Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1999, Qupperneq 84

Læknablaðið - 15.02.1999, Qupperneq 84
172 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 verið sett. Það sem er snúið í því efni er hvernig umræðurn- ar hafa verið. Þær hafa að sjálfsögðu að hluta til snúist um sjálfan gagnagrunninn en inn í þær hafa blandast miklar umræður um almenn mál sem menn hafa verið að velta fyrir sér, mál sem varða upplýs- ingasöfnun í heilbrigðiskerf- inu sem staðið hefur yfir um margra ára skeið en er alveg óháð þessu sérstaka máli. Þar á ég við þætti á borð við upp- lýst samþykki, öryggi upplýs- inga og nafnleynd í tölvuunn- um sjúkraskrám. Þessir þættir snerta ekki bara miðlægan gagnagrunn heldur einnig alla hina gagnagrunnana því við megum ekki gleyma því að í íslenska heilbrigðiskerfinu eru til margir og stórir gagna- grunnar með miklum upplýs- ingum um fólk og þeir eru flestir með nöfnum. I hita leiksins hefur öll þessi um- ræða beinst að þessu afmark- aða máli sem er miðlægi gagnagrunnurinn. En það er augljóst að íslenskt heilbrigð- iskerfi hefði orðið að ræða öll þessi mál, alveg burtséð frá því hvort þetta mál hefði kom- ið upp. Viðhorfin hafa breyst svo mikið í þessum málum. Hing- að til hefur viðhorfið verið á þá lund að fólk hefur vitað það og veitt þegjandi sam- þykki sitt fyrir því að þekking sem verður til við meðhöndl- un á sjúkdómum einstaklinga sé notuð til hagsbóta fyrir heildina. Þetta hefur meðal annars verið gert í krafti þess að heilbrigðiskerfið er fyrir okkur öll og kostað af okkur öllum. Þetta viðhorf hefur verið að breytast, ekki bara hér á landi heldur um allan heim, ekki síst í Evrópu. Nú segja sumir að málið sé ekki svona einfalt, nú verði að spyrja fólk til hvers megi nota upplýsingar um það. Ástæðan fyrir þessu er sú að heilbrigðisiðnaðurinn er að hluta til rekinn til þess að vinna fyrir peningum og „græða“ fé. Það er verið að nota þekkinguna til þess að framleiða lyf og lækningatæki. Meðal annars þess vegna segja margir nú að sjúklingur- inn verði að vera með í því að ákveða hvort og hvernig nota megi upplýsingar frá honum. Þetta hugsuðu menn ekkert út í hér áður fyrr. Nú er þetta tal- ið sjálfsagður hluti af mann- réttindum og íslenskt heil- brigðiskerfi hefði eins og ég sagði áðan ekkert komist und- an því að ræða þessi mál. Þessi hugsun á auðvitað fullan rétt á sér þegar um er að ræða persónugreinanlegar upplýs- ingar. I gagnagrunninum verður full nafnleynd og þar eru eingöngu ópersónugrein- anlegar upplýsingar. Þess vegna gilda önnur lögmál eins og fram kemur í lögum um miðlægan gagnagrunn.“ Oskir fólks verða virtar - í umræðunni hefur komið fram ótti lækna við það að þeir sem ekki vilja láta gögn af hendi í grunninn verði úti- lokaðir frá nauðsynlegum upplýsingum til þess að stunda rannsóknir. Er einhver ástæða fyrir þessum ótta? „Það hefur margt verið sagt í hita leiksins og sumt byggst á misskilningi eða því að menn hafa ekki sett sig inn í málið. En við skulum ímynda okkur að læknir sé að rann- saka einhvern ákveðinn sjúk- dónt sem er meðhöndlaður í heilsugæslunni og á sjúkra- húsum. Eftir tilkomu miðlæga gagnagrunnsins hefur hann tvær leiðir til þess að nálgast upplýsingar um sjúkdóminn. Önnur er sú að fá þær úr mið- læga gagnagrunninum, hin er sú að fara þá leið sem hann hefur farið hingað til, sem sé að leita til viðkomandi sjúkra- húsa og heilsugæslustöðva eftir upplýsingunum. Munur- inn verður sá að eftir að mið- lægi gagnagrunnurinn verður kominn í gagnið ætti að verða auðveldara en áður að nálgast upplýsingarnar úti í stofnun- unum vegna þess að þar munu þær þá vera til á tölvutæku formi.“ - Er búið að útfæra nánar hvemig hægt er að tryggja að upplýsingar um einstaklinga sem ekki vilja láta þær fara inn í grunninn fari ekki þang- að? „Ráðuneytið hefur lagt á það áherslu að landlæknir komi þessu þannig fyrir að menn geti með einföldu bréfi beðið um að upplýsingar um þá eða hlutar af sjúkrasögu þeirra fari ekki inn í grunninn. Ég veit að landlæknir er þegar byrjaður að taka við slíkum óskum og í undirbúningi er sérstakt eyðublað til að taka við þeim. Upplýsingar um þessa einstaklinga verða stöðvaðar áður en þær fara inn í grunninn. Það er hlutverk landlæknis og Tölvunefndar að fylgjast með því að óskir fólks verði virtar. Það á eftir að koma upp tölvubúnaði til þess að halda utan um þessa gagnaskrán- ingu og útfæra þetta tæknilega en ég geri ráð fyrir að þetta verði tiltölulega einfalt í fram- kvæmd,“ sagði Davíð Á. Gunn- arsson ráðuneytisstjóri. -ÞH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.