Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
215
mörgum, grunnum eða skarpt afmörkuðum
(punched out) en í vélinda sjúklings númer 7 var
lýst blöðrum. Herpes simplex veira-1 ræktaðist
frá 10 sjúklingum, úr vélindasýnum sjö einstak-
linga, munni tveggja og húðsári eins. Hjá átta
sjúklingum greindust innlyksur í vélindasýnum
við smásjárskoðun. Hjá fjórum þessara sjúk-
linga greindust einnig margkjama risafrumur í
sýnunum.
Mótefnamælingar voru gerðar á sermi 10
einstaklinga, ELISA mælingar hjá okkar sjúk-
lingum en mögnuðar (komplement) bindipróf
hjá hinum sex. I sermi fimm sjúklinga voru
mótefni neikvæð í fyrsta sýni en mælanleg í
seinna sýni. Hjá einum sjúklingi voru aðeins
IgM mótefni mælanleg í fyrsta sýni. Hjá tveim-
ur sjúklingum varð marktækt fall mótefna í
sermi frá fyrsta til annars sýnis en í einu tilfelli
var marktæk hækkun mótefna mæld milli
fyrsta og annars sýnis.
Allir sjúklingar okkar voru meðhöndlaðir
með acíklóvír en aðeins einn sjúklinganna sem
lýst hafði verið áður. Svörun einkenna hans við
lyfjameðferðinni var mjög góð (11). Ekki var
getið um tímalengd einkenna hjá sex sjúkling-
um en hjá 10 vöruðu þau frá innan við fimm
dögum og allt að fimm vikum. Okkar sjúkling-
ar lágu á sjúkrahúsi í einn til þrjá daga.
Umræða
Hér er lýst fjórum tilfellum herpes simplex
vélindabólgu sem greind voru á Landspítalan-
um árið 1997 í að öðru leyti heilbrigðum ein-
staklingum og 12 tilfellum að auki sem lýst
hafði verið í rituðu máli. Tilfellunum sem fund-
ust í rituðu máli var lýst á 10 ára tímabili en
engum tilfellum hefur verið lýst síðastliðin 10
ár. McBane og félagar lýstu þó herpes simplex
vélindabólgu hjá annars heilbrigðum einstak-
lingi árið 1991 en tilfellið fullnægði ekki okkar
skilmerkjum (4). Fá tilfelli voru útilokuð vegna
þess að þau fullnægðu ekki skilmerkjum okkar
(4,9,10). Samkvæmt þessu virðist herpes simpl-
ex vélindabólga í annars heilbrigðum einstak-
lingum sjaldgæf en líklegt er að sjúkdómurinn
sé vangreindur. Sumir hafa væg einkenni og
leita því ekki læknis, hjá öðrum sem leita lækn-
is er ekki talin þörf á speglun. Auk þess geta
einkenni frumsýkingar í munni yfirskyggt ein-
kenni frá öðrum líffærum.
Megin einkenni hópsins voru ungur aldur
(meðalaldur 26 ár) og karlkyn (14/16). Meðal-
aldur ónæmisbældra sjúklinga með herpes
simplex veiru vélindabólgu er hins vegar hærri
og kynjahlutfallið er jafnara (4). Hinn ungi
aldur kemur ekki á óvart því rannsóknir hafa
sýnt að 40-60% vestrænna þjóða hefur mælan-
leg mótefni gegn herpes simplex veirum við
þrítugsaldur (12). Ekki er ljóst hvers vegna
karlmenn eru í svo miklum meiri hluta. Vél-
indabólga er ef til vill algengari meðal karla.
Olíklegt er að karlar leiti til læknis fremur en
konur vegna einkenna vélindabólgu en mögu-
legt er að þeir séu frekar speglaðir vegna ein-
kenna sinna því rannsóknir benda til að karl-
menn séu frekar rannsakaðir í þaula og með-
höndlaðir vegna einkenna en konur (13,14).
Verkur við kyngingu var algengasta einkenni
hópsins og beindist því athyglin eðlilega að
vélinda. Tveir sjúklingar höfðu reyndar verk í
uppmagálssvæði sem versnaði við að borða.
Hjá tilfelli eitt voru einkenni í upphafi rakin til
hjarta vegna breytinga í hjartalínuriti og voru
því mæld hjartaensím og gerð hjartaómun. Hjá
tilfelli tvö var megineinkennið í upphafi verkur
undir hægra rifjabarði sem vakti grun um gall-
steinasjúkdóm. Versnun einkenna þrátt fyrir
meðferð með sýrudæluhemlum hjá sjúklingum
1, 3 og 4 og hiti voru vísbendingar um að ekki
væri um vélindabólgu af völdum sýrubakflæðis
að ræða heldur af öðrum toga. Nokkrir sjúk-
linganna sem lýst var í rituðu máli voru taldir
hafa vélindabólgu vegna bakflæðis og sendir
heim á fljótandi fæði, sýrubindandi og/eða
sýruhamlandi lyfjum, en komu aftur til læknis
vegna aukinna einkenna (sjúkratilfelli 5 og 7).
Greinilegt er því að auðvelt er að missa af sjúk-
dómsgreiningunni ef einkenni sjúklings benda
á annað líffæri en vélinda eða ef einkenni eru
væg og/eða batna fljótt. Innan við helmingur
sjúklinganna hafði sýnileg mein í húð og/eða
slímhúð. Flestir höfðu sár í eða við munn en
tveir sjúklingar höfðu húðmein.
Bólga í vélinda getur verið af ýmsum toga.
Algengust er bólga vegna sýrubakflæðis. Lyf,
töflur og hylki geta einnig skaðað líffærið og
má þar nefna tetracýklínsambönd. Helsta sýk-
ingin sem herjar á vélinda er candidiasis. Þær
veirur sem eru þekktar að valda vélindabólgu
auk herpes simplex veiru eru cytomegalo veira
og varicella zoster veira. Sýnataka hjálpar iðu-
lega að greina milli þessara orsaka. Fyrsta
sýnilega mein í herpes simplex vélindasýkingu
eru blöðrur sent síðar springa og verða að sár-
um (15). Blöðrur virðast hins vegar sjaldan sjást
við speglun þessara sjúklinga (4) og í samræmi