Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1999, Síða 93

Læknablaðið - 15.02.1999, Síða 93
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 179 íðorðasafn lækna 108 íhlutun Asmundur Brekkan hafði samband vegna texta sem hann var að vinna við og þar sem fyrir kom hugtakið „interventional radiology". Enska nafnorðið intervention er komið út latínu þar sem sögnin intervenire merkir að komast á milli. I Ensk-ís- lenskri orðabók Arnar og Ör- lygs er enska sögnin inter- vene: 1. koma á milli, vera á milli. 2. blanda sér í mál, sker- ast í leikinn, ganga á milli, reyna að koma á sœttum. 1 texta Ásmundar virtist þýð- ingin á sögninni intervene að skerast í leikinn eiga best við, en í íslensku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar er ein- göngu gefin merkingin: hlut- ast til um mál í því skyni að binda endi á það. I íslenskum orðatiltækjum Jóns G. Frið- jónssonar eru hins vegar tvær merkingar: taka í taumana, hafa afskipti af e-u með af- gerandi hætti. Blæbrigðin eru því allt frá því að stöðva al- veg, eins og þegar hestur er stöðvaður með því að grípa ákveðið í taumana, yfir í það að grípa afgerandi inn í ein- hverja atburðarás, án þess endilega að stöðva hana. Ný tækni og nýjar aðferðir í röntgenfræði hafa gert það að verkunr að ekki er lengur ein- göngu um „hlutlausar rann- sóknir“ að ræða, röntgenlækn- irinn er einnig farinn að grípa beint inn í atburðarás og hlut- ast til um meðferð sjúkdóms- breytinga með aðgerðum sín- um. Það er þessi tegund rönt- genfræði sem nefna má inter- ventional radiology. íðorða- safn lækna tilgreinir þýðing- una inngrip fyrir interven- tion, en Orðanefndin hefur síðan einnig lagt fram heitið íhlutun. sem bæta þarf inn í viðkomandi hefti (H-K). Ihlutunarröntgenfræði er ekki beinlínis lipurt heiti, en það er þó ekki lengra en hið erlenda, hvort heldur er í stöf- um eða atkvæðum talið. Surfactant Á gömlum og snjáðum minnismiða fann undirritaður hugmynd að íslensku heiti á því efni eða þeim efnaflokki sem surfactant nefnist. Hug- myndin er sennilega frá Sig- urði V. Sigurjónssyni röntgen- lækni komin og vildi hann bæta um betur vegna þeirra þýðinga sem er að finna í Ið- orðasafni lækna: 1. yfirborðs- virkt efni, 2. lungnablöðru- seyti. 1 Orðabók Arnar og Ör- lygs finnst orðasambandið surface-active agent. íslensk þýðing er ekki gefin heldur lýsing: yfirborðsvirkt efnasam- band sem minnkar yfirborðs- spennu vatnslausnar eða spennu í snertifleti lausnar við annan vökvafasa. Eitt helsta efnið af þessu tagi er framleitt í lungnablöðrum mannsins, myndar þar einfalt lag (mono- layer) á yfirborði lungna- blöðruþekjunnar og dregur úr yfirborðsspennu lungna- blöðruvökva. Þegar þetta efni er til staðar opnast blöðrurnar auðveldlega við innöndun þó þær falli saman eftir útöndun. Skortur á þessu náttúrulega efni kemur fyrir hjá fyrirbur- um, en tilbúin yfirborðsvirk efnasambönd eru nú koinin í notkun við öndunarmeðferð og hafa ætíð verið nefnd „sörf- aktant“ á slangurmálinu. Hug- mynd Sigurðar er sáraeinföld, að tekið verði upp heitið spennuleysir. Engin ástæða er til þess að reyna að betrumbæta það, en lýst er eftir athugasemdum eða öðrum hugmyndum. Perfusionist Viktor Magnússon hafði samband fyrir nokkru síðan og óskaði eftir aðstoð við að finna heiti á starfsgrein sína. Á ensku er notað starfsheitið perfusionist, en íslenskt heiti hefur ekki fengist. Viktor hef- ur grunnmenntun í rafeinda- fræði og vinnur við daglegan rekstur hjarta- og lungnavélar, ósæðardælu og blóðflæði- mælingar í tengslum við hjartaskurðlækningar. Sam- starfsmaður hans hefur hins vegar grunnmentun í meina- tækni. Perfusion er skilgreind sem heilbrigðistengd starfs- grein á þann veg að hún fáist við notkun tœkjabúnaðar til að leiða blóð og súrefnismetta það utan líkama sjúklings. Perfusionist er síðan starfs- maður sem hefur frœðilega, tœknilega eða klíníska undir- stöðu og þjálfun til þess að stjórna þeim búnaði, sem tímabundið viðheldur blóð- flœði utan Itkama sjúklings meðan á lœknisfrœðilegri að- gerð stendur. í uppkasti því að starfslýsingu, sem Viktor afhenti undirrituðum, er gert ráð fyrir grunnnámi í meina- tækni, tæknifræði, verkfræði, hjúkrunarfræði, eða læknis- fræði og síðan tveggja ára bóklegu og verklegu sérnámi. Framltald í nœsta blaði. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.