Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 30
218
LÆKNAB LAÐIÐ 1999; 85
Sjúkratilfelli mánaöarins
Gallsteinn í kviðslitssekk
Guörún Aspelund”, Anna Björg Halldórsdóttir21, Helgi J. ísaksson31, Páll Helgi Möller”
Aspelund G, Halldórsdóttir AB, ísaksson HJ,
Möller PH
Gallstone in hernial sack
Læknablaðið 1999; 85: 218-9
Sjúkratilfelli
Um er að ræða sextíu og sjö ára karlmann
sem var lagður inn á handlækningadeild Land-
spítalans sumarið 1997 með kviðverki, hita og
eymsli um ofanverðan kvið. Hann hafði fyrri
sögu um kviðverkjaköst sem samrýmdust gall-
kveisu. Omskoðun við komu sýndi þykkveggja
gallblöðru sem innihélt um 1 sm stóran stein.
Gallkögun var gerð og í aðgerðinni kom gat á
gallblöðruna þannig að hún tæmdist af galli.
Gangur eftir aðgerð var áfallalaus og sjúkling-
ur útskrifaðist við góða líðan á þriðja degi frá
aðgerð.
Við eftirlit 10 dögum eftir aðgerð kvartaði
sjúklingur undan hitavellu og óþægindum um
neðanverðan kvið og vinstri nára sem leiddu
niður í pung. Við skoðun sást mar í nára og
pung vinstra megin og við þreifingu fannst
aum fyrirferð í vinstri nára. Ómskoðun (mynd
1) og sneiðmynd (mynd 2) af nára og pung
sýndu vökva (líklega gamalt blóð) umhverfis
kólf (funiculus spermaticus), sem teygði sig
niður í pung og endaði í vel afmörkuðum sekk.
Frá "handlækningadeild Landspítalans, aröntgendeild Land-
spítalans, 3lRannsóknastofu HÍ í meinafræöi. Fyrirspurnir,
bréfaskipti: Páll Helgi Möller, handlækningadeild Landspít-
alans. Sími: 560 1000, bréfsími: 560 1329, netfang: pallm
@rsp.is
Lykilorð: gallkögun, gallsteinar, kviðslit.
Keywords: laparoscopic cholecystectomy, gallstones,
hernia.
Mynd 1. Ómskoðun (langsneið) afefrí lilula pungs. VökvafyUtur
sekkur með ómríkum steini.
R
'O-3C= +Q. 21cro <j- +7.2BcmP
Mynd 2. Tölvusneiðmynd (þversneið) gegnum efri hluta pungs.
Vökvafyllt holrúm vinstra megin og röntgenþéttur steinn á botni
þess.