn sinni og lýsti yfir andstöðu við frumvarpið. Flestir aðrir umsagnaraðilar höfðu þegar gagnrýnt frum- varpið harðlega. Þá eru und- anskildar umsagnir sem ís- lensk erfðagreining greiddi fyrir, en þær voru að mestu hliðhollar frumvarpinu. Hér verða rökin gegn gagnagrunn- inum ekki rakin, heldur sagt frá áætlunum Mannverndar. Starf Mannverndar er rétt að hefjast. Mikil vinna er framundan vegna gagna- grunnslaganna, en önnur verkefni sem tengjast per- sónuvernd eða rannsóknar- frelsi bíða á meðan. Á næst- unni munu samtökin leggja áherslu á að fræða almenning um rétt einstaklinga sem tryggður er í lögunum: „Sjúklingur getur hvenær sem er óskað eftir því að upplýsingar um hann verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði.“ Hér er um mikilvægan rétt að ræða, og reyndar eina rétt- inn sem einstaklingum er tryggður. Og hafa þarf hraðar hendur, því engin leið er til að hætta við þátttöku eftir að upplýsingarnar eru komnar í grunninn. Einstaklingur getur ekki fengið uppgefið hvaða upplýsingar eru skráðar um hann í grunninum og ekki er hægt að afmá eða leiðrétta rangar upplýsingar. Vísinda- menn hafa bent á að þetta er uppspretta bjögunar og rýrir notagildi grunnsins. Síðan segir í lögunum: „Beiðni sjúklings getur varðað allar upplýsingar sem þegar liggja fyrir um hann í sjúkraskrám eða kunna að verða skráðar eða nánar til- teknar upplýsingar. Skylt er að verða við slíkri beiðni. Sjúklingur skal tilkynna land- lækni um ósk sína.“ Niðurlag á bls. 164
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.