Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 41
Marktækt meiri bati...(1) Zyprexa hópurinn sýndi marktækt meiri bata í neikvæðum einkennum mælt meö SANS heildarskala ■ p = 0,004 Zyprexa + 1,1' Risperidon + 0,7* Bati í PANSS þunglyndisskala ... líka á þunglyndiseinkenni (1) Zyprexa hópurinn sýndi auk þess meiri bata þunglyndis- einkenna, mælt með PANSS þungiyndisskaia Töflur, N05A H03 RU Innihaldslýsing: Hver tafla inniheldur Olanzapinum INN; 5 mg, 7,5 mg eða 10 mg. Klínískar upplýsingar Ábendingar: Olanzapin er ætlað til meðferðar við geðklofa. Olanzapin er einnig virkt til framhaldsmeðferðar fyrir sjúklinga sem hafa sýnt bata við byrjun meðferðar. Skammtar: Mælt er með að gefa 10 mg af olanzapin einu sinni á dag í byijun með- ferðar og þarf ekki að taka tillit til máltíða. Síðan má breyta þessum skammti með hlið- sjón af klínískum einkennum einstaklingsins, innan skammtabilsins 5-20 mg/dag. Mælt er með, að klínísk einkenni sjúklings verði endurmetin, áður en skammtastærð er aukin umfram venjulegan meðferðarskammt 10 mg/dag, það er 15 mg/dag eða meira. Börn: Olanzapin hefur ekki verið gefið einstaklingum undir 18 ára aldri í rannsóknum. Aldraðir: Venjulega er ekki mælt með lægri byijunarskammti (5 mg/dag), en kemur til álita, ef einstaklingurinn er 65 ára og eldri þegar klínísk einkenni gefa tilefni til þess. Sjúklingar með skerta lifrar- og/eða nýmastarfsemi: Til greina kemur að gefa þessum einstaklingum lægri byijunarskamnjt (5 mg). Þegar fleira en eitt atriði, sem getur valdið hægari umbrotum lyfsins er til staðar (t.d. aldraður kvenkyns einstaklingur sem reykir ekki) kemur til greina að minnka byijunar- skammt. Ef auka þarf skammta hjá slíkum sjúklingum skal það gert með varúð. Frábendingar: Olanzapin má ekki gefa sjúklingum með ofnæmi fyrir einhveiju af innihaldsefnum lyfsins. Olanzapin má ekki gefa sjúklingum með þekkta áhættu fyrir þrönghomsgláku. Vamaðarorð og varúðarreglur: Aðrir sjúkdómar samtímis: Þrátt fyrir að olanzapin hafi sýnt andkólínvirk áhrif in vitro, hafa klínískar rannsóknir sýnt lágt nýgengi slíkra einkenna. Þar sem klínísk reynsla olanzapins hjá sjúklingum sem hafa jafnframt aðra sjúkdóma er takmörkuð skal gæta varúðar við gjöf lyfsins hjá sjúklingum með stækkun á blöðruhálskirtli eða þarmalömun og önnur svipuð einkenni. Laktósi: Olanzapin töflur innihalda laktósa. Tímabundin og einkennalaus hækkun á lifrartransamínösum ALT og AST hefur stundum verið lýst, sérstaklega í upphafi meðferðar. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með hækkað ALT og/eða AST, hjá sjúklingum sem hafa einkenni um skerta lifrarstarf- semi og hjá sjúklingum sem fá einnig meðferð með lifrartoxískum lyljum. 1) Tran et al. J. Clin. Psycopharmacol 1997; 17: 407-408 Eins og með önnur andpsýkótísk lyf skal gæta varúðar hjá sjúklingum sem hafa fækkun á hvítfrumum og/eða hlutleysiskymingum hver sem orsökin er, hjá sjúklingum sem hafa minnkaða virkni beinmergs vegna lyfjanotkunar, hjá sjúklingum sem hafa minnkaða virkni beinmergs vegna annars sjúkdóms, geislameðferðar eða krabbameins- lyfjameðferðar, og hjá sjúklingum sem hafa eósínfflafjöld eða myeloproliferativa sjúk- dóma. 32 sjúklingar sem höfðu áður fengið hlutleysiskymingafæð eða kymingahrap tengt clozapinmeðferð fengu olanzapinmeðferð án þess að fjöldi hlutleysiskyminga lækkaði. Neuroleptiskt Malignant Syndrom (NMS): í klínískum rannsóknum hefur NMS ekki verið lýst hjá sjúklingum sem fengu olanzapinmeðferð. NMS, sem er lífshættulegt ástand hefur verið lýst í tengslum við önnur andpsýkótísk lyf. Klínísk einkenni NMS em ofurhiti, vöðvastífni, breytt hugarástand og einkenni um tmflanir í ósjálfráða tauga- kerfinu (óreglulegur púls eða óreglulegur blóðþrýstingur, hraður hjartsláttur, aukin svita- myndun, og hjartsláttartmflanir). Frekari einkenni geta verið hækkaður kreatín fos- fórkínasi, myoglóbúlín í þvagi (rákvöðvasundmn) og bráð nýmabilun. í slíkum til- fellum, eða sé um hækkaðan líkamshita án þekktrar skýringar og án annarra klínískra einkenna um NMS skal hætta notkun allra andpsýkótískra lyfja, þar með talið olanzapin. Olanzapin skal notað með varúð hjá sjúklingum sem hafa sögu um krampa eða hafa sjúkdóma sem geta valdið krömpum. Vegna megináhrifa olanzapins á miðtaugakerfið, skal gæta varúðar í samtímis notkun annarra Iyfja sem verka á miðtaugakerfið og áfengis. Þar sem olanzapin sýnir anddó- pamínvirkni in vitro, getur það minnkað áhrif efna sem hafa beina eða óbeina dópamfn- virkni. Réttstöðu blóðþrýstingslækkun kom stundum fyrir hjá eldra fólki í klínískum rannsóknum á olanzapini. Eins og með önnur andpsýkótísk lyf, er mælt með því að mæla reglulega blóðþrýsting hjá sjúklingum eldri en 65 ára. Milliverkanir: Áhrif annarra lyíja á virkni olazapins: Einstakur skammtur af sýru- bindandi lyljum (ál-og magnesíumsambönd) eða cimetidini hafði ekki áhrif á aðgengi olanzapins frá meltingarvegi. Hins vegar lækkar aðgengi olanzapins frá meltingarvegi um 50-60% ef lyfjakol eru gefin samtímis. Umbrot olanzapins geta aukist við reykingar (klerans olanzapins er 33% lægri og helmingunartími lyfsins er 21% lengri hjá fólki sem reykir ekki borið saman við fólk sem reykir), eða meðferð með karbamazepíni (klerans hækkar um 44% og helmingunartími lyfsins styttist um 20% þegar olanzapin er gefið ás- amt karbamazepíni). Reykingar og meðferð með karbamazepíni örva P450-P1A2 virkni. Lyfjahvörf teófýllíns, sem umbrotnar um P450-P1A2 breytast ekki við gjöfolan- zapins. Ekki hefur verið rannsakað hvort lyfjahvörf olanzapins breytast við gjöf lyfja sem hemja P450-P1A2 virkni. Möguleg áhrif olanzapins á önnur lyf: í klínískum rannsóknum með einstaka skammta af olanzapini sást engin hömlun á umbroti imipramíns/desimipramíns (P450- 2D6 eða P450-3A1A2), warfaríns (P450-2C9), teófýllíns (P450-1A2) eða díazepams (P450-3A4 og P450-2C19). Olanzapin olli engum milliverkunum þegar það var gefið samtímis litíum eða biperideni. Meðganga og brjóstagjöf: Meðganga: Ekki eru fyrirliggjandi nægar vel skipulagðar rannsóknir á Iyfinu hjá þun- guðum konum. Sjúklingum er ráðlagt að láta lækni sinn vita ef þær eru þungaðar eða ráðgera bameignir meðan þær taka Iyfið. Þar sem þekking um áhrif lyfsins á fóstur er takmörkuð skal Iyfið einungis notað hjá þunguðum konum ef ávinningur af meðferðinni er talinn réttlæta áhættuna fyrir fóstrið. Brjóstagjöf: Olanzapin var skilið út í mjólk hjá mjólkandi rottum sem fengu Iyfið. Ekki er vitað hvort lyfið skilst út í brjóstamjólk. Konum skal ráðlagt að hafa ekki bam á bijósti meðan á töku lyfsins stendur. Akstur og stjórnun vinnuvéla: Þar sem olanzapin getur valdið syfju er sjúklingum ráðlagt að gæta varúðar við akstur bifreiðar og stjómun annarra tækja. Aukaverkanir: Tíðar (>10%): Syfja og þyngdaraukning voru einu tíðu aukaverkanimar hjá sjúklingum sem fengu olanzapin í klínískum rannsóknum. Þyngdaraukningin var tengd lægri body mass index (BMI) fyrir meðferð og byijunarskammti 15 mg eða meira. Algengar (1-10%): Algengar aukaverkanir tengdar notkun olanzapins í klínískum rannsóknum voru svimi, aukin matarlyst, bjúgur á útlimum, réttstöðu blóðþrýstingslækkun, og tíma- bundin mild andkólínvirk áhrif þar með talin. hægðatregða og munnþurrkur. Tímabundin og einkennalaus hækkun á lifrartransamínösunum ALT og AST hefur stundum verið lýst sérstaklega í upphafi meðferðar. í samanburðarrannsóknum höfðu sjúklingar sem fengu olanzapinmeðferð lægra nýgengi parkinsonseinkenna, akatisíu og truflaðrar vöðvaspennu samanborið við ein- staklinga á sambærilegum skömmtum af haloperídóli. Sjaldgæfar (<1 %): Ljósnæmi hefur einstaka sinnum verið lýst. Annað: Styrkur prólaktíns í plasma var stundum hækkaður, en klínísk einkenni (bijósta- stækkun hjá körlum, sjálfvakið mjólkurrennsli og brjóstastækkun) voru sjaldgæf. Hjá flestum sjúklingum lækkuðu prólaktíngildi aftur og voru innan viðmiðunarmarka þrátt fyrir að meðferð hafi ekki verið breytt. Örfá dæmi fundust um hækkun á styrk kreatín fosfórkínasa. Eins og með önnur andpsýkótísk lyf fannst stundum einkennalaus breyting á blóðhag. Pakkningar: Töflur5mg: 28 stk. þynnupakkað 10.469 Töflur 7.5mg: 56 stk. þynnupakkað 28.577 Töflur 10 mg: 28 stk. þynnupakkað 19.695 og 56 stk. þynnupakkað 37.460. Markaðsleyfishafi: Eli Lilly Mederland BV. NEUROSCIENCE Bætum líf, endurreisum von 'Cv) A. Karlsson hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.