Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 217 við það greindist aðeins einn af 16 einstakling- um í okkar rannsókn með blöðrur í vélinda. Sjúklingar okkar voru allir lagðir inn á sjúkrahús. Þeir fengu vökva í æð vegna lélegrar vökva- og fæðuinntöku og voru allir með- höndlaðir með acíklóvír. Líðan þeirra batnaði hratt og voru þeir útskrifaðir eftir einn til þrjá daga. Sjúklingur númer 2 kvartaði um slapp- leika tveimur vikum eftir upphaf einkenna. Enginn sjúklinganna fékk svo öruggt sé fylgi- kvilla eins og blæðingu eða rof á vélinda þó þeim sé vel lýst, en blæðing greinist hjá 15- 25% einstaklinga með herpes simplex vélinda- bólgu (4). Oft er því nauðsynlegt að leggja þessa sjúklinga inn á sjúkrahús og þrátt fyrir að einkenni batni fljótt, getur slappleiki tengdur veikindum ef til vill varað í nokkrar vikur. Allir okkar sjúklinga höfðu herpes simplex veiru frumsýkingu og að minnsta kosti tveir af sjúklingunum sem fundust í rituðu máli. Herpes simplex veira-1 ræktaðist frá 10 sjúklingum. Hjá fjórum sjúklingum var saga um nýleg skyndikynni eða frunsur hjá maka. Erfitt er að segja út frá sögu hvort veiran sýki fyrst slím- húð í munni eða vélinda þó líklegt sé að í flest- um tilfellum frumsýkingar hefjist sýking í munni og berist niður í vélinda þegar veirunni er kyngt. Einnig er ekki ólfklegt að hluti sjúk- linga með slæma frumsýkingu í munni hafi vél- indabólgu en að einkenni frá munni yfirskyggi einkenni frá vélinda. Hins vegar gæti bakflæð- issjúkdómur hugsanlega hjálpað veirunni að ná fótfestu í slímhúð vélindans og leitt til verri einkenna. Fimm sjúklingar voru meðhöndlaðir með acíklóvír, allir okkar (númer 1-4) og einn sem fannst í rituðu máli (númer 14). Þeir virtust svara meðferð með acíklóvír vel. Hafa ber í huga að frumsýking af völdum herpes simplex veiru batnar þó oftast án sérstakrar meðferðar. Ekki er unnt að bera saman svörun við acíkló- vír við aðra meðferð af fyrrgreindri ástæðu. Auk þess eru tilfellin fá og flestum sjúkling- anna sem voru ekki meðhöndlaðir með acíkló- vír batnaði að lokum. Það virðist þó sem ein- kenni þeirra sem ekki voru meðhöndlaðir með acíklóvír hafi varað lengur. Líklegar skýringar þess að aðeins einn sjúklingur sem lýst var í rituðu máli var meðhöndlaður með acíklóvír eru meðal annars að sjúkratilfellin greindust fyrir 1988 en þá hefur notkun lyfsins sennilega verið mun minni en síðar. Auk þess var grunur um herpes simplex vélindabólgu kannski ekki til staðar í upphafi og einkenni sjúklings batn- andi þegar sjúkdómsgreining fékkst. Að lokum, herpes simplex vélindabólgu hjá annars heilbrigðum einstaklingum hefur sjald- an verið lýst en sennilega er sjúkdómurinn van- greindur. Flest tilfelli hafa greinst meðal ungra karlmanna. Sýnileg mein í húð og slímhúð greinast aðeins hjá tæpum helmingi sjúklinga. Rétt sjúkdómsgreining byggir fyrst og fremst á að læknar muni eftir sjúkdómnum og hafi lágan þröskuld til að framkvæma vélinda- og maga- speglun og sýnatöku. Nauðsynlegt getur verið að leggja sjúkling inn á sjúkrahús. Einkenni virðast svara acíklóvír meðferð vel en frekari rannsókna er þörf til að meta virkni slíkrar meðferðar. HEIMILDIR 1. In: Mandell G, Bennett J, Dolin R, eds. Mandel, Douglas and Bennett’s Principles and practice of infectious diseases. 4th ed. NY 1995:962. 2. Rosen P, Hajdu SI. Visceral herpes virus infections in patients with cancer. Am J Clin Pathol 1971; 56: 459-65. 3. Nash G, Ross JS. Herpetic esophagitis, a common cause of esophageal ulceration. Human Pathol 1974; 5: 339-45. 4. McBane RD, Gross JB. Herpes esophagitis: clinical syn- drome, endoscopic appearance, and diagnosis in 23 patients. Gastrointest Endosc 1991; 37: 600-3. 5. Depew WT, Prentice RSA, Beck IT, Blakeman JM. Herpes simplex ulcerative esophagitis in a healthy subject. Am J Gastroenterol 1977; 68: 381-5. 6. Owensby LC, Stammer JL. Esophagitis associated with herpes simplex infection in an immunocompetent host. Gastroenterology 1978; 74: 1305-6. 7. Solammadevi SV, Patwardhan R. Herpes esophagitis. Am J Gastroenterol 1982;77:48-50. 8. Deshmukh M, Shah R, McCallum RW. Experience with herpes esophagitis in otherwise healthy patients. Am J Gastroenterol 1984; 79: 173-6. 9. Springer DJ, DaCosta LR, Beck IT. A syndrome of acute self-limiting ulcerative esophagitis in young adults pro- bably due to herpes simplex virus. Dig Dis Sci 1979; 24: 535-9. 10. Desigan G, Schneider RP. Herpes simplex esophagitis in healthy adults. Southwest Med J 1985; 78: 1135-7. 11. Ginaldi S, Burgert W, Paulk T. Herpes esophagitis in im- munocompetent patients. Am Fam Physician 1987; 36: 160-4. 12. Wentworth BB, Alexander ER. Seroepidemiology of infec- tions due to members of herpesvirus group. Am J Epidemiol 1971; 94: 496-507 13. Tobin JN, Wassertheil-Smoller S, Wexler JP, Steingart RM, Budner N, Lense L, et al. Sex bias in considering coronary bypass surgery. Ann Int Med 1987; 107: 19-25. 14. Ayanian JZ, Epstein AM. Differences in the use of proce- dures between women and men hospitalized for coronary heart disease. N Engl J Med 1991; 325: 221-5. 15. McDonald G. Esophageal diseases caused by infection, systemic illness, medications, and trauma. In: Schleisinger MH, Fordtran JS. Gastrointestinal Disease. 5th ed. Philadel- phia: Saunders 1993.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.