Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
235
þeim að veita meðferð, svo sem í réttargeð-
læknisfræði, að skýra eðli þess nákvæmlega
fyrir þeim sem í hlut á (15).
3. Forsendur
Matsgerð eða sérfræðileg álitsgerð er byggð
á ákveðnum forsendum. Þessar forsendur eiga
að koma fram í matsgerð eða álitsgerð og þær
þarf að setja fram með skýrum hætti.
Sérfræðingar sem standa að matsgerð eða
sérfræðilegri álitsgerð byggja hana á athugun-
um, skoðun eða jafnvel rannsóknum sem þeir
gera sjálfir eða gerðar eru af öðrum sérfræðing-
um. Læknar skoða meiðsl þegar meta þarf af-
leiðingar líkams- eða heilsutjóns, þeir fara yfír
gögn sem þegar liggja fyrir og þeir gæta þess
að fram fari fullnægjandi rannsókn á öllu því
sem máli skiptir fyrir matið eða álitsgerðina.
Þessu þarf að gera skil í matsgerð eða sérfræði-
legri álitsgerð svo og öðrum atriðum sem
skipta máli og hafa haft áhrif á matið eða álits-
gerðina. Með því er ljóst á hvaða forsendum
þessi læknisfræðilegu gögn eru byggð.
Mikilvægt er að matsgerð eða læknisfræði-
leg álitsgerð sé byggð á traustum grunni.
Stundum eru atriði þó óljós. hugsanlega vantar
upplýsingar eða vafinn snýst um atriði sem
ekki er fullvissa fyrir. Algengt er að ekki er vit-
að hver framvinda verður um ástand þess sem
orðið hefur fyrir líkams- eða heilsutjóni (16).
Slíkir fyrirvarar skipta máli og nauðsynlegt er
að fram komi í hinum læknisfræðilegu gögnum
hverjir fyrirvararnir eru, að hvaða leyti þeir
skipta máli og hvemig þeir hafa haft áhrif á
matið eða álitsgerðina. Verði það ekki gert eru
forsendur mats eða álitsgerðar óljósar.
4. Rökstuðningur
Læknisfræðileg gögn verða venjulega til hjá
læknum. Tilefnið getur verið að óskað er upp-
lýsinga um ákveðin atriði sem þegar liggja fyr-
ir upplýsingar um, til dæmis í sjúkraskrá. Þann-
ig er í mörgum tilfellum aðeins óskað upplýs-
inga um staðreyndir. I öðrum tilfellum er óskað
eftir því að gerð verði rannsókn, sem fram fer í
tilefni af því, sem leiðir þá oftast til ákveðinnar
niðurstöðu. Loks getur verið um að ræða beiðni
um sérfræðilega álitsgerð eða mat, til dæmis á
örorku.
Rannsóknir, sérfræðilegar álitsgerðir og mats-
gerðir eiga að vera studdar fullnægjandi rök-
um. Aður hefur komið fram að niðurstöður
læknaráðs eiga að vera rökstuddar, sbr. 4. mgr.
6. gr. laga um læknaráð. Niðurstöðu örorku-
nefndar skal fylgja stuttur rökstuðningur, sbr.
4. gr. reglugerðar um starfsháttu örorkunefndar
nr. 335/1993. Samkvæmt 1. mgr. 66. gr. laga
um meðferð einkamála sker dómari úr ágrein-
ingi um hvort matsgerð sé nægjanlega rök-
studd.
Það getur þó verið álitamál hvenær rök-
stuðningur verður metinn fullnægjandi. Dómar
eiga að vera rökstuddir en fyrir kemur þó að
þeir séu gagnrýndir fyrir að vera illa eða ekki
rökstuddir. í sumum tilfellum getur verið erfitt
að rökstyðja niðurstöður. Mikilvægt er að rök-
stuðningur sé réttilega upp byggður en ekki eru
þó endilega til einhlít svör við því hvað telst
rétt í þeim efnum. Þrátt fyrir óvissuna sem hér
hefur verið bent á eru þó ýmis atriði sem hafa
má til viðmiðunar.
Þegar sagt er að matsgerð eða álitsgerð eigi
að vera rökstudd er átt við að fram þurfi að
koma hvaða rök hafi leitt til niðurstöðu matsins
eða álitsins. Einnig þarf að koma fram hvort
niðurstöður séu byggðar á traustum grunni eða
hvort eitthvað, og þá hvað, veiki gildi þeirra. í
því sambandi er mikilvægt að hlutleysis sé gætt
og að ekki séu dregnar rangar ályktanir af rann-
sóknum eða umfram það sem niðurstöður þeirra
gefa tilefni til. Lögfræðilegar ályktanir eiga
yfirleitt ekki heima í þessum gögnum. Hins
vegar getur þurft að skera úr um ákveðið or-
sakasamband, til dæmis hvort tilteknir líkams-
áverkar séu til komnir vegna líkamsárásar.
Röksemdafærslan á að vera skýr. Fram þarf
að koma á hverju niðurstöður eru byggðar og
hvað hafi leitt til þeirra. Framsetning og orða-
lag þarf að vera skýrt en óljóst orðalag getur
haft þær afleiðingar að rangar ályktanir verði
dregnar af því sem fram kemur. Onákvæmni í
orðavali getur enn fremur leitt til rangtúlkunar
á atriðum sem geta hugsanlega haft þýðingu
fyrir úrlausn málsins. Loks er mikilvægt að
læknisfræðilegar rannsóknir og aðrar athuganir
séu byggðar á viðurkenndum aðferðum og að
sérfræðingur byggi ekki niðurstöður á öðru en
því sem hann hefur fullnægjandi þekkingu til
að meta.
V. Mat á sönnunargildi gagna
í dómsmálum hafa málsaðilar í meginatrið-
um forræði á sönnunarfærslunni. Þeir ákveða
því sjálfir án afskipta dómara hverra sönnunar-
gagna þeir afla til að leggja fram í dómsmáli.
Dómarinn leggur hins vegar inat á það hvort