Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 223 á foreldrum og eftir atvikum systkinum bams- móður og varnaraðila, svo og á öðrum börnum bamsmóður og öðrum bömum lýsts bamsföð- ur. Ef staðfesta þarf faðemi barna með dómi er erfðafræðilegum rannsóknum oft beitt af því tilefni. Það er nú oftast gert með greiningu og samanburði á DNA erfðaefninu eða með svo- kölluðum DNA-rannsóknum. 1. e. Forsjárdeilur I málum þar sem deilt er um forsjá barna kemur stundum fyrir að afla þarf læknisvott- orða eða umsagnar læknis um heilsufar þeirra sem hlut eiga að máli. Forsjá bams ber að ákveða eftir því sem barni er fyrir bestu eins og fram kemur í 2. mgr. 34. gr. barnalaga. 1 því skyni þarf dómarinn meðal annars að fá upplýsingar um barnið, ástand þess og aðbúnað. Einnig skiptir máli þegar dómari ákveður hvoru foreldranna verði falin forsjá barns hverjir eiginleikar og per- sónulegir hagir þeirra eru. Stundum þarf því að afla gagna um heilsufar foreldranna. I þeim til- fellum geta læknisvottorð eða sérfræðilegar álitsgerðir lækna verið mikilvægar í sönnunar- færslunni. Dæmi eru einnig um að dómari í for- sjármáli biðji lækni um athugun á líkamlegu og andlegu ástandi viðkomandi barns og láti dóm- inum í té niðurstöður þar að lútandi. 2. Helstu aðferðir við að afla læknisfræði- legra sönnunargagna Réttarfarsreglur gera stundum ráð fyrir því að ákveðnum aðferðum verði beitt þegar aflað er læknisfræðilegra gagna. Það á til dæmis í mörgum tilfellum við um rannsóknir sakamála og í málum sem rekin eru til að ákveða faðerni barna. Lögin segja þá fyrir um það hvernig skuli afla gagna. í öðrum tilfellum getur verið um val að ræða milli mismunandi aðferða við gagnaöflunina. Vegna reglunnar um forræði málsaðila á sönn- unarfærslu í einkamálum er almenna reglan sú að málsaðilar ákveða sjálfir, án afskipta dóm- ara, hverra sönnunargagna þeir afla vegna reksturs dómsmáls. Þeir geta því í sumum til- fellum valið sjálfir um mismunandi leiðir varð- andi gagnaöflun. Helstu aðferðir við að afla læknisfræðilegra gagna eru þessar: 2.a. Mat á örorku Fyrir gildistöku skaðabótalaganna, sem tóku gildi þann 1. júlí 1993, hafði sú venja komist á að örorkumöt voru gerð af læknum. Örorka var þá yfirleitt metin samkvæmt hreinum læknis- fræðilegum mælikvarða. Tiltekið líkamstjón var metið sem ákveðin örorka mæld í hundraðs- hlutum. Þannig leiddi til dæmis missir fingurs til sömu örorku án tillits til þess hvaða áhrif það hafði á vinnugetu þess einstaklings sem hlut átti að máli. Ahrif á vinnugetu tveggja ein- staklinga geta hins vegar verið mismunandi þótt líkamstjónið sé hið sama. Augljóslega verða áhrifin af missi fingurs meiri fyrir at- vinnupíanóleikara en þann sent hefur atvinnu af söng. Með skaðabótalögunum varð hins vegar breyting á því hvernig meta skyldi örorku. Samkvæmt lögunum ber að meta þau fjárhags- legu áhrif sem líkamstjón hefur á hæfi viðkont- andi einstaklings til að afla tekna með vinnu. Þótt gert sé ráð fyrir því samkvæmt 10. gr. skaðabótalaga að leitað sé álits örorkunefndar varðandi örorkustig getur málsaðili engu að síður aflað örorkumats hjá lækni sem byggt verður á þegar bætur eru ákveðnar fyrir varan- lega örorku (6). Hvort sem örorkumat fer fram hjá lækni eða ákvörðun um örorkustig er tekin af örorku- nefnd geta málsaðilar verið ósammála unt þær niðurstöður. Sérstaklega getur málsaðila greint á um atriði sem byggð eru á mati. í sumum til- fellum reynir á hvort öðrum málsaðila tekst nteð viðeigandi gögnum að hnekkja mati eða öðrum atriðum sem koma fram í gögnum sem hinn aðilinn hefur lagt fram og byggir málatil- búnað sinn á. Við mat á örorku getur þurft að afla álits eða mats annars sérfræðings, til dæmis sálfræð- ings. Það getur til dæmis átt við þegar um heilaskaða er að ræða og fram þarf að fara sál- fræðilegt mat eða sálfræðirannsókn í tilefni af því. 2.b. Beiðni um sérfrœðirannsókn eða sér- frœðilega athugun Ymsar sérfræðirannsóknir geta verið mikil- vægar þegar upplýsa þarf sakamál. Oft fara slíkar rannsóknir fram á rannsóknarstofum, til dæmis DNA-rannsóknir. í þeim tilfellum þarf að taka sýni til rannsóknar. Um sýnatöku og aðrar líkamsrannsóknir gilda ákvæði laga um meðferð opinberra mála. Samkvæmt 92. gr. laganna má taka blóð- og þvagsýni úr sakborn- ingi og framkvæma á honum aðra þá líkams- rannsókn í þágu rannsóknar sem gerð verður á honum að meinalausu. Enn fremur má taka af honum fingraför og myndir í þágu rannsóknar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.