Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 231 lingi eða umboðsmanni hans sjúkraskrá, í heild eða að hluta, og afhenda þeim afrit skrárinnar sé þess óskað. Upplýsingar í sjúkraskrá, sem hafðar eru eftir öðrum en sjúklingi sjálfum eða heilbrigðisstarfsmönnum, skal ekki sýna hon- um nema með samþykki þess sem upplýsing- arnar gaf. Ef sá sem þannig hefur veitt upplýs- ingar um sjúkling er látinn eða horfinn eða neitar á óréttmætum grundvelli að veita sam- þykki sitt getur landlæknir ákveðið að sjúklingi eða umboðsmanni hans skuli veittur aðgangur að umræddum upplýsingum, í heild eða að hluta. Telji læknir að það þjóni ekki hagsmun- um sjúklings að afhenda framangreindum aðil- um afrit sjúkraskrár skal hann án tafar fram- senda landlækni afrit sjúkraskrárinnar til frek- ari afgreiðslu. Landlæknir skal innan átta vikna ákveða hvort viðkomandi fái afrit sjúkraskrár- innar. Synjun landlæknis má skjóta til úrskurð- ar heilbrigðisráðherra. Fyrir gildistöku laga um réttindi sjúklinga giltu sambærileg ákvæði í læknalögum en á þau reyndi í máli sem S höfðaði gegn yfirlækni geðdeildar Landspítalans, Ríkisspítölunum, landlækni og heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, samanber Hœstaréttardómar 1995 blaðsíðu 167. Með dómi Hæstaréttar var viðurkenndur réttur S til að fá upplýsingar sem um hann höfðu verið skráðar og voru í vörslum yfir- læknis geðdeildar Landspítalans. í dóminum segir enn fremur að yfirlækni hafi borið að framkvæma það með því að skila afriti allra sjúkraskráa S til landlæknis sem skyldi ann- ast frekari fyrirgreiðslu erindis S og afhenda honum afrit af skrám eða hluta úr þeim með þeim takmörkunum sem leiði af rétti ann- arra. Sú skylda varð þó ekki lögð á landlækni með dóminum þar sem kröfugerðin í málinu náði ekki til þess. 2. Meðferð gagna Af framangreindum lagaákvæðum er ljóst að einstaklingar, sem þeim er ætlað að vemda, geta í mörgum tilfellum sjálfir aflétt þagnar- skyldunni. Þegar leitað er eftir læknisvottorði sem viðkomandi ætlar að byggja rétt sinn á fyrir dómstólum ákveður einstaklingurinn sjálfur hvort tilteknar trúnaðarupplýsingar um hann verði veittar. Samþykki skiptir því máli þegar leitað er eftir trúnaðarupplýsingum sem falla undir lagaákvæðin. Með lagaákvæðum um þagnarskyldu er þó ekki að öllu leyti komið í veg fyrir tiltekin vandamál. Af réttarfarslögum leiðir að einstak- lingur, sem leggur fram gögn í dómsmáli, sem hafa að geyma trúnaðarupplýsingar um hann, getur ekki komið í veg fyrir að aðrir fái aðgang að þessum upplýsingum. Þegar læknisvottorð er lagt fram í dómsmáli fær ekki aðeins dóm- stóllinn, sem fjallar um málið, upplýsingar, sem þar koma fram, um heilsufar viðkomandi einstaklings, heldur einnig hinn aðili dóms- málsins svo og lögmenn málsaðila ef um þá er að ræða. Með þessu er til dæmis hugsanlegt að viðkvæmar upplýsingar verði aðgengilegar fyrir starfsmenn dómstólsins og þá sem vinna á lög- mannsstofum. Einnig er dómara skylt sam- kvæmt 1. mgr. 14. gr. laga um meðferð einka- mála gegn greiðslu gjalds að láta þeim, sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta, í té staðfest eftirrit af málsskjölum og úr þingbók eða dómabók. Og samkvæmt 2. mgr. 15. gr. reglu- gerðar nr. 225/1992, sbr. 18. gr. laga um með- ferð opinberra mála, skal héraðsdómstóll, sam- kvæmt beiðni ríkissaksóknara, annars ákær- anda, sakbornings eða umboðsmanns hans, láta af hendi án endurgjalds endurrit úr þingbók eða dómabók vegna opinbers máls. Einnig ber að afhenda endurrit úr þingbók eða dómabók gegn greiðslu gjalds þeim sem sýnir fram á að hann hafi lögvarinna hagsmuna að gæta. Trúnaðar- upplýsingar geta því einnig borist til annarra en þeirra sem koma að dómsmálinu. Hvorki þau lagaákvæði sem hér hefur verið vitnað til né önnur taka sérstaklega á því hvernig hagsmunir einstaklinga verði vemdaðir að þessu leyti. Lagareglur geta einnig leitt til þess að upp- lýsingar um heilsufar fari víðar. í dómi ber að rekja helstu málavexti og þau atriði sem málsað- ilar byggja kröfur sínar í málinu á og loks hvað af þeim telst sannað. Þar með verður stundum ekki komist hjá því að fram komi í dómi ýmsar viðkvæmar upplýsingar um málsaðila. Dómar eru færðir í dómabækur sem em opnar öllum. Sagt er frá athyglisverðum dómsmálum í fjöl- miðlum þar sem helstu efnisatriði em rakin. Sjúkrasögur, heilsufarsupplýsingar og önnur trúnaðarmál geta með þessum hætti komist til vitundar almennings. í sumum tilvikum em þó nöfn og önnur atriði sem benda til hver eða hverjir eigi hlut að máli tekin út úr dómabókum og bókstafir settir í staðinn. Það er gert í fað- emismálum og forsjármálum svo og í ákveðnum tegundum sakamála, til dæmis í kynferðisbrota- málum til hlífðar þolendum. Hins vegar leysir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.