Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1999, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.03.1999, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 213 Niðurstaða úr mælingu mótefna gegn herpes simplex veiru samræmdist nýlegri frumsýk- ingu. 4. Vefjasýni úr vélinda sýndi breytingar er samræmdust herpes simplex vélindabólgu og/eða herpes simplex veira ræktaðist úr vél- indasýni. Sjúkdómsgreining var talin líkleg ef þremur fyrstu skilmerkjum var fullnægt en ör- ugg/ákveðin ef öllum fjórum var fullnægt. Tilfelli sem fundust í rituðu máli voru talin samrýmast herpes simplex vélindabólgu hjá heilbrigðum einstaklingum ef höfundar lýstu tilfellunum sem slíkum og þau fullnægðu skil- merkjum 1,2 og 4. Sjúkratilfelli greind á íslandi Tilfelli 1. Tuttugu og eins árs gamall karl- maður kom til læknis með tveggja daga sögu um verk undir bringubeini, verk við kyngingu (odynophagia) og hrollköst. Hvorki var saga um áblástur né kynfærasýkingar. Vinkona hans hafði sögu um endurtekinn áblástur en ekki ný- legt sár. Við komu var hiti 39,4°C. Blóðprufur og röntgenmynd af lungum voru innan eðli- legra marka. Hjartalínurit sýndi vægar ST-T takka breytingar í leiðslum VI og V2 en mæl- ing á CPK (creatine phosphokinase) og hjarta- ómun leiddu ekkert óeðlilegt í ljós. Gefin var meðferð með lansóprasóli en án svörunar. Spegl- un sýndi áberandi bólgu og grófar slímhúðar- fellingar á mótum vélinda og maga. Vefjasýni frá vélinda sýndi bráða bólgu og í þekju voru Cowdry innlyksur af gerð A og margkjarna risafrumur. Sjúklingur var lagður inn, gefinn vökvi í æð og meðferð með acíklóvír 500 mg x 3/dag. Hann var hitalaus næsta dag, líðan betri og útskrifaður á acíklóvír 400 mg þrisvar á dag um munn í sex daga. Blóðræktanir og HIV mót- efnapróf voru neikvæð. Mótefni gegn herpes simplex veiru voru neikvæð í sermi við innlögn en þremur vikum síðar voru bæði herpes simpl- ex veiru IgM og IgG mótefni jákvæð. Tilfelli 2. Tvítugur karlmaður kom til læknis með fimm daga sögu um verki undir hægra rifjabarði einkum við kyngingu. Hann hafði haft daglegan hita, allt að 39°C og gat ekki borðað fasta fæðu í þrjá daga fyrir innlögn. Fimm dögum áður en kviðverkir hófust tók hann eftir blöðru í hægra munnviki. Sjúklingur átti skyndikynni um 10 dögum áður en einkenni hófust. Lifrarpróf og ómskoðun af gallkerfi og lifur voru innan eðlilegra marka. Við skoðun var hann fölur með væg einkenni um þurrk og sár á efri vör. Það var nokkur roði í afturvegg koks og á hálskirtlum og á þeim voru töluverðar hvítleitar skánir. Lítil sár greindust undir og á hlið tungu og stærra sár á efra gómi. Kviður var mjúkur og eymslalaus og ekki sár á kynfærum. Speglun leiddi í ljós mörg sár á mótum maga og vélinda. Vefjasýni frá vélinda sýndu bráða sármyndandi bólgu en hvorki innlyksur né risafrumur. Onæmisvefjalitun fyrir herpes simplex veiru var neikvæð. Sjúklingurinn var lagður inn, gefinn vökvi í æð og hafin meðferð með acíklóvír, 400 mg x 3, í æð. Herpes simpl- ex veira-1 óx úr sárum í munni og frá hálskirtl- um. Líðan sjúklings batnaði smám saman. Hann gat neytt fastrar fæðu fjórum dögum eftir inn- lögn og var þá skipt yfir í valacíklóvír töflur, 500 mg x 2 og hann útskrifaður. Kviðverkir minnkuðu smám saman og voru horfnir við út- skrift. Tveimur vikum eftir upphaf einkenna kvartaði hann enn um magnleysi. Mótefni voru neikvæð í sermi í upphafi en níu dögum síðar voru bæði IgM og IgG mótefni jákvæð. HIV mótefnapróf var neikvætt. Tilfelli 3. Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður veiktist skyndilega með hitatilfinn- ingu og slappleika. Daginn eftir fékk hann stingandi verki í uppmagálssvæði sem versn- uðu eftir mat. Stundum fylgdu kviðverkjunum uppköst og verkir í munni. Hann gat drukkið en ekki neytt fastrar fæðu. Hann hafði reynt munn- skol og lansóprasól en án árangurs. Sjö dögum eftir upphaf einkenna kom hann á bráðamót- töku Landspítalans. Við skoðun var hann veik- indalegur, með hita, 38,3°C. Það voru lítil sár á neðri vör, neðri gómi og tungu og vægur roði á mjúka gómnum og hálskirtlum. Eitlar á efri hluta háls voru vægt stækkaðir. Væg eymsli voru í uppmagálssvæði. Blóðprufur voru innan eðlilegra marka. Herpes simplex veira-1 rækt- aðist úr sárum í munni. Speglun sýndi þindar- slit (hiatus herniu) og grunn sár sem runnu saman í neðsta hluta vélinda. Smásjárskoðun vélindasýna sýndi ósértækar bólgubreytingar. Veiruinnlyksur greindust ekki og ónæmisvefja- litun fyrir herpes simplex veiru var neikvæð. Meðferð fólst í vökvagjöf í æð, mjúkri fæðu og acíklóvír töflum, 400 mg x 5 daglega. Einkenni skánuðu hratt og var hann útskrifaður tveimur sólarhringum síðar á acíklóvír. IgM mótefni í sermi, tekið innlagnardag, var jákvætt gegn herpes simplex veiru og IgG mótefni var lágjá- kvætt. Fimmtán dögum síðar höfðu bæði IgM og IgG mótefni hækkað. Mótefni gegn HIV mældust ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.