Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
249
2. Stjórnsýsluleg staða
embættis landlæknis
I viðtalinu í Læknablaðinu
er fyrrverandi landlæknir
spurður: Hverjum er lancl-
lœknir háðitr? Hann svarar:
Landlœknir heyrir undir heil-
brigðismálaráðherra en er
samt sér á báti vegna þess að
hann hefur verið ráðinn affor-
seta. Þessi skýring landlæknis
er röng. Þó einstök lög kveði
svo á að forseti Islands veiti
tiltekin embætti er það í raun
viðkomandi ráðherra sem
gengur frá stöðuveitingu. Af-
skipti forseta Islands eru því
aðeins formleg, fólgin í undir-
ritun skipunarbréfs, samanber
skýringar á hugtakinu ríkis-
starfsmaður í Lögbókinni þinni
eftir Bjöm Þ. Guðmundsson.
Síðan heldur fyrrverandi
landlæknir áfram: I venjulegri
stjórnsýslu er röðin: ráðherra,
ráðuneytisstjóri og aðrir emb-
œttismenn þar fyrir neðan.
Hér kemur að nýju fram sú
skoðun fyrrverandi landlækn-
is sem hann setti fram haustið
1981 er Svavar Gestsson var
heilbrigðisráðherra. Ráðherra
þótti þá nauðsynlegt að fá sér-
staka álitsgerð um stjórn-
sýslulega stöðu landlæknis og
óskaði eftir slíkri álitsgerð frá
Birni Þ. Guðmundssyni laga-
prófessor. Bjöm tók saman
greinargerð um málið og sendi
ráðherra í nóvember 1981.
I þessari álitsgerð segir:
Staða landlœknis í stjórn-
sýsluketfinu breytist hvorki
með I. nr.73/1969, sbr. rgj.
nr.96/1969, né I. nr. 56/1973,
sbr. nú I. nr. 5611978.
I stjórnsýslukerfinu er land-
læknisembættið stjómarskrif-
stofa á miðstjórnarstigi sem
embættismaðurinn landlæknir
veitir forstöðu. Landlæknir
heyrir ekki beint undir ráð-
herra heldur lýtur hann og
embætti hans yfirstjórn Heil-
brigðis- og tryggingamála-
ráðuneytis bæði í faglegum
efnum og öðrum.
Síðan segir fyrrverandi land-
læknir og vitnar þar til grein-
argerðar með frumvarpi til laga
um heilbrigðisþjónustu... land-
lœknir getur tekið U-beygju
framhjá ráðuneytisstjóra og
farið beint til ráðherra ...
Eins og tilvitnuð ummæli í
lögfræðiáliti Björns Þ. Guð-
mundssonar bera með sér var
og er embætti landlæknis
lægra sett stjómvald undir heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra og þar með Heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu
því eins og allir vita er ráðu-
neyti stjómarskrifstofa ráð-
herra og framlenging á valdi
hans. Það liggur hins vegar í
augum uppi að menn geta
snúið sér beint til ráðherra
með mál sín, yfirmenn undir-
stofnana sem og aðrir og þurfa
enga lagastoð í því efni. Eftir
að skrifstofuskiptingu var kom-
ið á í Heilbrigðisráðuneytinu
heyrði embætti landlæknis
undir skrifstofu staðgengils
ráðuneytisstjóra.
Allt tal fyrrverandi land-
læknis um sérstöðu landlækn-
is sem embættismanns á því
ekki við rök að styðjast.
3. Norrænir landlæknar
Fyrrverandi landlæknir rek-
ur í viðtalinu hve marga nor-
ræna landlækna hann hafi
„drepið af sér“. Hann minnist
hins vegar ekki á að embættis-
menn þessir voru ekki allir
landlæknar því landlæknis-
embættið í Svíþjóð var lagt
niður á sjöunda áratugnum og
í staðinn stofnað embætti að-
alframkvæmdastjóra Félags-
málastjórnarinnar (general-
direktor i Socialstyrelsen).
Þáverandi landlæknir tók við
þessu starfi en lög gerðu ekki
að skyldu að læknir sæti í
þessu starfi og þannig hefur
farið að í starfinu hafa ýmist
setið læknar eða ólæknislærð-
ir. En í Svíþjóð hefur enginn
landlæknir verið í rúmlega 30
ár. I Finnlandi var landlæknis-
embættið lagt niður á níunda
áratugnum.
Þeir fundir sem kallaðir
hafa verið landlæknafundir
Norðurlanda eru ekki raun-
verulegir læknafundir heldur
fundir embættismanna á heil-
brigðissviði.
Saga læknisfræðinnar
- örlítiö stytt
„Ég er með lilustarverk...“
2000 fyrir Krist: Hérna, tyggðu þessa rót!
1000 eftir Krist: Þessi rót er heiðin; lestu sjö Maríubænir!
1850: Þetta bænarugl er hjátrú; hérna, drekktu þennan elixír!
1940: Þetta er ónýtt mixtúrugutl; hérna, éttu þessar pillur!
1985: Ekkert gagn í þessu pilluáti; hérna, taktu þetta fúkka-
lyf!
2000: Fúkkalyf er ónáttúrulegt blöff; hérna, tyggðu þessa
ginseng-rót!
Stolið af veraldarvefnum og lítillega staðfært.
Ásmundur Brekkan