Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 48
232 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 það ekki nema að litlu leyti úr vandamálinu þar sem það er aðeins gert í þessum og öðrum sér- stökum undantekningartilfellum. Þrátt fyrir lagaákvæðin sem ætlað er að vernda einstaklinga gegn því að óviðkomandi fái um þá trúnaðarupplýsingar, eins og hér að framan hefur verið rakið, eru ýmis vandamál sem lögin taka ekki á en ættu í raun að gera það. Skortur á reglum um meðferð læknis- fræðilegra gagna getur raskað mikilvægum hagsmunum sem ættu eðli málsins samkvæmt að njóta lögverndar. Hvernig úr því verður bætt er hins vegar vandasamt úrlausnarefni eins og oft er raunin þegar lögverndun hagsmuna leiðir til röskunar á öðrum mikilvægum hagsmunum. IV. Sjónarmið varðandi gerð læknisfræðilegra gagna Við gerð læknisfræðilegra gagna verður að gæta þess að fyrirmæli kunna að vera í lögum sem fara verður eftir í því sambandi. Enn frem- ur ber að fara eftir öðrum reglum sem fram koma til dæmis í reglugerð, erindisbréfum og þess háttar. Stundum er rétt að hafa slíkar regl- ur til viðmiðunar við gerð læknisfræðilegra gagna þótt þær gildi ekki samkvæmt orðanna hljóðan um þau ef reglurnar eiga til dæmis við um læknisvottorð eða umsagnir læknaráðs. Reglur um dómkvadda matsmenn geta til dæm- is átt við um sérfræðilega álitsgjafa þótt þeir hafi ekki verið dómkvaddir sem matsmenn. Loks verður að gæta almennra sjónarmiða sem við geta átt í þessum efnum. Sem dæmi má nefna þá almennu reglu að sérfræðilegar álits- gerðir, sem ætlaðar eru til nota í dómsmálum, verða ekki lagðar til grundvallar við úrlausn þeirra nema þær séu skýrar og skilmerkilegar, að fram komi í þeim hvaða atriði hafi haft áhrif á niðurstöður og að þær séu studdar haldbærum og fullnægjandi rökum. 1. Efni og innihald í beiðni um sérfræðilega álitsgerð eða mats- gerð kemur fram hvað er farið fram á. Þess vegna þarf að athuga hvað hefur verið beðið um og eftir hverju er verið að leita. Efni og innihald álitsgerðar eða matsgerðar ræðst að þessu leyti af beiðninni. Einnig verður að hafa í huga að taka verður mið af eðli málsins við ákvörðun á því hvað þarf að koma fram í sér- fræðilegri álitsgerð eða matsgerð. í matsgerð er venjulega byrjað á að greina frá tilefninu og er þá réttast að vísa í beiðnina; geta þess hver er matsbeiðandi, tilgreina dag- setningar og annað sem skiptir máli, til dæmis númer máls ef það kemur fram í beiðninni, og hvað er beðið um að metið verði. Allar aðrar nauðsynlegar upplýsingar þurfa einnig að koma fram svo sem nafn, heimilisfang og kennitala þess eða þeirra sem athugun eða rannsókn beinist að, heiti þeirra sem unnið hafa álitsgerð eða mat, hvaða rannsóknir hafi verið gerðar og hvernig staðið hafi verið að þeim, hvaða gögn hafi verið stuðst við og hvernig matsgerð hafi að öðru leyti verið unnin. I 5. gr. reglna um gerð og útgáfu læknisvott- orða nr. 586/1991 segir að lækni beri að vanda allan frágang vottorðs. Vottorð skuli dagsett og undirritað með eigin hendi læknis. Koma skuli fram með greinilegum hætti nafn, læknisnúm- er, vinnustaður og sími læknis og vottorð skuli vélritað eða skrifað með læsilegri hendi. Yfirleitt skiptir máli að fram komi hvaðan upplýsingar eru fengnar. I 3. gr. reglna um gerð og útgáfu læknisvottorða segir að læknir skuli ekki staðhæfa annað í vottorði en það sem hann hafi sjálfur sannreynt. Geta skuli nákvæmlega þeirra heimilda er vottorð kunni að styðjast við. Greina skuli glögglega milli frásagnar annarra, eigin athugunar læknis og álits hans. I örorkumati er oft byggt á læknisvottorðum og öðrum læknisfræðilegum gögnum sem þeg- ar liggja fyrir enda koma þar oftast fram mikil- vægar upplýsingar. Því er eðlilegt að gera þeim skil í örorkumati og ber að gera það af ná- kvæmni og vandvirkni. Ef vitnað er beint í slík gögn og tekið upp úr þeim verður að gæta þess að það sé nákvæmlega orðrétt og setja það inn- an tilvitnunarmerkja. Hins vegar fer ekki vel á að taka slfk skjöl upp í heild í örorkumati eins og oft er gert. Þau liggja yfirleitt fyrir í málun- um eða verða að öllu jöfnu lögð fram í þeim. Betur fer á að gera grein fyrir því í örorkumati hver þessi gögn eru, hvað kemur fram í þeim og að hvaða leyti þau eru lögð til grundvallar við örorkumatið eða hafi haft áhrif á það. Ekki má annað koma fram í læknisfræðileg- um gögnum en það sem er að öllu leyti satt og rétt. Varast ber að fullyrða of mikið eða draga of víðtækar ályktanir af því sem skoðun hefur leitt í ljós. í 1. mgr. 11. gr. læknalaga segir að lækni beri að sýna varkámi og nákvæmni við útgáfu vottorða og annarra læknayfirlýsinga og skuli hann votta það eitt er hann viti sönnur á. Þetta er einnig tekið fram í 3. gr. reglna um gerð og útgáfu læknisvottorða. Þar segir jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.